Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 21
hlítandi skil. Og raunar snar þáttur í baráttu hennar fyrir því að vekja þjóðfélagslegt móðurþel konunnar og sainfélagslega ábyrgð hennar. Einmitt móðurþelið er sá kjarni í persónuleika konunnar, sem gefur bezta von uin vaxandi þroska hennar, það er stjarnan fyrir stafni. Reykjavík, 25. marz 1954 Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Kveðja til Melkorku I tilefni 10 ára afmælis Melkorku færi ég þessu ágæta .tímariti kvenna hjartanlcgar hamingjuóskir með þökk fyrir gæfuríkt starf, og innilega ósk um glæsilega fram- tíð. Við konurnar ættum að meta það að verðleikum, að Melkorka okkar hefur verið sverð og skjöldur kvenna í réttindabaráttunni, og lagt drjúgan skerf til menningar- og friðarbaráttu þeirrar, sent háð er af koinnn landsins. Konur eru fæddar 1 þennan heim til sömu ábyrgðar og karlar á öllu því, scm í heim- inum gerist, þær verða því að nota þennan dýrmæta rétt sinn skynsamlega. Konu sem finnst lítið til frelsis og jafn- réttis síns koma og telur þjóð- mál einkaeign karlmanna, hún er vissulega óskyggn á til- gang lífs síns og þá hamingju sem frjáls kona getur not- ið, ef hún beitir orku sinni til eflingar göfugum mál- efnum til að vernda fegurð og göfgi mannlífsins. „Frjáls kona sem iðkar sannleika og réttlæti, gctur gerbreytt heiminum." Menningar- og friðarsamtök fslenzkra kvcnna voru stofnuð af konum sem líta svo á, að það sé skylda hvei rar heilvita konu að beita andlegum kröftum sínum til verndar öllu því fagra sem gefur lífinu gildi, til verndar friðar og eflingar bróðurlegra kynna og friðsamlegra viðskipta milli manna og þjóða, til verndar börnum sem sárast eru leikin í stríði. Ólýsanlegar hörmungar verða börn að þola þar sem villimennska stríðs geisar. Hin fagra veröld gæti veitt öllum jarðarinnar börnum vcllíðan, ef nútímatæknin og vísindin væru notuð í þjón- ustu lífsins. Konur skilja þetta og þess vcgna hljóta þær að mótmæla þvf, að fjármagni heimsins sé varið til öfug- þróunar, vísindi og tækni tekin í þjónustu eyðingar og dauða. Atburðirnir sem gerðust nú í marz á Kyrrahafi sýna glögglega það eyðingarbrjálæði, sem nú geisar í heilabúi óvina mannlffsins, sem eru ábyrgir fyrir þeim hörmungum er tvær japanskar borgir urðu að þola af völdum atómelds f lok sfðustu heimsstyrjaldar. Viktoría Halldórsdóttir form. Menningar- og friðarsamtaka kvenna Það er von mín, að konur íslands láti þessar ógnir skaðvaldanna á Kyrrahafi, sem hæla getu sinni til tor- tímingar, verða hvatningu til að mótmæla allar sem ein, að ísland hýsi herstöð og her frá því ríki sem hyggst nota atómvopn til múgmorða. Þær konur, sem létu hræða sig frá þeirri kristilegu skyldu, að skrifa undir bann við kjarnorkuvopnum 1951, munu eflaust skilja nú, hvað af slfkum vopnum getur hlotizt, ef þau eru ekki bönnuð tafarlaust. íslenzkar konur hljóta að krefjast þess, að íslenzka ríkisstjórnin gangi í lið með þeim samtökum og lands- stjórnum, sem vilja banna atóinvopn. Það sæmir ekki konunt í vopnlausu landi, sem hefur öldum saman búið í friði við heiminn, að láta þessi aiheimsvandamál af- skiptalaus. 2. apríl 1954 Viktoria Halldórsdóttir. Afmœliskveðja til Melkorku Fyrir tíu árum, þegar fyrsta tfmarit íslenzkra kvenna kom út, fögnuðu margir þeim viðburði og væntu góðs Elisabet Eiriksdóttir form. Verka- kvennafél. Einingar, Akureyri af starfi Melkorku, sem aflgjafa kvennanna á lcið sinni lil þroska og fullkomins frelsis og jafnréttis. Þessar vonir hafa ekki brugðizt. Mclkorka hefur verið hlutverki sfnu trú, þrátt fyrir ntarga og mikla erfiðleika. Nú munum við konurnar sýna f verki, að við mctum starf hennar og auka útbreiðslu ritsins og á annan hátt auðvelda útkomu þess. Þökk fyrir tíu ára starf. Hamingjan fylgi Melkorku í framtiðinni! EHsabel Eiriksdóttir MELKORKA 19

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.