Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 33

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 33
UNG MENNTAKONA Adda liára Sigfúsdóttir er dóttir Sgtúsar Sigurhjartar- sonar fyrrverandi alþingismanns og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur. Hún hóf nám við háskólann í Osló 1945 með veður- fræði sem aðalnámsgrein og stærðfræði og eðlisfræði sem aukanámsgreinar. I. júní 1953 var hún skipaður deild- arstjóri veðurfarsdeildarinnar hér heima, en verkefni hennar er að vinna úr veðurathugunum sent berast frá veðurathugunarstöðvum og birta skýrslur um hita og úr- komu og mörg fleiri atriði veðurfarsins, og eru þær skýrslur sendar víða unr lönd, og það eru skýrslur veður- farsdeilda hinna ýmsu landa sem auka beina þekkingu á veðurfari og eru mikilvæg undirstaða allra veðurfræði- rannsókna. Það er ástæða til að fagna því að þessi unga gáfaða mentakona hefur bætzt við hinn fámenna hóp islenzku veðurfræðinganna þar sem mestur hluti þjóðarinnar á allt sitt „undir sól og regni" og veðurfarið snar þáttur í afkomumöguleikum þjóðarinnar. rétt eins og á fangelsisghiggum. Mér þótti þetta ógöfug sjón. Ég sá aðeins eina gamla betlandi konu blæjulausa, en það er það lægsta sem hægt er að komast í almennu vel- sæmi á þessum slóðum. Meðan við stóðum þarna við fór fram ein- kennileg athöfn eða hátíð. Sá frægi fursti Aga-Khan — faðir Ali Khan hins margum- talaða, sem skildi við leikkonuna Ritu Hay- worth — og einhver ríkasti fursti Indlands var veginn í augsýn þúsunda manna og fær hann þyngd sína í platínu, en ég veit ekki almennilega hvort þjóðin gefur honum það eða hann þjóðinni, ég er ekki inni í þjóðfé- lagsmálum. Ég sá ekki sjálfa „serimoníuna" en mannfjöldann, sem kom til að horfa á. Þú varst að spyrja, hvort ég hefði hitt nokkurn landa í ferðalaginu. Ég held nú það. Þegar ég var að fara á tollstöðina í Kar- achi rekst ég reyndar á kunningja minn, flugmann úr Reykjavík. Við heilsuðumst eins og við Iiefðum mætzt í Austurstræti. — Sæll og bless! Nei, sæl og bless. Hvert ert þú að fara? o. s. frv. Svo kvöddumst við og héld- um sitt í livora áttina. N ú má ég sannarlega ekki vera lengur að masa við þig, ég lít inn til þín fljótlega og þá skal ég segja þér miklu meira. — Eitt gleymdi ég að segja þér: öll ferðin frá Nor- egi og til Noregs aftur tók 10 daga og ísland finnst mér alltaf dásamlegra eftir því sem ég sé fleiri lönd. p y ALMANNATRYGGINGARLÖGIN Framh. af bls. 59 verkefni, þá fái þær því til leiðar komið, að lagfæringar fáist á því sem glatazt liel'ur. Og ætti það að vera metnaðarmál þeirra að standa á rétti lítilmagnans. Svo mikil skammsýni sem stjórnmála- rnenn okkar liafa sýnt i breytingum á al- mannatryggingýir 1 ögun um er ekki viðhlít- andi og ef konur berjast ekki fyrir vilja sín- um í þessu efni sjálfar, er hætt við að aðrir geri það ekki. Þær hafa gert sér grein fyrir að stefnan í þeim breytingum, sem þegar hafa verið gerðar á tryggingarlögunum, er alröng. Þá er hið rökrétta framhald að koma vitinn fyrir forráðamenn þjóðarinnar. mulkorka 61

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.