Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 41

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 41
kúgari. — Flestir Indverjanna eru borgarar S.-Afríku og þekkja ekkert annað land og vilja því ekki láta hrekja sig í burtu. J>á er í S.-Afríktt 1 miljón litaðs fólks, sem sumt er eins ljóst á yfirbragð og Evrópumenn. I'að reynir að semja sig að hvíta fólkinu, koma sór inn í skóla þess og mægj- ast því. En séð varð við þeim leka. Sett voru sérstök lög, sem bönnuðu blöndun hvítra og litaðra að viðlagðri hegningu. Karlar í þcssum hópi höfðu kosningarétt, en konur ekki. Innfæddir Afríkumenn eru 8% miljón. Tvær miljónir þessa fólks I)ýr í borgum, hinar 614 búa á afgirtum svæðum, í nokkurs konar „búðum". Þetta fólk hafði sumt takmörkuð réttindi. en var svipt þcim 1936, þeir sem höfðti þá kosningarétt, voru látnir halda honum, en þeir eru óðum að deyja út. Þessir innfæddu Afríku- menn eiga samtals 7 livíta fulltrúa á þingi. Það er allt og sumt. Svo er öryggi þessa fólks takmarkað, að nýlega voru 60.000 fluttar úr þrem borgarhlutum í Jóhannesar- borg. Þess er ekki getið hvers vegna. Þess er vandlega gætt að hvítt og litað fólk í S.-Afríku hafi sem minnst saman að sælda. Hvor hópur býr á sín- um afmörkuðu svæðum. Auðvitað hefur hvor sína sér- stöku járnbrautarvagna, sitt hvorn innganginn á póst- húsin, sitt livort búðarborðið, þar sem það verzlar, að ekki sé minnst á nákvæman aðskilnað á vinnustöðum. Þetta vekur geysilega óánægju meðal litaðs fólks og nú er hafin barátta gcgn „ranglátum lögum" og menn lenda unnvörpum í fangelsi. Flestir eru þessir baráttumenn innfæddir Afríkumenn, nokkrir Indverjar og einstaka Evrópumaður. Eins og gefur að skilja er aðbúnaður innfæddra afar bágl)orinn. Húsakostur að mestu hreysi, oft aðeins olíu- tunnur og hriplekar. Ekkert frárennsli; vatn allt borið heim. Allar slíkar „íbúðir" eru yfirfullar. Um 20% inn- fæddra barna nýtur fræðslu. Nokkur komast á suma /---------------------------------------N MELKORKA kemur lit J)risvar d ári. Verð árgangsins fyrir áskrifcndur er 25 krónur. í lausasölu kostar hvert hefti 10 krónttr. Gjalddagi er 1. marz ár hvert. Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur annast Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstræli 27, Reykjavík, sími 5199. Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21. Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins eru enn fáanleg. PKENTSMIÐJAN HOLAR H-F v_______________________________________ háskólana, en mega ekki taka þátt í félagslífi stúdent- anna. Sumum hvítu stúdentunum gretnst þetta ranglæti gegn litaða fólkintt og liafa skipulagt kennslu litaðra. Eintiig eru ýmsir hvítir menn í Suður-Afríku uggandi út af framferði stjórnarinnar gagnvart innfædda fólkinu, en stjórnin virðist því forhertari, sem athæfi hennar kemst meir í hámæli. Hún virðist því eiga bakhjarla á hinum réttu stöðum og treystir á þann stuðning. Á þingi Sameinuðu þjóðanna hefur kynþáttakúgun S.-Af- ríkustjórnar mikið verið rædd, en þrátt fyrit sigursæla baráttu frú Pandit við dr. Malan, virðast staðreyndir eins og að ofan getur ekki breyta miklu um afstöðu vina dr. Malans á því þingi. Slíkt er réttlæti hins vestræna lýðræðis. Þótt nýja hártfzkan með vindblásnu lokkana sé töluvert í tízku nú sem stendur, er holt að muna að hún klæðir ekki allt hár jafn vel og að gerð hársins skiptir einnig ntiklu máli þegar valin er hárgreiðsla. — Sjálfliðað hár er tæplega mögulegt að venja í sléttar greiðslur. Og slétta hárið er ekki hægt að gcra eðlilega úfið hversu sem reynt er. Hér er sýnishorn af nýtízku hárgreiðslu, einkum ætluð ljóshærðum konum. MELKORKA 69

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.