Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 51
20. gr. Skrifstofa Verzlunarráðs Islands fer með fjárreiður gerðardóms og reikn- ingshald. 21. gr. Breytingar á reglugerð þessari öðlast því aðeins gildi að þær séu sam- þykktar með 2/3 atkvæða á tveimur fundum í stjórn Verzlunarráðs Islands, sem haldnir eru í röð, og sé það dagskráratriði tekið fram í fundarboði beggja funda. SAUTJÁNDA NÁMSSTEFNA UM BANDARÍSKA LÖGGJÖF OG ALÞJÓÐARÉTT Árleg námsstefna um bandarísk lög og alþjóðarétt (Academy of American and International Law) var haldin í sautjánda sinn í borginni Dallas í Texas daganna 1. júní til 11. júlí 1980. Þessar námsstefnur eru haldnar á vegum International and Comparative Law Center, sem hefur verið frá árinu 1963 ein af fimm aðaldeildum stofn- unar sem nefnist Southwestern Legal Foundation og rekur sögu sína allt til ársins 1947. Meginhlutverk deildarinnar er að efla samskipti lögfræðinga úr hinum ýmsu starfsstéttum, svo sem háskólakennara, dómara og lögmanna, auk forystu- manna á sviði viðskipta, bæði í Bandaríkjunum og í öðrum löndum. Námsstefnuhaldið fór fram í nýlegum aðalstöðvum stofnunarinnar á hinu glæsilega háskólasvæði í Dallas (University of Texas), en dvalist var í íburð- armiklum húsakynnum kvennaskóla (Hockaday Schooi) í fögru umhverfi einn- ar af útborgum Dallas. Þátttakendur að þessu sinni voru 59 frá 28 löndum, þar af 46 styrkþegar, og í þeirra hópi var undirritaður. Hundruð manna hvaðanæva að úr heiminum sækja um þátttöku ár hvert. Frá því námsstefnurnar hófust hafa sótt þær 863 fulltrúar frá 84 löndum. í þeim hópi hafa verið dómarar, diplómatar, lög- menn, prófessorar, blaðamenn, framkvæmdastjórar fyrirtækja og fjármála- menn, sem allir verða að hafa háskólagráðu og töluverða reynslu á hverju starfssviði. Viðfangsefni námsstefnunnar voru geysiviðamikil og fjölbreytileg. Meðal þess sem fjallað var um í fyrirlestrum og á umræðufundum má nefna: Réttindi til málflutnings við bandaríska dómstóla og störf lögmanna; félagsform í atvinnurekstri og réttarreglur þar að lútandi; réttarreglur um viðskipta- og neytendamál; stjórnskipun Bandaríkjanna; samningaréttur; umhverfisverndar- réttur; fjármálastjórn fyrirtækja; réttarreglur um hugverk og einkaleyfi; al- þjóðlegur viðskiptaréttur; yfirlit um bandarískt réttarfar, löggjafarstarf og stjórnsýslu; vinnumála- og félagsmálaréttur; haf- og hafsbotnsréttur; sveitar- stjórnarlöggjöf og stjórnsýsla sveitarfélaga; fjárfestingar einkaaðila erlendis — alþjóðaviðskipti árið 1980 — ýmis vandamál og hugsanlegar lausnir á þeim; alþjóðleg fjármálasamskipti; réttarreglur er varða alþjóðleg viðskipti og úr- 45

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.