Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 4
FYRIR 10 ÁRUM Eftir Þóru Vigfúsdóttur Einn ai áskrifendum Melkorku spurði mig einu sinni: Hvernig datt ykkur annars sú vitleysa í liug að fara að gefa út tímarit fyrir konur. Ég hef alltaf sagt það, bjartsýni ykkar eru engin takmtirk sett. Mér fannst spurningin borin fram af þó nokkru yfirlæti svo ég leiddi hjá mér að svara henni, en hugsaði um leið, og hef oft hugsað um það síðan, að það gæti sannarlega verið fróðlegt að rifja upp hvað íslenzkum konum hefur „dottið í hug“ á umliðnum ár- um ogöldum. T. d. livers vegna datt tveimur mæðgum í hug austur á Seyðisfirði rétt fyrir aldamót, eða nánar tiltekið 1894. að fara að gefa út kvennablað, fyrsta kvennablaðið á Is- landi? Og hvers vegna datt Bríeti Bjarnliéð- insdóttur í hug að fara að gefa út Kvenna- b!að íitt. og halda því áfram af eigin ramleik í 25 ár? Hvers vegna datt konum á íslandi fyrst í hug, nokkru fyrir aldamót, að hefja með eldmóði ljaráttu fyrir innlendum há- skóla? Öllum þessum spurningum og ótal fleirum af líku tagi munu komandi tímar svara á fullnægjandi hátt. Þáttur konunnar í menningarbaráttu þjóðarinnar er að mestu óskrifað Itlað enn sem komið er. í sambandi við 10 ára afmæli Melkorku er ekki úr vegi að reyna nú að svara ofan- greindri spurningu, því aðrir af lesendum Idaðsins hafa ef til vill gaman af að heyra til- drögin að þessari „vitleysu“. Ef við bregðum okkur tíu ár aftur í tíin- ann og reynum að festa í minni hvernig and- rúmsloftið var á íslandi 1944 á „ári aldanna" þegar öll íslenzka þjóðin gekk einhuga að kjörboiðinu til að endurreisa með atkvæða- greiðslu stofnun lýðveldis á Islandi — er eins og að hverfa inn í sólskinsbjartan heim frá þeim kalda stríðs eitraða stríðsbrjálaða heimi sem við lifum í nú í dag, að ógleymdum vetnissprengju helskuggum þeim sem mann- kynið horfist í augu við. Við sem lifðum þetta ár munum aldrei gleyma þeim vorhug sem gagntók þjóðina um allt land. Þessum tilfinningum hennar hefur verið líkt við straumhart fljót í vor- leysingum, sem braut í fögnuði síðasta klaka- band erlends valds. Og þó styrjöldinni héldi reyndar áfram voru endalok hennar fyrirsjá- anleg. Vald nazismans var molað og úr rúst- um skelfinga og ógna mundi ný veröld rísa, betri og fegurri en sú sem styrjaldarbrjálæð- ið lagði í rúst. Hefði einhver á þessu ári minnst á 99 ára herstöðvar í Hvalfirði til handa erlendu stórveldi, Keflavíkursamning við sama herveldi næsta ár, Atlanzhafsbanda- lag og nýtt hernám, hefði slíkt látið í eyr- um þjóðarinnar sem óráðshjal dauðvona eða drukkins manns. Við munum öll stóru orðin og ræðurnar frá jiessum tíma. Og ekki var konunum gleymt. Nú skyldu þær skipa veg- legri sess en nokkru sinni fyrr við hlið karl- mannsins í hinu endurreista lýðveldi og verkefnin voru óþrjótandi sem einnig biðu þeirra á nýsköpunartímabili því sem í hönd fór. Það var í þessu andrúmslofti að konunum, þessum „þegnum þagnarinnar" undanfar- inna alda „datt í hug“ að hefja útgáfu á tíma- riti til að hvetja konur að láta þjóðmál meira til sín taka, málgagni sem flytti grein- ar af baráttu kynsystra okkar annars staðar í heiminum, í einu orði menningarrit sem væri konum íslenzka lýðveldisins samboðið. 32 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.