Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 28
ALMANNATRYGGINGARLÖGIN og skammsýnir stjórnmálamenn Eftir RagnheiOi Möller Er nýsköpunarstjórnin settist við stjórn- völinn í október 1944, var eitt af skilyrðum stjórnarsamvinnunnar af hendi Sósíalista- flokksins og Alþýðuflokksins við Sjálfstæðis- flokkinn, „að komið væri á á næsta ári svo fullkomnu kerfi almannatrygginga, sem nái til allrar þjóðarinnar, án tillits til stétta eða efnahagjs, að ísland verði á þessu sviði í fremsu röð nágrannaþjóðanna." Var þeim Jóni Blöndal hagfr. og Jóhanni Sæmundssyni fyrrv. ráðherra falið að ganga frá tillögum til milliþinganefndar um fé- lagsmálalöggjöf á þessu sviði hér á landi, hraða átti undirbúningi Jjessa máls svo sem kostur var og þeim falið að senda nefndinni tillögur jafnskjótt og þær væru tilbúnar. Undirstöðurannsóknir um félagslegt öryggi, og hvaða skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til að koma því á, birtust í bók sem félags- málaráðuneytið gaf út 1945 og hét Almanna- tryggingar á íslandi. Skýrslur og tillögur um almannatryggingar, heilsugæzlu og atvinnu- leysismál og voru þeir Jón Blöndal og Jó- hann Sæmundsson ritstjórar þessa verks. — Milliþinganefndin samdi svo frumvarp á grundvelli þessara tillagna og var það lagt fyrir alþingi í desember 1945. Framsóknarflokkurinn lýsti andstöðu við frumvarpið, vildi vísa því frá, og við lokaaf- greiðslu frv. sátu þingmenn hans ýmist hjá, voru fjarverandi eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, nema tveir, Páll Zophonías- son og Páll Hermannsson, sem sagði m. a.: ,,En þar sem frumvarpið að mínu viti stefnir að fullkomnara Jjjóðfélagi, þá segi ég já. Lögin skópu þjóðfélagslegan rétt, þar sem áður var réttleysi. Rannsókn hafði leitt í ljós að það var til- tölulega lítill hluti þjóðarinnar, sem ekki Jrurfti á styrkjum eða bótum að halda, ef eitt hvað verulega bar út af, annað hvort frá skylduliði sínu og frændum eða því opin- bera. „Af frjálsum manngæðum" reyndist fleirum en Bólu-Hjálmari lítið í hlut, þegar komið var í hóp þurfamanna. Og margir liöfðu sem hann getað sagt: Hataði ég leti og óhóf allt, einfalda lífið hentast þótti, barmaði lítt þótt hlési kalt, brauð til nógranna skjaldan sótti. Attræðum mér nú enginn sézt ávöxtur meiri en letingjanna, atvinnu þoli allan brest upp á svo komin björgun manna. í álitinu um félagslegt öryggi segir J. B. m. a.: „Grundvöllurinn fyrir félagslegu ör- yggi er því það, að möguleikarnir til fram- leiðslu séu notaðir til fullnustu. Undirstað- an undir vaxandi velmegun verður að vera aukning framleiðslunnar. En, kunna menn að segja, er ekki nóg að hugsa um þessa hlið málsins, ef framleiðslan eykst? Eykst þá ekki hin almenna velmegun af sjálfu sér, svo að enginn þurfi að líða skort? Þarf þá nokkrar almannatryggingar. Reynslan hefur sýnt hið gagnstæða. Á 19. og 20. öldinni hefur fram- leiðslan og þjóðartekjurnar í fjöldamörgum löndum aukizt hröðum skrefum. Efnahagur almennings hefur og batnað verulega. Samt hefur Jretta enganveginn nægt til að útrýma skortinum. Allsnægtir og skortur hafa þrif- 56 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.