Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 30
þörf sé á eignarnámi í ákveðnu tilfelli og hversu víðtækt það skuli vera. 1 öðrum dæmum eru markmiðin óvissari. Lítum t.d. á ákvæði 27. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Þar segir, að sveitarstjórn sé heimilt að fengnu samþykki ráðherra að taka eignarnámi landssvæði (fast- eignir) innan sveitarfélagsins, ef skipulagsstjórn telur það nauðsyn- legt vegna fyrirsjáanlegrar og eðlilégrar þróunar sveitarfélagsins. Hér er ljóst, að víðtækt mat á þörfinni fyrir eignarnám er látið í hendur stjórnvalds. Og spurningin sem hér er uppi snýst um, hvort dómstól- um sé heimilt ^ð hnekkja mati stjórnvalda að því leyti, sem þeim hefur í lögum verið látið eftir að meta. Meðal lögfræðinga eru vel þekktar hefðbundnar skýringar á 60. gr. stjórnarskrárinnar um að dómendur skeri úr ágreiningi um embættis- takmörk yfirvalda. Er þar yfirleitt talið, að dómstólar mégi skera úr ágreiningi um lögmæti ákvarðana og athafna stjórnvalda, en að því er svokallað frjálst mat þeirra varðar, sé aðalreglan sú, að stjórn- valdsákvörðun byggð á slíku mati verði ekki haggað af dómstólum (sjá t.d. Ólaf Jóhannesson, Stjórnskipun Islands 2. útg., Rvík 1978, bls. 395-397). I raun og veru segir þessi afmörkun á valdmörkum dóm- stólanna afar lítið, því að vel má komast að mismunandi niðurstöð- um í einstöku tilfelli um, hvaða atriði varði lögmæti stjórnarathafnar og hvaða atriði séu háð frjálsu mati. Tökum dæmi af 21. gr. skipu- lagslaga nr. 19/1964. Þar er talið meðal lagaskilyrðanna fyrir eignar- námi, að lóðaskipting sé óhentug. Hugsum okkur, að borin væri undir dómstóla spurningin um, hvort þessu skilyrði hefði verið fullnægt í ákveðnu tilfelli. Ég tel ekki vafa leika á, að dómstóllinn geti tekið til endurskoðunar matið á því, hvort þessu skilyrði hafi verið full- nægt, þótt hann myndi áreiðanlega gera strangar kröfur til sönnunar á, að mat sveitarstjórnar hefði verið rangt. Og þá er spurningin: Hvort er dómstóllinn hér að athuga lögmæti stjórnarathafnar eða að endurskoða hið frjálsa mat stjórnvaldsins ? Þessari spurningu mætti svara á tvo vegu. I fyrsta lagi mætti segja: Meðal lagaskilyrðanna er, að lóðaskipting sé óhentug. Til þess að dómstóllinn geti farið með vald sitt til að meta, hvort lagaskilyrðum hefur verið fullnægt, verður hann að taka afstöðu til þess, hvort lóðarskiptingin sé hentug eða óhentug. Ef hann telur liggja fyrir, að hún sé alls ekki óhentug, þá hnekkir liann eignarnámsákvörðun á þeim grundvelli, að lagaskilyrði hafi ekki verið uppfyllt. I annan stað mætti rökstyðja úrskurðar- vald dómsins þannig: Til spurningarinnar um, hvort lóðaskipting er hentug eða óhentug í ákveðnu tilfelli hefur engin afstaða verið tekin í lögunum. Það er alfarið frjást mat stjórnvaldsins. Þetta frjálsa mat 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.