Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 48
3. gr. Tveir af stjórn gerðardóms mynda meirihluta. Ef meirihiuti fæst ekki ræður atkvæði formanns. Ákvarðanir stjórnar eru endanlegar og verða ekki endur- skoðaðar af Verzlunarráðinu. 4. gr. Hafi málsaðilar ekki náð samkomulagi um fjölda gerðardómsmanna, skulu 3 tilnefndir. Hafi málsaðilar orðið ásáttir um að deilan skuli úrskurðuð af einum dómara, skal hann tilnefndur af stjórninni. í öðrum tilvikum tilnefna málsaðilar jafn- marga gerðardómsmenn hver, en stjórnin tilnefnir einn, sem verður formaður dómsins. Ef dómari, tilnefndur af málsaðila, deyr tilnefnir sami aðili annan í hans stað. Ef dómari, tilnefndur af málsaðila, dregur sig úr dómnum, er vikið frá vegna þess að hann uppfylli ekki skilyrði eða einhver lögmæt forföll eða vanhæfi koma í veg fyrir að hann geti framkvæmt skyldustörf sín á eðli- legan hátt, skal stjórnin tilnefna annan dómara eftir að hafa rætt málið við viðkomandi málsaðila. Ef málsaðili tilnefnir ekki dómara, gerir stjórnin það. 5. gr. Gerðarbeiðandi greiðir skrásetningargjald og skulu málsaðilar leggja fram tryggingu, hjá stjórninni, til greiðslu málskostnaðar áður en mál er tekið fyrir í dómi. Stjórnin getur ákveðið, að viðbótartrygging skuli sett á hvaða stigi máls sem er. 6. gr. Krafa um úrskurð gerðardóms skal vera skrifleg og afhendast skrifstofu Verzlunarráðs íslands. Kröfu um gerðardóm skal fylgja: a) Greiðsla á skrásetningargjaldi. b) Nöfn og heimilisföng málsaðila. c) Greinargerð, þar sem málsatvik eru greinilega rakin. d) Ótvíræð kröfugerð. e) Eftirrit af samkomulagi, sem krafan er byggð á. f) Skrifleg yfirlýsing frá málsaðilum, um að þeir sætti sig við gerðardóminn og skoði úrskurð hans bindandi og endanlegan, nema slík málsmeðferð sé bundin í samningi málsaðilanna, sem þá skal fylgja. g) Tilnefning gerðarbeiðanda á dómara. 7. gr. Stjórnin kannar hvort dómurinn hafi lögsögu í málinu og vísar því frá sér sé svo ekki. í því tilviki, að greinargerð sé runnin frá báðum málsaðilum sameiginlega, og í samræmi við samkomulag um gerðardóm, skal stjórnin tilnefna dómara án tafar. í öðrum tilvikum skal koma kröfunni á framfæri, án tafar, við gagnaðila með beiðni um svar, sem innihaldi: a) Skýlaust svar við kröfu gerðarbeiðanda. b) Tilnefningu gagnaðila á dómara. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.