Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 25
r Jakobina Sigurðardóttir: BARN Tileinkað Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna Grátur barns — grálur þess er minn. Hlátur barns — hlátur þess er minn. Hugur þess hlcer í augum mér, lijarta þess slœr i brjósti mér. Lítið barn, daginn ut. og inn, órótt barn angrar huga minn. Dvelur verk — brosir bjart og skeert.. Gleþur verk — grœtur þjáð ogsœrt. Hvaða barnf Barn af konu fcett, mannsins barn — allra manna cett. Myrta barn — móðir þín er ég, Helsœrt barn — huggun þín er ég. Mannsins barn fceddi, ég sumri og sól, gleðibarn grœnni jörðu ól, sönguabarn himins heiði ncert, heillabarn öllum mönnum kcert. Grimmdin villt býr þér banaráð, œrð og tryllt óttast þina dáð, óttast blóð eldi lifsins gcett, skelfist Ijóð Ijósi sólar glætt. IJð i blund, barn mitt, óttalaust, Ijúfan blund, launað skal þit.t traust: Heimsins frið lieimti ég með þér. Lifsins grið ber i brjósti mér. Friðarraddir kvenna. Norska konan Lous Mohr, sem er forseti alþjóðasam- bandsins Friður og frelsi sendi hinum fjórum utanríkis- ráðherrum á Berlínarfundinum bréf með eftirfarandi kröfum: 1. Þýzkaland verði sameinað, afvopnað og hlutlaust. 2. Stórveldin fjögur og Sameinuðu þjóðirnar ábyrgist. að þessari ákvörðun verði ekki breytt. 3. Smáþjóðirnar, sem eru nágrannar Þýzkalands, fái að taka þátt í samningunum og njóti góðs af þeim á- byrgðum, sem áðurnefndir aðiljar taka á sig í þessu sam- bandi. 4. Stefnt sé að því að mynda breitt belti hlutlausra ríkja í Evrópu, sem ekki séu háð stórveldasamtökunum. 5. Nú þegar sé byrjað að undirbúa afvopnun Evrópu, sem yrði einn þátturinn f skipulagningu á alheimsaf- vopnun. Táta, Táta, teldu dætur þinar (Gömul þula) Islenzkt þjóðlag útsctt af Jórunni Viðar Táta, Táta, teldu dætur þínar. Hagt er að telja: Tvær í helju; þrjár í búri borð að reisa; fjórar í fjósi fötur að toga; fimm á fjalli fífil að grafa; sex á sandi; sjö á landi; átta’ í eyjum, eld að kynda; nfu' í nesi, naut að geyma; tíu í túni, tuttugu heima; Texti við lag Jórunnar Viðar hundrað eru að húsabaki. d nœst.u opnu Hálft er upptalið, liðið hennar Tátu. MELKORKA 53

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.