Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 34

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 34
S K O G A R Eftir Drifu Viðar Það var á hverju vori, að húsmæðurnar í Borgardal fóru norður í skóg og fengu sér þar trjáplöntur sem þær gróðursettu í afgirt- um reitum hjá túnunum og ætlunin var að koma sér upp skógi allt í kringum sig smátt og smátt. Þær tóku sig upp frá búverkunum einn góðan veðurdag, söðluðu fákana og fóru í hóp um þjóðveginn þar sem hann rennur norðureftir. Jörð var ekki ígróðra, héla lá á túnum þegar þær riðu af stað um morgun- inn að mjöltum loknuin. Dalurinn flóði í morgunsólinni og starfið var löngu byrjað innan hæðanna, liundgá og hestatraðk fyllti dalinn og liélan vék fyrr morgunsólinni. um dagmál var hún orðin að vatni. Þar ríða hús- mæður Borgardalsins, var sagt á bæjum í næstu sveit og eru að fara á skóg. Ekki hleypa þær. F.instöku sinnum bættist við hópinn þegar hann reið framhjá bæ og var þá heilsast með kossi á hestbaki eða giensyrðum og hlátri eins og oft. verður þegar vinkonur mætast. Einhverntíma verða melarnir hérna skógi vaxnir, sagði Jófríður á Reykjum. Og öllum varð litið til melanna sem glömpuðu berir, gróðursnauðir við sólinni. Sonur minn á að kvænast stúlku sem tekur við af mér, sagði hún. Ég vil að skógræktin haldi áfram. Þær fóru um dalinn þar til sást á lágvaxna birkirunna hér og hvar og var þá ekki ýkja- langt í skóginn. Svo þéttist kjarrið og varð að lágvöxnum kræklóttum skógi sem höfuð kvennanna bar yfir þar sem þær riðu um. Mikið hefur þetta kjarr barizt við storm og él, sagði Herdís í Nesi. Jófríður: Það verður gaman eftir 50 ár þegar skógurinn lykst um dalinn. Það er hvorttveggja í senn gagnlegt og fallegt, stöðv- ar uppblásturinn og hlífir gegn vindi. Eftir 1000 ár verður ágætt, sagði Herdís. Þá verð ég 1025 ára og kölluð Herdís hin gamla eða Skógar-Herdís. Nú barst á móti jreim ilmur af brenndu hrísi, því þær nálguðust bæinn að Skógum. Mikið rétt, kom ekki húsið í ljós og rauk úr reykháfinum, en reykinn lagði um nágrenn- ið. Það var um nónbilið og húsfreyjan var í vorhreingerningunum þegar hún sá hópinn koma. Á dauða mínum átti ég von en ekki ykkur, hrópaði hún til þeirra og skellti á lær sér, og veriði allar velkomnar. Og kyssti þær allar. Við komum þá í vorhreingerningamar hjá þér, sögðu þær, það var líka alltaf ætlun- in að trufla þig. Ekki verður ykkur að þeirri óskinni, sagði liúsfreyja, því enginn truflar mig. Vorlirein- gemingin bíður, aldrei hleypur hún burt frá mér, það er kerling sem ég ræð yfir og fáið ykkur sæti jiar sem sæti er að finna, verst hvað allt er í drasli, en ég verð önga stund að kippa í lag. Ussusussu, ekki kippa í lag fyrir okkur, malda jrær í móinn. Við ætlum hvortsemer bara að vera úti. Það er ætlunin að ræna þig trjáplöntum eins og fyrra árið. Þær fengu strax leyfi hjá bónda til að stinga upp plöntur. Takiði helvítis nýgræðinginn úr túnjaðr- inum áður en hann étur upp fyrir mér allt túnið, kallaði bóndi á eftir þeim þar sem þær hlupu með glensi og hlátri útfyrir tún og tóku að murka upp plöntur. Þær eru svo ósköp litlar, sagði Herdís. 62 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.