Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Page 16
b) 1 2.-8. tl. 3. gr. er kveðið á um rýmkun skattskyldu vegna hvers konar launagreiðslna, þóknana, ágóða, leigugjalds eða arðs, er stafa frá aðilum á Islandi og renna til aðila, sem hvorki eru heimilisfastir né þurfa að hafa dvalizt hér á landi. Skattskyldan er býggð á tengsl- um tekna við ríkið eða við aðila innan þess. c) Samkvæmt 9. tl. 3. gr. verða allir menn, hvar sem þeir eru bú- settir eða dveljast, að greiða eignarskatt af eignum, sem þeir eiga hér á landi, ef þær gefa af sér skattskyldar tekjur skv. 4.-8. tl. (fast- eignir, skip, einkaleyfi, höfundaréttur, hlutafjáreign, hlutareign í fyr- irtæki). Ef þessir menn eiga hér eignir, sem gefa ekki af sér skatt- skyldar tekjur, þurfa þeir ekki að greiða eignarskatt. d) Þeir menn, sem um ræðir í 3. gr. 1. nr. 75/1981, skulu greiða útsvai- til þess sveitarfélags, þar sem þeir öfluðu mestra tekna sinna á tekjuárinu, sjá 21. gr. og 3. mgr. 22. gr. 1. nr. 73/1980. Ákvæði 26. gr. 1. nr. 73/1980 um lækkun útsvars taka ekki til þeirra manna, sem um ræðir í 2.-8. tl. 3. gr. 1. nr. 75/1981, sjá 6. mgr. 26. gr. 1. nr. 73/- 1980. Um þá menn, sem 1. tl. 3. gr. 1. nr. 75/1981 tekur til, gildir á- kvæði 5. mgr. 26. gr. 1. nr. 73/1980 um lækkun útsvars miðað við hlut- fallslegan dvalartíma hér á landi. 3) Næst skal farið nokkrum orðum um 2.-8. tl. 3. gr. 1. nr. 75/1981. a) Skattskylda skv. 2. tl. 3. gr. nær til allra þeirra, sem njóta frá íslenzkum aðilum launa fyrir störf, þar með talin stjórnar-, endur- skoðenda- eða nefndarstörf, svo og til eftirlauna, biðlauna, lífeyris, styrkja eða hliðstæðra greiðslna, er stafa frá íslenzkum aðilum, tengd- um Islandi beint eða óbeint, hvort sem um er að ræða ríkissjóð, sveit- arsjóð, aðra opinbera sjóði eða stofnanir, lífeyrissjóði, vátryggingar- félög eða einstaklinga. Undir ákvæðið falla m.a. styrkir til námsmanna og listamanna, sem heimilisfastir eru erlendis. Ef maður, sem kominn er á eftirlaun eða farinn að taka lífeyri, kýs að búa erlendis og flytur þangað lögheimili sitt, verður hann samkvæmt þessu að greiða skatt af tekjum, sem hann hefur héðan. Að sjálfsögðu getur skattskyldan skerzt eða fallið niður vegna ákvæða tvísköttunarsamninga. Ekki eru umboðslaun til erlendra aðila sérstaklega nefnd í ákvæðinu. Hefði þó verið full ástæða til, þar sem skýrt var tekið fram í 3. gr. A. 5 rgj. nr. 245/1963, að slík umboðslaun væru skattfrjáls. Ákvæði þetta þótti hæpið í tíð eldri skattalaga, en eftir því mun þó hafa verið farið í framkvæmd. Réglugerðarákvæðið fær ekki staðizt nú, þar sem tekj- ur eru nægilega rúmt skilgreindar í 2. tl. 3. gr., til þess að umboðs- laun falli undir þær. Hins vegar komast ekki undir ákvæði þetta vext- ir, sem menn búsettir erlendis fá héðan vegna innstæðna í bönkum 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.