Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Qupperneq 17
eða annars. 1 3. mgr. 3. gr. rgj. nr. 245/1963 segir, að menn heimilis- fastir erlendis verði ekki skattskyldir af vaxtatekjum, sem þeir hafa af innstæðum í lánastofnunum hér á landi eða af inneignum hjá inn- lendum fyrirtækjum, ríkisskuldabréfum, bankavaxtabréfum eða öðr- um skuldabréfum, nema þessar eignir séu bundnar við atvinnurekst- ur. Enginn annar liður í 3. gr. laganna tekur til vaxtatekna, og má því ætla, að réglugerðarákvæðið gildi enn þá. Ákvæði 3. gr. eru tæm- andi um skattskyldar tekjur aðila, er bera takmarkaða skattskyldu. Verður því ekki dregin sú ályktun af 8. gr., sbr. 3. tl. C-liðs 7. gr. 1. nr. 75/1981, að vextir séu skattskyldir hjá þessum aðilum. b) Þeir aðilar, sem falla undir 3. tl. 3. gr., mundu að jafnaði einnig komast undir 4. tl. greinarinnar. Að því leyti sem erlendur aðili telst ekki reka fasta starfsstöð hér á landi, taka þátt í rekstri hennar eða njóta ágóða af henni, tryggir 3. tl., að hvers konar greiðslur fyrir sjálf- stæða starfsemi eða þjónustu hér á landi verði skattskyldar, t.d. tekj- ur af skemmtikröftum, sem koma á eigin vegum eða eru sendir hing- að til lands af erlendum aðilum, sbr. 2. tl. 71. gr. 1. nr. 75/1981. c) Samkvæmt 5. tl. 3. gr. eru skattskyldar tekjur af fasteignum og fasteignaréttindum hér á landi, t.d. leigutekjur og tekjur af náma- réttindum, vatnsréttindum, jarðvannaréttindum og veiðirétti. 1 1. nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, segir í 1. gr., að eng- inn einstaklingur megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi, nema hann sé íslenzkur ríkisborgari. Ákvæðið tekur til hvers konar afnotaréttar yfir fasteignum, þar á meðal veiðiréttar og vatnsréttinda, sbr. 3. mgr. 1. gr. Með þessu er verulega takmarkaður fjöldi þeirra manna, búsettra erlendis, sem geta orðið skattskyldir hér á landi vegna tekna af fasteignum. Að sjálfsögðu mega íslenzkir ríkisborgarar, búsettir erlendis, eiga fasteignir á Islandi eða réttindi yfir fasteign. Ber þeim þá að greiða skatt af þeim eftir reglum 3. gr. 1. 75/1981, enda teljist þeir ekki heimilisfastir hér á landi skv. 10. gr. 1. 35/1960. En ákvæðið í 1. gr. 1. 19/1966 er undanþægt. Ráðherra get- ur veitt erlendum manni leyfi til að eignast hér fasteign, ef ástæða þykir til, sbr. 2. mgr. 1. gr. Ekki mun hafa kveðið mikið að því, að slík leyfi væru veitt, og með hliðsjón af erlendri reynslu af fasteigna- kaupum útlendinga má búast við, að ráðherraleyfi til fasteignakaupa hérlendis verði ekki auðfengin. Leyfi ráðherra þarf ekki til leigu á fasteign eða fasteignaréttindum um þriggja ára tímabil eða ef upp- sögn er áskilin með eigi lengri en árs fyrirvara, sjá 2. mgr. 1. gr. Fyr- ir kemur, að erlendir menn taka á leigu veiðiréttindi hér á landi og selja veiðileyfi. Tekjur af slíkri framleigu falla ekki undir 5. tl. 3. gr. 11

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.