Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 6
tóku nokkur blöð, komu fljótt aftur og 'sögðu að enginn vildi kaupa Mélkorku. Þetta var ekki beint uppörvandi. En upp úr hádeginu og þegar leið á daginn fór að koma skriður á söluna. Ungar stúlkur komu sem sjálfboðaliðar og buðust til að selja. „Kröfu- ganga verkalýðsins hefur aldrei verið glæsi- legri en í dag — rauðar slaufur, Melkorku- stúlkur og sólskinið setur svip á bæinn,“ — sagði einn herramaður sem leit inn og meira að segja fyrir kvöld var Melkorka búin að fá tvö nafnlaus Ijóðabréf. í öðru var þessi vísa: Allar vilja þær frelsi fá og fjötra slíta til að hvíslast eins og andinn — eða dropinn hverfa í sandinn. Þá vissi maður það! Hitt bréfið var nokk- urs konar grátur Jakobs yfir Rakel: Hvcrju mundi Melkorka mega í framtíð áorka: Fyrir kattarnef köllum koma úr jarðvist öllum. Petrína Jakobson skrifar um „sömu laun fyrir sömu vinnu“, giein sem meðal annars hefur átt sinn þátt í að vekja konur til þeirr- ar baráttu sem þær standa í í dag fyrir launa- jafnrétti. Þá kemur Kat.rin Thoroddsen læknir með grein er hún nefnir Áróður og ofnæmi. Hún ræðir þar á skemmtilegan og læknisfræðileg- an hátt ofnæmi og ótta við ýmsa hluti, eins og hræðslu margra kvenna t .d. við sósíal- isma og telur það til liinna undarlegu fyrir- brigða, „að konur óttist þá stjórnmálastefnu, er að því miðar að tryggja þeim fullt jafn- rétti, fjárhagslegt frelsi, félagslegt öryggi og óteljandi þroskaleiðir." Síðan segir hún: „Nú hef ég aldrei verið hrædd við sósíalisraa og get því ekki grcint frá eigin reynslu á því sviði. En ein hræðslan er annarri lík og ég hef verið myrkfælin, en afstaða margra kvenna til sósíalismans og stjórnmála yfirleitt er afar áþekk viðhorfi myrkhrædds barns til dimmra fjár- húsdyra, sem það annað livort hendist framhjá í hræðslu- oflioði eða leggur langa lykkju á leið sína til að forðast." Samlmð og ástands yndi allt mun það iiverfa í skyndi. Galtarárgreiðsla lokka mun gleymast með kvenlegum þokka. Að náttúru allri auðri og ástinni löngu dauðri fær Melkorka málhvíld aftur því mannsrifið var hennar kraftur. Þótt okkur væri Ijóst, að þjóðskáldin væru ekki Jiér á ferðinni, fannst okkur mikið til um ljóðabréfin og fannst þau tákn þess að blaðið vekti eftirtekt. Um kvöldið sýndi það sig að þó dálítið af „ . .. afstaða margra kvenna til sósialismans er afar áþekk viðhorfi myrkhrœdds barns til dimmra fjárhússdyra<< — (Katrín Thoroddsen). Sól er á loft komin upplaginu væri óselt, hafði lalaðið Irorið sig og hægt var að greiða allar skuldir. Og strax var ákveðið að annað liefti skyldi koma út með haustinu. En ltvað bar svo jretta fyrsta tímarit ís- len/.kra kvenna fyrir brjósti og hvaða konur komu jaarna fram á ritvöllinn? Eins og áður er sagt hófst ritstjóragrein Rannveigar með ávarpsorðum J:>eim sem ég gat um áðan. Á öðrum stað í blaðinu ritar hún um „Heimilisstörf og hagfræði“, stór- merka grein sem ætti að lesast af öllum kon- um í dag eins og fyrir 10 árum. M MELRORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.