Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Side 25
ur ríki eða af öðrum ástæðum, sbr. 2. mgr. 64. gr. Það hjóna, sem skattskylt er að fullu hér á landi, skal þá skattlagt sem einstaklingur. Nánari ákvæði um ákvörðun teknanna eru í 2. mgr. 64. gr. Ekkert sambærilegt ákvæði er um takmarkaða eignarskattskyldu hjóna, enda skal miða eignarskatt við eignarskattsstofn í árslok, sbr. 79. gr. laganna. 5) Framtalsskylda einstaklinga helzt að mestu í hendur við skatt- skylduna, sbr. 91. gr. 1. nr. 75/1981. Ekki er sérstaklega vikið að hjón- um í ákvæðinu. Hjón eru bæði framtalsskyld og skulu undirrita skatt- framtal. 1 framkvæmd er hjónum sent sameiginlegt framtalseyðublað, þar sem framtalsreitum er skipað í samræmi við reglur laganna um skattstofna í 68. og 81. gr. Hvorugt hjóna getur að fullu annazt fram- tal hins í umboði þess eða tekið ábyrgð á því, sbr. þó 4. mgr. 91. gr. Hjón eru hvort um sig ábyrg fyrir framtali launatekna sinna, en sam- eiginléga eru þau ábyrg fyrir framtali annarra tekna svo og eigna. Undirritun annars hjóna er hvorki fullnægjandi né bindandi fyrir hitt. 1 framkvæmd er framtal raunar lagt til grundvallar, þótt það sé að- eins undirritað af öðru hjóna. Við kærumeðferð er reglunni um undir- skrift beggja hjóna hins vegar fylgt eftir. Vanti þá undirskrift ann- ars, er t.d. allur eignarskattsstofn hjónanna áætlaður. Hafi hjón ekki skilað framtali sínu, verður að áætla tekjur og eignir þeirra beggja. Það stoðar ekki annað hjóna að bera fyrir sig vanrækslu hins. Makan- um bar að útvega sér framtalseyðublað og telja fram sérstaklega, ef hann vildi firra sig viðurlögum. 6) Tekjuskattsstofn hjóna er ákvarðaður með þrennu móti í 63. gr. 1. nr. 75/1981, eftir því hvort um er að ræða: (1) launatekjur og aðr- ar tekjur skv. A-lið 7. gr. (hrein sérsköttun), (2) eignatekjur (sam- sköttun hjá því hjóna, sem hærri hefur hreinar tekjur skv. A-lið 7. gr.), sbr. og 1. mgr. 65. gr. um tekjur barna, eða (3) atvinnurekstrar- tekjur (samsköttun hjá því hjóna, er stendur fyrir rekstrinum). a) Launatekjur og aðrar tekjur skv. A-lið 7. gr. ber hvoru hjóna um sig að telja fram, og eru hjónin skattlögð sitt í hvoru lagi. Frá þess- um tekjum skal draga tilteknar tekjur, hlunnindi og kostnað sam- kvæmt A- og C-liðum 1. mgr. 30. gr., áður en álagning fer fram, en það eru frádráttarliðir tengdir launatekjum og öðrum tekjum skv. A- lið 7. gr., þ.e. skyldusparnaður manns á aldrinum 16-25 ára, ferða- kostnaður, útgjöld vegna móttekins risnufjár og ökutækjastyrkja, til- tekin hlunnindi, þegar sérstaklega stendur á (fæði, fatnaður, húsnæði o.fl.), kostnaður vegna handverkfæra, skattfrjálsar tekjur, sbr. 5. og 7. tl. A-liðs 1. mgr. 30. gr., helmingur greiddra barnsmeðlaga, sjó- 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.