Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 42
í réttarfari og aSrir, sem sérstaklega eru boðnir til þátttöku. Formaður hins nýstofnaða félags var kosinn Per Olof Ekelöf, en ritari Gammeltoft-Hansen. Aðrir stjórnarmenn eru Jo Hov, Stefán Már Stefánsson og Juoko Halila frá Finnlandi. Stefnt er að því, að félagið haldi fundi þriðja hvert ár. Stefán Már Stefánsson. VIÐHORF TIL LÖGREGLU Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi greinargerð um könnun á viðhorfum fólks til lögreglu í Reykjavík, Suður-Múlasýslu og Vestmannaeyjum, ásamt tíðni afbrota á þessum sömu stöðum. Er þar sagt frá nokkrum rannsóknarniðurstöðum: Störf lögreglunnar eru ekki mikið í sviðsljósinu í þjóðfélagi okkar í dag. Einna helst þó þegar um er að ræða einstök alvarleg afbrotamál. Af og til má líka lesa greinar eða heyra frásagnir um það sem miður fer, óþarfa hörku við handtökur og óbilgirni í samskiptum við ökumenn. Á hinn bóginn birtast svo öðru hverju bréf lesenda í dagblöðum þar sem lögreglan er lofuð fyrir lipurð og hjálpsemi. Eðlilega eru skoðanir skiptar, en varla getur slíkt talist marktækt mat á því hver viðhorf manna almennt eru til lögreglunnar og starf- semi hennar á landinu í dag. Markmiðið með þessari könnun er m.a. það að reyna að gera sér gleggri grein fyrir viðhorfum og samskiptum hins almenna manns við lögreglu. Segja má að lögreglan hafi þrjú meginhlutverk: hjálparhlutverk, eftirlits- hlutverk og rannsóknarhlutverk. Það er umdeilt, bæði innan lögreglunnar og utan hvað af þessum hlutverkum beri að leggja mesta áherslu á. Lögreglu er eins og öðrum stofnunum sniðinn stakkur hvað fjármagn varðar og það fer ekki síst eftir því hvert þessara hlutverka sætir forgangi. Það sem hins vegar er sameiginlegt öllum störfum lögreglunnar eru sam- skipti við annað fólk. í stuttu máli sagt, samskipti við alls konar fólk undir öllum hugsanlegum kringumstæðum. Það er því ekki lítils virði að reyna að gera sér einhverja grein fyrir þessum samskiptum, hvert er eðli þeirra, hver algengust og hvað hefur fólk um reynslu sína í þessum efnum að segja. Það heyrist oft að afbrot ýmis konar fari vaxandi. Hér á landi eru einungis mjög takmarkaðar tölfræðilegar upplýsingar fyrir hendi á þessu sviði og því erfitt að segja til um slíkt með nokkurri vissu. Það þótti ekki úr vegi í könnun þessari að athuga hvort fólk hefði orðið fyrir barðinu á þremur ,,al- gengustu" afbrotum: þjófnaði, skemmdarverkum og ofbeldi á s.l. 12 mánuð- um og í framhaldi af því hver voru viðbrögð fólks undir slíkum kringumstæðum. Úrtak var valið úr þjóðskrá frá Reykjavík, S-Múlasýslu og Vestmannaeyjum, 1100 manns á aldrinum 20—69 ára. 600 frá Reykjavík, en 250 frá hvorum hinna staðanna. Spurningalisti var sendur í pósti og alls bárust til baka 706 listar eða 64.2%, sem er gott miðað við slikar kannanir. Full nafnleynd var að sjálfsögðu í könnuninni. Spurningalistinn innihélt 44 spurningar, þar af voru 7 spurningar varðandi 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.