Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 13
sama horfi þegar við komum þangað. Mér fannst mikið til um, hversu veglegt anddyr- ið var, stofnrnar stórar, hátt til lofts, þykkir veggir og djúpar gluggakisturnar. Uppi á loftinu var þó enn merkilegra. Þar vorn 4 herbergi, 2 sitt í hvorum enda, en geimur þar á milli. Þetta var áður svefnloft skóla- pilta og enn mátti sjá hvar verið höfðu lok- rekkjur þeirra. Guðbjörg svaf með okkur börnin í svokölluðu Amtmannssonalofti, í austurenda hússins, en úr gluggunum blöstu við Gálgaklettar, Jress vegna urðu Jreir mér fljótt að umhugsunarefni. Á kvöldin þegar ég fór upp að hátta, hugsaði ég oft um liverj- ir hefðu sofið þarna í lokrekkjunum á loft- inu og ég lék mér að því að skipa Jreim hverj- um á sinn stað. Það voru afar mínir, bæði Jón Thoroddsen og séra Guðmundur á Kvennabrekku, og svo Jónas Hallgrímsson og fleiri Fjölnismenn og fjöldinn allur af öðrum þjóðkunnum mönnum. Þrátt. fyrir alla Jressa heiðursmenn, fann ég oft til myrk- felni á loftinu, en sú tilfinning fékk byr í báða vængi, Jrví að margir töldu sig sjá og heyra sitt af hverju, sem ekki þoldi dagsins Ijós né hæfði heilbrigðu lífi. Einna helzt var Jrað Ólafur gamli, sem varð var við ýmis- legt „óhreint“ á sveimi kringum staðinn og alltaf áskildi hann sér að ganga síðastnr frá bakdyrunum á kvöldin. Þar hrækti liann, lussaði og sveiaði, svo að ekkert óhreint bærnist inn. Um liaustið var ráðinn til okkar heimilis- kennari. Björn Jensson yfirkennari hafði verið beðinn að útvega gáfaðan og duglegan pilt til Jreirra starfa. Fyrir valinu varð Björn Líndal, sem síðar varð lögfræðingur og al- þingismaður. Hann kenndi okkur tvo næstu vetur, en las auk Jress sjálfur undir 5. og 6. bekk. Smiðir úr Reykjavík voru fengnir til þess að vinna að nauðsynlegum umbótum °g breytingum. Sveinn Jónsson, stofnandi Áölundar, sá um smíðina. Þá var byggður kvistur, Jrvert í gegnum húsið að sunnan og norðanverðu, kirkjan var dubbuð upp að ut- an og innan, en allt var Jrað gert í samræmi Melkorka — Theodóra Thoroddsen: V I Ð SKULUM FAGNA VORSINS SÓL Nokkrar stökur úr óprentuðu handriti Kyssir geislinn grund og hól glatt er um norðurheima Við skulum fagna vorsins sól, og vetrinum alveg gleyma. I3að eru þeldökli þrautaský, sem þoha ei spönn úr vegi, er baðar sólin blómin ný breði á nótt og degi. Meðan nótlin útlccg er er mér rótt i geði. Eg vaki um nóttu og viða að mér úr vorsins þrótt og gleði. Út i vorsins alfögnuð retla ég mér að þeyta. Ef ég finn þar cngan guð er hans hvergi að leita. V________________________________/ við Jrað sem áður hafði verið. Á þessum ár- um, 1899—1901, var hafin smíði á húsi, sem ætlað var undir prentsmiðju Þjóðviljans, sem Jrá hafði verið gefinn út á ísafirði. Það hús stóð niður við Bessastaðatjörn, á sjávar- bakkanum. Seinna var Jrað flutt til Reykja- víkur og stendur nú innarlega við Laugaveg- inn nr. 82. Sumarið 1900 kom móðir mín snöggva ferð með systur mínar, Katrínu og Kristínu. Þær urðu eftir lijá okkur, svo þá vorum við orðin 6 systkinin á Bessastöðum. Foreldrar mínir voru enn einn vetur á ísafirði, en fluttu svo alfarin þaðan til okkar með yngstu systkinin, sem Jrá voru Jón, Ragnhildur og Bolli, sent þá var 7 vikna. Það var vorið 1901. Að vestan komu tveir prentarar. Var ann- 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.