Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 42
í réttarfari og aSrir, sem sérstaklega eru boðnir til þátttöku. Formaður hins nýstofnaða félags var kosinn Per Olof Ekelöf, en ritari Gammeltoft-Hansen. Aðrir stjórnarmenn eru Jo Hov, Stefán Már Stefánsson og Juoko Halila frá Finnlandi. Stefnt er að því, að félagið haldi fundi þriðja hvert ár. Stefán Már Stefánsson. VIÐHORF TIL LÖGREGLU Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi greinargerð um könnun á viðhorfum fólks til lögreglu í Reykjavík, Suður-Múlasýslu og Vestmannaeyjum, ásamt tíðni afbrota á þessum sömu stöðum. Er þar sagt frá nokkrum rannsóknarniðurstöðum: Störf lögreglunnar eru ekki mikið í sviðsljósinu í þjóðfélagi okkar í dag. Einna helst þó þegar um er að ræða einstök alvarleg afbrotamál. Af og til má líka lesa greinar eða heyra frásagnir um það sem miður fer, óþarfa hörku við handtökur og óbilgirni í samskiptum við ökumenn. Á hinn bóginn birtast svo öðru hverju bréf lesenda í dagblöðum þar sem lögreglan er lofuð fyrir lipurð og hjálpsemi. Eðlilega eru skoðanir skiptar, en varla getur slíkt talist marktækt mat á því hver viðhorf manna almennt eru til lögreglunnar og starf- semi hennar á landinu í dag. Markmiðið með þessari könnun er m.a. það að reyna að gera sér gleggri grein fyrir viðhorfum og samskiptum hins almenna manns við lögreglu. Segja má að lögreglan hafi þrjú meginhlutverk: hjálparhlutverk, eftirlits- hlutverk og rannsóknarhlutverk. Það er umdeilt, bæði innan lögreglunnar og utan hvað af þessum hlutverkum beri að leggja mesta áherslu á. Lögreglu er eins og öðrum stofnunum sniðinn stakkur hvað fjármagn varðar og það fer ekki síst eftir því hvert þessara hlutverka sætir forgangi. Það sem hins vegar er sameiginlegt öllum störfum lögreglunnar eru sam- skipti við annað fólk. í stuttu máli sagt, samskipti við alls konar fólk undir öllum hugsanlegum kringumstæðum. Það er því ekki lítils virði að reyna að gera sér einhverja grein fyrir þessum samskiptum, hvert er eðli þeirra, hver algengust og hvað hefur fólk um reynslu sína í þessum efnum að segja. Það heyrist oft að afbrot ýmis konar fari vaxandi. Hér á landi eru einungis mjög takmarkaðar tölfræðilegar upplýsingar fyrir hendi á þessu sviði og því erfitt að segja til um slíkt með nokkurri vissu. Það þótti ekki úr vegi í könnun þessari að athuga hvort fólk hefði orðið fyrir barðinu á þremur ,,al- gengustu" afbrotum: þjófnaði, skemmdarverkum og ofbeldi á s.l. 12 mánuð- um og í framhaldi af því hver voru viðbrögð fólks undir slíkum kringumstæðum. Úrtak var valið úr þjóðskrá frá Reykjavík, S-Múlasýslu og Vestmannaeyjum, 1100 manns á aldrinum 20—69 ára. 600 frá Reykjavík, en 250 frá hvorum hinna staðanna. Spurningalisti var sendur í pósti og alls bárust til baka 706 listar eða 64.2%, sem er gott miðað við slikar kannanir. Full nafnleynd var að sjálfsögðu í könnuninni. Spurningalistinn innihélt 44 spurningar, þar af voru 7 spurningar varðandi 36

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.