Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 7
Læknirinn lýkur grein sinni með þessum orðum: „Konur góðar, finnst ykkur ekki tími til kominn, að gera hreint á þjóðarheimilinu og bæta heimilisbraginn, einmitt í sambandi við endurheimt fullveldis landsins? Viljið þið ekki lofa alfrjálsu íslandi að njóta góðs af stjórnsemi ykkar, iðjusemi, hirðusemi, hagsýni, nýtni og útsjónarsemi. Viljið þið ekki taka saman höndum við karlmennina og vinna að því sem jafningjar þeirra og góðir félagar, að gcra fegursta land heimsins að því far- sælasta, bað verður kaunski dálftið erfitt, en með góðum vilja og aðstoð sósfalismans er það vel kleift.“ Við höldum áfram að blaða í Melorku. Aðalbjörg Sigurðardóttir á þarna grein er hún nefnir „Breytt viðhor£“ og ræðir ttm á- byrgðina á uppeldi æskulýðsins: „Hvert harn sem þjóðfélaginu fæðist á lieimtingu á því hverjir svo sem foreldrar þess' eru, að fá að njóta þess uppeldis að hæfileikar þess fái notið sín. Til þcss má þjóðfélagið ekkert spara. En þetta hefur í för með sér að ckki er hægt að láta staðar numið við skólagöngu barna frá 7—14 ára. Barnið þarf skóla áður en það er 7 ára og námi þess getur á engan hátt verið lokið við 14 ára ald- Urinn. Næstu ár þar á eftir ættu einmitt eingöngu að vera helguð einhverju námi og ekki vera reiknað með að unglingurinn fari að vinna fyrir sér fyrr en f fyrsta lagi við 16 ára aldur. Hér bíða því hins íslenzka þjóðfé- 'ags óleyst verkefni, sem mikið veltur á hvernig til tekst nicð. I>að er ekki hægt að láta það afskiptalaust, hvers- Ivonar a'ska það verður, sem erfir þetta land, og þar ber- úm við sem vaxin erum alla ábyrgðina." „ Herdís Jakobsdóttir, fyrrv. form. Sam- bands sunnlenzkra kvenna skrifar grein er hún nefnir „Kvenfélögin og menningarbar- átta þjóðarinnar". Greininni lýkur meðþess- ttm orðum: „Að síðustu vil ég segja við allar fslenzkar konur: hyftum þjóðfána vorum háttl Vér berum ábyrgð á fram- t‘ð þjóðarinnar til jafns við nienn vora, bræður, syni. 'ttegi komandi kynslóðir ætíð hafa ástæðu til að minn- ast þes með virðingu, hvc einhuga íslenzka þjóðin stóð íl þessum miklu tímamótum, sem nú eru að nálgast. Megi svo verða, að þeim mun stærri flóðalda menningar gangi ytir þjóðlíf vort nú en 1874, sem meiri er munurinn á -trelsisskránni" þá og því marki, sem nú verður náð: ís- la»d sjálfstætt lýðveldi." Dýrleif Árnadóttir á grein er hún nefnir »Hver verður réttarstaða konunnar í ís- Hnzka lýðveldinu.“ Þar segir meðal annars: ^elkorka „I>ó íslenzka þjóðin eigi ekki lönd að verja í sama skilningi og þjóöir, sem í stríði standa, þá reynir meir en nú á j>að, hvers lnin megnar, hvort sjálfstæði verður henni að falli eða leiðir hana til gæfu og gengis. Hún á varalið, sem er konan, fús til að ganga út í barátturia fyrir fegra og betra íslandi, nýrri gullöld frelsis og frama, sé henni aðeins gert Jrað kleift. Megi íslenzka lýðveldinu takast að leysa j>essa þraut og vcita konunni fullkomið jafnrétti við karlmanninn, þá mun okkar kæra land verða bezta land í heimi." Svafa Þórleifsdóttir skrifar stutta og kjarn- yrta grein er hún nefnir: „Fyrr og nú“: „Konurnar sjálfar þurfa að vakna. Þær þurfa að fyll- ast heilögum anda og eldi til þess að hrista af sér erfða- mók vanans. Þær mega ekki lengur draga sig í hlé þótt heimilisylurinn sé notalegur. Vér lifum á tímum, þar sem hið gamla hrynur örar en nokkru sinni fyrr, síðan sögur hófust. Framrás nýja tímans getum vér eigi lieft með því að reyna ;tð standa kyrrir, eða syngja gamla tímanum lof og dýrð og fordæma hinn nýja. Hið gamla fellur samt sein áður og hið nýja kernur í einhverri mynd. En eitt aðalskilyrði fyrir þvf að nýi tíminn verði góður og heillaríkur er, að konan, móðirin, verði vfðsýn, frjáls og framsækin, að hún þekki sinn vitjunartfma og beiti viti sínu og vilja til heillarfkra áhrifa á öllum svið- um ]>jóðlffsins. l>á fyrst rætist það, er skáldið kvað, að konan verði „lands og lýða, ljós í þúsund ár“. Þáverandi formaður Kvenréttindafélags íslands Laufey Valdimarsdóttir skrifar ýtar- lega grein um Kvenréttindafélagið og stofn- un þess, senr er mjög fróðleg og heimildarík; hún rekur þar tildrögin að stofnun félagsins, stefnu þess og starf, — og rekur starf móður sinnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í þágu kvenréttinda all ítarlega og segir meðal ann- ars: „ .... en er Framsókn hætti að koma út og Kvenna- blaðið var eina málgagn islenzkra kvenna, ákvað móðir mín að gera Kvcnnablaðið að kvenréttindablaði og var j>að jafnan bezta vopnið, sem Kvenréttindafélag íslands hafði fyrir sig að bera." Þótt margt fleira megi draga fram af efni Melkorku í þessu fyrsta hefti lýðveldisársins, skal hér staðar numið. En framangreindar tilvitnanir gefa nokkra hugmynd um hvern- ig blaðið fór á stað, stel'nu þess og tilgang. Því var haldið þá fram af ýrrisum, og er gert 35

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.