Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 20
AFMÆLISKVEÐJUR til Melkorku Afmœliskveðja til Melkorku „Stjarna cr fyrir stafni, stýrið i drottins nafni" Melkorka hefur talið það aðalmarkmið sitt að vinna að því, að konur láti sig þjóðmál meiru varða en áður. Slíkt markmið er allra góðra gjalcla vert, en kapp er bezt með forsjá. „Þó liafa húsfreyjur þótl góðar austur hér, að ekki hafi staðið í mannráðum," kvað móðir Gunnars á Hlíðarenda og er oft i þau orð vitnað. Löng og mörg eru þau árin og aldirnar, þegar húsfreyjustaða var hinn eini frami, sem konur gátu vænt sér og þeirra eina von til einhverskonar áhrifa og íhlutunar, en að lögum höfðu þær engan rétt, hvorki til sjálfsforræðis né þaðan af síð- ur til að skipa málum fyrir aðra. Þessi ár ómyndugleik- ans eru nú horfin í aldanna skaut, en enn mun þó nokk- uð eima eftir af þessari undirlægjustöðu konunnar og svo mikið er víst — með heiðarlegum undantekningum þó — að þátttaka konunnar i stjórnmálum einkennist enn af þeim eiginleikum, sem um aldaraðir voru taldir kvenlegir og vænlegir til vildarkjara, að konan væri auð- sveip og þóknunargjörn og kynni á því góð tök að beita kynþokka sínum, hún gerir sig sæta í framan og syndir fast á cftir karlmanninum í spillingarfeni valdastreitu og harðsvíraðra flokks- og einkahagsmuna. Hinna sér- stæðu persónueinkenna og sjónarmiða, sem konur ættu að hafa, vegna þess hve margt hefur skilið á um þroska og mótun þeirra og karlmanna, gætir harla lítið, þær verða því löngum pólitískir aftaníossar þeirra. Betra er að konur sitji um kyrrt við sömu störf og áður og ræki þau með vaxandi þekkingu og útsjón, en þær láti flækja sér út í hugsjónasnauða flokkabaráttu til þess einkum að þjóna búralegum sjónarmiðum karlrafta, sem eygja engan æðri tilgang í framlagi konunnar til fé- lagsmála og forráða heldur meta með refslegum slóttug- heitum gildi þess til atkvæðaveiða, að hafa konuna sem einskonar fanggæzlu innan borðs í flokksskútunni, þeg- ar róið er á atkvæðamiðin. Frjálshuga og djörf hugsjónakona, ósérplægin og ó- mútanleg, samvizkusöm og áreiðanleg til allra trúnað- arstarfa, það er sú forustukona, sem hinn þögli og hlé- drægi hópur kvenna þarfnast til fulltingis og fordæmi:;. Og þessari konu, hinni sannnefndu nútímakonu, and- legu afsprengi beztu og ótrauðustu forgöngukvennanna, sem við íslenzkar konur eigum að minnast og þakka, ætti Melkorka að greiða leið, hún ætti að koma til móts við slíka skapgerð, skýra hana og styrkja hana, því að víða Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur liggja falin fræ til mikilsháttar persónulcika, ef öfug- snúnir þjóðfélagshættir og sívaxandi efnishyggja kæfa ekki í upphafi gróður, sem ætti að geta orðið vaxtar- mikill. Aðalmarkmið Melkorku ætti að vera nýskipan kvenna- uppeldis, að vekja áhuga kvenna fyrir hverskonar sam- félagsvandamálum, sem á hverjum tíma væru sérstak- lega aðkallandi, fræða þær um hvað eina, sein gerði þær hæfa samstarfsmenn á hinum vandasama vettvangi Jijóð- málanna, vara þær við snörum slunginna stjórnmála- spekúlanta, sem vakka yfir því að gera þær að peðum í samvizkuliðugri refskák sinni. í fáum orðum sagt, það ætti að vera aðalinarkmið Melkorku að efla þjóðmála- þroska kvenna almennt og sér i lagi styðja á allan hátt þær konur, sem væru líklegar til mikiila áhrifa og átaka í menningar- og stjórnmálum þjóðarinnar. Og svo væri ekki úr vegi að taka það til alvarlegrar íhugunar hvert stefnir með sívaxandi efnishyggju, sem aðhyllist hina amerísku lífsstefnu, að sá sé mestur mað- urinn, sem gerir beztan bisness, en hinn sé brjóstum- kennanlegur auðnuleysingi, sem fórnar veraldargengi fyrir æðri lífsgildi. Bitlingasýki og fjárgræðgi karla, heimtufrekja og prjálgirni kvenna eru forheimskandi þjóðfélagsfyrirbæri. Síaukið bridgespil og hanastélshóf eru að verða andlegur dragbftur á menningu lítillar þjóðar, sem þarf á öllu sínu að halda til þess að farast ekki í ölduróti kjarnorku- og vetnissprengju-tímabils- ins, þegar tæknin er að vaxa mannkyninu yfir höfuð. Aldrei hefur verið meiri þörf en nú til að halda viti og sönsum. Það er ömurlegt um að litast í heiminum nú, þcgar vísindin gnæfa hæst í árangursríkri þjónkun við tortímingaröflin og æskan er afvegaleidd með æðisgengn- um glæpamennskuáróðri í kvikmyndum og sorpritum, en dagblöðin eyða miklu rúmi i frásagnir um kynsvall og morð. Það væri stórbrotið verkefni fyrir Melkorku að gera þessu örlagaríka og aðkallandi vandamáli við- 48 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.