Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 43
almennar persónulegar upplýsingar. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt í stuttu máli að gera neina tæmandi úttekt á niðurstöðum könnunar- innar og vísast því til skýrslu frá 13. 2. 1981. Nokkur atriði má þó nefna. 36% aðspurðra telja að samskipti lögreglu og íbúa á heimastað séu góð, aðeins 5.6% telja þau slæm, 43.8% segja þau hvorki góð né slæm og 14.6% segjast ekki vita. Ef staðirnir eru athugaðir sérstaklega kemur í Ijós að Vestmannaeyjar eru með hagstæðasta hlutfallið. Tæplega helmingur að- spurðra þar segir að samskiptin séu góð og rúm 4% að þau séu slæm. Ungt fólk er líka mun svartsýnna og eins þeir sem meiri menntun hafa. Mun fleiri konur en karlar segjast ekki vita og er þetta gegnumgangandi í könnun þessari. Þá segja 44.8% að það eigi að auka löggæslu, 48.7% finnst hún hæfileg og 6.5% að draga eigi úr henni. Kostnaður við löggæslu var áætlaður ca. 33.000 g.kr. á hvern íbúa landsins. 21.2% fannst þetta of mikið, 29.4 hæfilegt, 22.1 fannst að hann mætti vera meiri og 27.3% vissu ekki. 46% taldi að lögbrotum myndi fækka ef löggæsla yrði aukin, en 35.5% taldi að svo myndi ekki verða, 18.5% vissu ekki. Þá var spurt hvað fólki fyndist að lögreglan ætti að leggja mesta áherslu á í starfsemi sinni í dag. Flestir, eða 38.5% nefndu að fyrirbyggja afbrot, 27.1% nefndu umferðareftirlit, 24.8% nefndu almenna aðstoð við almenning en miklum mun færri að vinna að lausn unglingavandamálsins (8.8%), eða að leysa afbrotamál (4%). Þá voru 47.6% sammála því að lögreglan handtæki fólk oftar en nauðsyn krefði. 49.6% voru sammála því að lögreglan notaði of mikinn tíma í smá- muni. 33.4% voru sammála því að lögreglan tæki ekki nógu mikið tillit til almennings þegar hann leitaði eftir aðstoð. 60.1% sögðu að lögreglan legði of litla áherslu á að líta eftir og stjórna umferðinni. 27.1% sögðu að lögreglan mismunaði fólki eftir tekjum og starfi. 61.9% sagði lögregluna eyða of litlum tíma almennt í eftirlit á götum úti. 29.3% sagði lögregluna sýna of mikla linkind í sambandi við afbrotamál. 8.7% fannst að lögreglan ætti að vera vopnuð. 27.1% voru sammála því að lögreglan berði fólk þegar aðrir sæju ekki til. 39.3% sögðu að lögreglan kynni ekki tökin á því að umgangast drukkið fólk. í öllum þessum spurningum kom yfirleitt fram greinilegur munur eftir aldri, búsetu, menntun og kyni. Yngri neikvæðari en þeir eldri, sömu- leiðis þeir sem meiri menntun hafa, karlar yfirleitt neikvæðari en konur og íbúar í S-Múlasýslu neikvæðari en íbúar hinna staðanna. Þá var spurt hvaða eiginleika fólk teldi vera mest áberandi í fari lögregl- unnar í dag. 45% nefndu vingjarnleika, 37 drambsemi, 36.1 tillitssemi, 22.7 heiðarleika, 22.7 dugnað, 16.1 ruddaskap, 10.5 ósvífni og 4.2% óheiðarleika. (Hér var hægt að krossa við fleiri en einn möguleika). Tæpur fjórðungur aðspurðra gat hugsað sér að starfa í lögreglunni, 66.8% ekki og 8.6 vissu ekki. Helstu ástæður sem fólk nefndi ef það vildi ekki starfa hjá lögreglu voru þær, að starfið væri ekki áhugavert eða þá að það væri erfitt og vanþakklátt. 93% fannst eðlilegt að kvenfólk stundaði almenn lög- gæslustörf. Flestir (68.6%) sögðust hvorki bera mikla né litla virðingu fyrir lögreglu, 10.8% sögðust bera litla eða alls enga, en 20.5% mikla eða mjög mikla. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.