Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 14
(-----------------------------------------N S T A K A Eftir Theodórn Thoroddsen Það d svo tnargur tnaður bágt mig hefur utidrað líðum hvað þeir gdtu grdtið Uígt i gaddi og huldahriðum. V_________________________________________y ar þeirra Jón Baldvinsson, sem síðar varð kunnur stjórnmálamaður, en iiinn var Ein- ar Sigurðsson frá Seli. Auk þeirra var einn lærlingur. Uppi á prentsmiðjuloftinu, sem oft var kallað Glymjandi, varð nokkurskon- ar latínuskóii. Þar lásu, auk bræðra minna, Jakob Smári og Sigurður Sigurðsson, síðar sýslumaður Skagfirðinga. Heimiliskennari var öll þau ár sem við vorum á Bessastöðum, og var það alltaf einhver duglegur latínu- skólapiltur. Þegar í upphafi var gestkvæmt og aflað- værð mikil á Bessastaðaheimilinu, en eins og nærri má geta dró ekk úr því við komu foreldra minna. Hvorugt voru þau hneigð fyrir búsýslu, en þá hlið önnuðust þau enn sem fyrr Guð- björg fóstra okkar og Gunnar Sigurðsson, auk fjölda vinnuhjúa. Faðir minn var stopull við heimilið. Hann rak enn um nokkurt áraltil verzlun á ísafirði og um þingtímann dvaldizt hann að mestu í Reykjavík. Ritstjóri Þjóðviljans var hann frá 1887 til æviloka. Heima á Bessastöðum sat liann löngum inni á skrifstofu sinni og oft. sat móðir nrín þar hjá honurn. Sjaldan held ég að hann hafi látið blaðagrein eða annað af því tagi frá sér fara, svo að hún hafi ekki fylgzt nreð gangi málanna. Foreldrar mínir voru að mörgu leyti kynlegar andstæður að eðlisfari, en áttu þó svo óvenju vel saman, h'klega fyrst og fremst vegna þess, að hugur þeirra stefndi að sama marki, að tímanlegri farsæld og menningarþroska í landinu, sem einungis gat dafnað hjá jrjóð, sem var frjáls og óháð erlendu valdi. Á stjórnmálasviðinu var fað- ir minn einbeittur og gat verið harður í horn að taka, en í daglegu lífi voru þau bæði mannvinir, sem máttu ekkert aumt sjá. Þá var lians megin hlýjan og mildin, en hennar eðli var að ganga rösklega að verki með að rétta hjálparhönd, enda hafði hún þar frjáls- ar hendur. Hér er eitt lítið dæmi um hjálpsemi henn- ar: Móðir mín var eitt sinn stödd niður við höfnina. Þar var skip að fara í strandferð og stóð þar veikluleg og illa klædd kona með börn sín og farangur. Einhvernveginn fær móðir mín vitneskju um, að það eigi að flytja konu Jressa sveitarflutningi. Það var kalt í veðri, og móðir mín gerir sér lítið fyr- ir, tekur af sér hlýja og góða sjalið sitt og vefur utan um konuna. Svo kom hún heim með mun lélegri flík, sem hún hafði fengið í næstu búð handa sjálfri sér. Á Bessastöðum voru rnenn árrisulir. Þar var unnið af kappi að hverju sem var, bú- sýslu, heimilisstörfum, lestri, ritstörfum. prentiðn o. s. frv. Þó að mamma tæki ekki mikinn Jrátt í Idú- sýslunni, iiafði hún nóg að gera við að sinna gestum, innlendum og erlendum, og við að vaka yfir velferð barnanna og heimilisins á ýmsa vegu, en þegar pabbi kvaddi hana til aðstoðar og samfylgdar við sig, þá yfirgaf hún allt annað á augabragði og fylgdi hon- um hvert sem vera skyldi. Eins og nærri má geta var oft glatt á hjalla þar sem var saman komið svo margt fólk í blóma aldurs síns, og alltaf bættist við álit- legur hópur gesta og gangandi. Stundum var slegið upp dansi í forstofunni, en annars skemmtu menn sér við tafl og spil. Sérstak- lega var teflt mylla, refskák og kotra. Síðast en ekki síz.t var til skemmtunar allskonar fróðleikur, sögur, söngur, ljóðalestur og kveðist á og látið fjúka í kviðlingum, því að bæði voru menn lieima fyrir, sem gátu látið til sín taka í þeim efnum og nrargir þeirra 42 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.