Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 40

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 40
gade, 1943). Þriðja skáldsaga hennar, „Barns- ins vegna“ (For barnets skyld, 1946), sem fjallar um erfiðleika fráskildrar konu og dóttur liennar, þótti standa hinum fyrri skáldsögum hennar að baki. Sé svo, þá hefur hún fullkomlega bætt það upp í þrem smá- sögusöfnum, sem síðar hafa komið út eftir hana, „Fullkomið frelsi“ (Den fulde frihed, 1944), „Dómarinn“ (Dommeren, 1948) og „Re^nhlífin" (Paraplyen, 1952). Þær eru fjarska látlausar, þessar sögur, mjög auðlesn- ar, en um leið sannar og áhrilamiklar. Hóg- vær kýmnigáfa skáldkonunnar gerir víða vart við sig, en hún skopast aldrei að per- sónum sínum, sýnir aðeins veilur manna og innra ósamræmi. í þessum smásagnasöfnum tekur hún fleiri mál til meðferðar en í skáld- sögunum og fer oft út fyrir götu bernskunn- ar í leit að efnivið. Eins og við er að búast af tilfnninganæmri skáldkonu eru það fram- ar öðru vandamál tilfinningalífsins, sem hún dregur upp svipmyndir af í sögum sínum. Einkar vel tekst lienni að lýsa vaknandi ásta- lífi ungra stúlkna og dagdraumum þeirra, en umfram allt eru það einstæðingarnir, sem samúð hennar eiga, hvort heldur er ógifta móðirin, sem verður að vinna í verksmiðju og vera fjarri barni sínu allan daginn til þess að sjá því og sjálfri sér farborða, eða bæklaða stúlkan, sem selur sig til þess að vera einu sinni elskuð eins og hinar. Ekki hefur Tove þó karlmennina út undan í sögum sínum, og eru lýsingar hennar á þeim eigi síður raunsæjar, en stundum dálítið neikvæðar í þeirra garð, eins og í sögunni „Depression", um unga námsmanninn, sem hugsar rneira urn sálarlíf sitt en nám, eyðir tíma og pen- ingum í sálgreiningu, en kona hans verður að bera byrðar heimilisins, barnshafandi og með annað á handleggnum. Annars örlar sjaldan á beiskju í sögum hennar, heldur er skilningurinn og samúðin aðalsmerki henn- ar. — Ef til vill koma séreinkenni Tove bezt fram í Ijóðum hennar. Þrjár ljóðabækur hafa komið út eftir hana: „Meyjarhugur" (Pige- UTAN ÚR HEIMI U. S. A. Úr blaði alþjóðakvenríttindafélagsins: „Konur í Kali- forníuklúbbnum hafa staðið sig vel. Þær heimsóttu fang- elsi á staðnum og urðu sárar, er þær komust að raun urn að fangclsið var „gamalt. sóðalegt úr hófi og yfir- fullt“. Innan 18 mánaða höfðu þær látið hreinsa það, gera við það og útvegað rúmstæði til fangelsisins (byggt 1866).“ SuSur-Aíríka. Réttlæti hvíta mannsins: Hvítu mennirnir í Suður- Afríku eru 2miljón. Þeir hafa öll mannréttindi. Ind- verjar og litaðir eru um 10 miljónir og hafa fæstir nokk- ur mannréttindi. Indverjar eru mannfæstir. Þeir voru fluttir inn 1860 til að vinna á sykurplantekrunum. Ind- verska stjórnin vildi í fyrstu ekki leyfa þessa flutninga, en lét sig síðar og Indverjarnir fluttu úr heimalandi sínu með fjölskyldur sínar. Þeir búa flestir í Natal og um 70% þeirra er á hungursdginu. Þeir höfðu kosninga- rétt framan af (þ. e. karlmennirnir), en 1896 var hann tekinn af þeitn. Nú eiga þeir enga fulltrúa á þingi og mega ekki flytja búferlum í önnur héruð, nema með sér- stöku leyfi yfirvalda. Stjórn S.-Afríku reynir það sem hægt er til að losna við Indverjana úr landinu og neytir til þess allra bragða. A þingi Sameinuðu þjóðanna fvrir nokkrum árum varð frægast málið sem frú Pandit flutti gegn Malan-stjórninni í Suður-Afríku vegna landa sinna. Hlaut dr. Malan eftirminnilega og verðskuldaða útreið og stóð frammi fyrir öllum heimi sem hinn afhjúpaði sind, 1939), „Smáheimur“ (Lille verden, 1942) og „Blikandi ljósker" (Blindende lyg- ter, 1947).. Kvæðin eru oftast mjög einfökl að formi, minna jafnvel á þjóðvísur, en und- ir býr sálræn skarpskyggni. Á hernámsárunum var gata bernskunnar, Istedgata, fræg um aila Danmörku vegna frækilegi'ar frammistöðu íbúanna í and- spyrnuhreyfingunni. Með Tove Ditlevsen hefur gatan og hverfið alit fengið virðulegan fulltrúa í bókmenntum, og danskur skáld- skapur er orðinn nokkrum viðhorfum rík- ari. Bodil Sahn. 68 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.