Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 5
Það var kominn tími til að varpa af sér amb- áttarkuflinum eins og Melkorka Mýrkjart- ansdóttir gerði á sínum tíma, írska konungs- dóttirin er varð formóðir ættgöfugustu ís- lendinga. Saga hennar og örlög Iiefur sjálf- sagt á öllum öldum verið hugfólgin íslenzk- um konum. Þær liafa skilið skapgerð hennar ogþögn. Ogþegar konur ætluðu ekki lengur að vera áhrifalausar á þjóðarbúinu, varð nafn liennar táknrænna en nokkru sinni fyrr og tímarit kvenna, Melkorka. lióf göngu sína. Þó nokkur liópur áhugasamra kvenna stæði að rneira eða minna leyti að útgáfu blaðsins, lagði fyrsti ritstjórinn, Rannveig Kristjánsdóttir-Hallberg, þar fram drýgstan skerf og átti hún sinn ómetanlega þátt í því live myndarlega og skörulega það fór af stað. Árið 1942 kom hún til Reykjavíkur frá há- skólanámi í Svíþjóð, gerðist kennari við Húsmæðraskóla Reykjavíkur og jafnframt ritstjóri Kvennasíðu Þjóðviljans. Þessi unga, glæsilega menntakona lét fljótt til sín taka í kvenfélagasamtökum bæjarins, flutti ótal út- varpserindi um þjóðfélagslega aðstöðu kon- unnar. Persónideiki hennar, víðsýni og uiannkostir bentu til að þarna væri mikil lorustukona á ferðinni. Sól er á loft komin Var fyrirsögn á fyrstu ritstjóragrein Iiennar í ÁTelkorku; þar ávarpar hún íslenzkar konur og segir: ..íslenzkar konurl Þögn okkar hefur verið þrálát og löng eins og þögn Melkorku, og sjaldan rofin nema þeg- ar móðir leggur barni sínu heilræði. í gegnum soninn áefur móðirin alltaf sagt til nafns sfns, hvatt hann til háða. F.n hin vaxandi samtök alþýðunnar í landinu veita fonunni fyrirheit um fegurri dag og krefjast þcss um k'ið af henni, að hún skilji ábyrgð sfna, sem þjóðfélags- Þegn og hlutgengur aðili f baráttu hinna vinnandi stétta.“ Fyrsta hefti af Melkorku kom út 1. maí 1944. Þorvaldur Skúlason listmálari teikn- aði kápuna á ritið og með þessari fyrstu for- siðumynd heilsar Melkorka eftir 10 ár göml- Urn kunningjum. Eins og áður er sagt var ^klkorka Rannxwig Kristjánsclóttir-Hallbcrg 1. ritstjóri Melkorku Rannveig Kristjánsdóttir ritstjóri blaðsins, en fyrstu ritnefnd skipuðu Valgerður Briem teiknikennari, Petrína Jakobsson núverandi bæjarfullrúi og undirrituð. Það var ekki lítil eftirvænting yfir þessum degi í herbúðum okkar Melkorku-kvenna. Við lögðum út í útgáfuna með tvær hendur tómar. Upplagið var tvö þúsund eintök, eng- ir lastir áskrifendur. ,,En bjartsýni okkar voru engin takmörk sett“. Við auglýstum eftir sölukrökkum og ætluðum sjálfar að selja. Ef rigning yrði og vont veður gat allt eyðilagzt fyrir okkur. Það var glampandi sólskin en nokkuð svalt þennan 1. maí. Við sem vorum ábyrgar fyrir sölu og dreifingu blaðsins drifum okk- ur eldsnemma niður á afgreiðsluna. Um tíu leytið komu nokkrir stálpaðir strákar og spurðu hvaða blað Jressi Mélkorka eða Mel- korka væri og þegar Jreir heyrðu að það væri kvennablað vildu Jreir ekkert við svoleiðis eiga. Svo fóru að tínast inn smástelpur og 33

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.