Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Page 10
Greina ber á milli skattskyldu og framtalsskyldu. Þegar um ein- staklinga er að ræða, fer þetta tvennt oftast saman nú orðið, sjá 1. mgr. 91. gr. 1. nr. 75/1981. Framtalsskyldan hvílir á hverjum manni, sjá 2. mgr. 91. gr. 1. nr. 75/1981. Fjárhaldsmenn skulu telja fram fyrir þá, sem ekki eru fjárráða. Erfingjar skulu telja fram fyrir bú, sem er undir einkaskiptum. Skiptaráðendur og skiptaforstjórar skulu telja fram fyrir þrotabú, dánarbú og önnur bú, sem þeir hafa undir skiptum. Framtalsskyldan hvílir á stjórnum lögaðila, sjá nánar 91. gr. Einnig þai’f að greina á milli skattskyldu og greiðsluábyrgðar. Sá, sem er skattskyldur (gjaldandi), ber einnig ábyrgð á skattgreiðslum sínum, þ.á m. barn, sem skattskylt er vegna launatekna sinna (sjálfs- aflafjár). Þessi aðalregla um greiðsluábyrgðina kemur ekki beinlínis fram í 114. gr. 1. nr. 75/1981, sjá hins vegar 110. gr. og fleiri ákvæði laganna. 1 mörgum tilvikum er greiðsluábyrgðin víðtækari, þannig að aðrir en skattaðili bera jafnframt fulla ábyrgð (sjálfskuldarábyrgð) á greiðslu skattsins, sjá 113. gr. og 114. gr. 1. nr. 75/1981. Hjón bera þannig óskipta ábyrgð á greiðslu skatta, sem á þau eru lagðir, og má ganga að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja. Fjárhaldsmenn ólögráða manna bera sjálfskuldarábyrgð á skatt- greiðslum þeirra, sjá nánar 113. og 114. gr. varðandi önnur tilvik rýmkaðrar greiðsluábyrgðar. Framtalsskylda og greiðsluábyi-gð þurfa ekki að fara saman, sjá 91. gr. og 114. gr. varðandi þrotabú, dánarbú og önnur bú, sem skipt er opinberum skiptum. Ákvæði 4. mgr. 114. gr. á ekki við um þau. 1 því, sem hér fer á eftir, verður fyrst og fremst fjallað um skatt- skyldu samkvæmt 1. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sjá og 21. gr. 1. nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga. Gilda sömu reglur um útsvarsskyldu og um skattskyldu einstaklinga samkvæmt 1. nr. 75/1981. Útsvar er persónuskattur. Að baki tekjuskatti og eignarskatti einstaklinga liggur sú hugsun, að skatturinn sé miðaður við greiðslugetu hvers gjaldanda. Ef gjald- andi á jafnframt heimili og fjölskyldu, ræðst greiðslugeta hans ekki einungis af tekjum og gjöldum hans sjálfs, heldur einnig af tekjum og gjöldum maka hans og barna, sem eru á framfæri hjónanna (sam- búðarfólks). Lögin taka í ýmsum efnum tillit til þessa og miða skatt- gjald í reynd við tekjur og gjöld fjölskyldunnar í heild. Má hér nefna samsköttunarreglur 63., 65. og 81. gr., millifæranlegan persónuafslátt skv. 68. gr., barnabætur skv. 69. gr. og millifæranlegan frádrátt skv. 2. mgr. 63. gr. 1. nr. 75/1981. Þegar fáir einstaklingar reka starf- semi saman og hafa sameiginlegt reikningshald fyrir starfsemina, 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.