Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 37

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 37
Húsfreyju langaði til að geta talað við gestinn. Hún var staðráðin í að sýna honum gróðurreitinn sinn. Þau fóru öll út að trjágirðingunni henn- ar. Nýgræðingurinn lá sumpart í moldar- kögglum á jörðinni eða var kominn niður. Aðrar hríslur náðu henni í herðar, þær stærstu voru jafnstórar henni. Ameríkaninn yppti öxlum. í Ameríku höfum við jafnvíð- ienda skóga og allt ísland, sagði hann. Þau fóru inn aftur. Vefurinn hennar stóð í horni. Er þetta vefur? spurði bílstjórinn loks og sonurinn þýddi. Ójá, svaraði hún ég fikta stundnm við hann að afloknu dags- verki. Ég hef verið að vefa mér í glugga- tjöld. í Ameríku vinn ég í verksmiðju |aar sem eru 10.000 vefir og 100 sinnum stærri en þessi. Þar er svo margt um manninn, sagði son- urinn. Spurðu þá hvernig þeim líki á íslandi, sagði húsfreyja. ísland er í lagi, sagði hermaðurinn, en ég gæti ekki búið hér þótt mér væru boðnir miljón dollarar fyrir. Það er kannski ekkert vit í að búa hér á 20. öldinni, sagði húsfreyja, en þetta gerir maður samt. Það er í lagi að búa í litlu landi, sagði her- maðurinn, bara ef ég þarf ekki að búa þar. Það má reyna að hefta vind en hann stanzar ekki eins og í öðrum löndum, þarafleiðandi getnr enginn gróður þrifizt hér. Ég skal segja ykkur það, að hér er óbyggilegt. Menn hafa búið hér, sagði húsfreyja. Hvað á ég að borga? spurði hermaðurinn. Minnstu ekki á það, sagði húsfreyja. Það var gaman að hitta ykkur, sagði her- maðurinn, gekk hermannleera út í bíl o<» veifaði í kveðjuskyni hendinni, það áttaði sig enginn á því að hann væri að fara fyrr en langi bíllinn ók burt., hermaðurinn lengst afturí en bílstjórinn við stýrið og sáust eins og tveir púnktar fjarlægir hvor öðrum þeaar þeir óku hurt þjóðveginn. NINA POPOVA fremsta hona Sovétrikjanna i baráttu fyrir friði i heiminum. Það fór að blása í dalnum eftir skírviðrið og leit rigningarlega út og húsfreyja leit til trjágirðingarinnar á hríslurnar sínar sem skulfu berar og svartar í hviðunum. Ætli hann sé ekki að breyta um átt: og geri sumar bráðum, sagði bóndi. Það skulum við vona, sagði húsfreyja og leit ylir dalinn. Það sáust skúraleiðingar frá jöklimun sem nálguðust gilið, liuldu síðan gilið og komu nær bænum. Hún sótti mjólk- urföturnar sínar og fór í fjósið. Það kvöldið leit hún oft út um gluggann í eldhúsinu til lm'slanna sem gljáðu í vætunni. Sonurinn var að lesa í vorbirtunni. Vertu ekki að lesa, sagði hún við piltinn, það er ekki gott í hálfbirtunni. Haltu heldur á- fram með vefinn fyrir mig. Melkorka óskar lesendum sinum gleðilegs sumars! ():') MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.