Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 32
azt í að hnekkja mati stjórnvalds á teygjanlegum lagaskilyrðum. Einu má gilda hvort rétturinn taldi sig meta, hvort lagaskilyrði væru fyrir hendi, eða hvort hann taldi sig hafa eftirlit með meðferð stjórnvalda á matsatriðum. Ekki skal hér fullyrt um, hvort skoða megi dóma þessa sem stefnumarkandi um ný viðhorf í eftirliti dómstóla með stjórnvöldum. Sé svo, er ljóst, að þeir hafa ekki síður þýðingu á sviði eignarnámsákvarðana, þar sem telja má heimildir dómstóla rýmri á því sviði svo sem áður var greint. Fáum íslenzkum hæstaréttardómum er til að dreifa, þar sem tekið er á þessu atriði varðandi eignarnámsákvörðun. Einn vil ég þó nefna, sem e.t.v. skiptir máli, en það er hrd. 1959.217. Hér voru atvik þau, að végamálastj óri fór fram á, með vísan til laga nr. 61/1917 um fram- kvæmd eignarnáms (sem nú eru úr gildi fallin), að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta bætur fyrir eignarnám á landi til vegagerðar skv. 24. gr. þágildandi vegalaga. I þessu lagaákvæði var kveðið á um skyldu landeiganda til að láta af hendi land það, er þurfti undir vegi eða til breikkunar eða viðhalds vegum (sjá nú 59. gr. vegal. nr. 6/1977). Var í matsbeiðni tekið fram, að nauðsynlegt hafi reynzt vegna viðhalds Vesturlandsvegar við land Saltvíkur á Kjalarnesi að koma í veg fyrir að reistar væru girðingar eða aðrar hindranir á spildu þeirri, sem væri milli vegar og skurðar í landi Saltvíkur. Hafi vegamálastjóri því skv. heimild í 24. gr. vegalaganna ákveðið að taka spilduna eignarnámi. Eigandi Saltvíkur kom fyrir dómara og mótmælti því, að dóm- kvaðningin færi fram. Taldi hann, að hvorki lægi fyrir, að vegagerðin þyrfti landspilduna vegna breikkunar vegarins, né að breikkun væri fyrirhuguð. Girðing sú, sem um væri rætt í matsbeiðni, væri í um 4,25 til 6 metra fjarlægð frá veginum, en girðingar nágrannajarða væru aðeins í 1 metra fjarlægð frá veginum. Yrði ekki séð, að girðing Saltvíkurbúsins torvaldaði eða tálmaði viðhaldi vegarins. Grundvöll- ur fyrir eignarnámi væri því alls ekki fyrir hendi. Héraðsdómarinn taldi, að með 24. gr. vegalaganna hefði löggjafinn í eitt skipti fyrir öll heimilað stjórn vegamálanna að taka eignarnámi land, er hún teldi þurfa í því skyni sem þar væri fram tekið (m.a. til viðhalds vega). Úrskurðaði hann því, að umbeðin dómkvaðning skyldi fara fram. Hæstiréttur segir orðrétt: „Eigi eru efni til á þessu stigi málsins að skera úr um gildi eignai’námsheimildar varnaraðilja. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn kærða úrskurð að niðurstöðu til.“ Það er athyglisvert við þennan dóm, að Hæstiréttur sér ástæðu til 26

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.