Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 9
MELKORKA — tilgangur og árangur Eftir AÖalbjörgu Sigurðardóttur Melkorka, tímarit kvenna, er 10 ára nú í nraí. Ég hef jafnan fylgzt með máli hennar og þykist því vera henni svo kunnug, að ég megi helga henni nokkrar afmælishngleið- ingar sem lesandi og kaupandi, því í útgáfu hennar hef ég aldrei átt neinn þátt. Fyrsti ritstjóri Melkorku var hin merka ágætiskona Rannveig Kristjánsdóttir Hall- berg, og mun hún líka hafa átt mikinn þátt í því að koma hugsjóninni um tímarit fyrir konur í framkvæmd. Ekki veit ég, hver af mæðrum Melkorku hefur átt hugmyndina um nafn liennar, en Rannveig Kristjánsdótt- ir skrifar fyrstu greinina í fyrsta hefti tíma- ritsins einmitt í sambandi við nafnið. Er það auðvitað auðskilið og vel til fallið, að sjálft nafn tímaritsins minnir á þögn konunnar niður í gegnum aldirnar, jafnframt því að nú sé tími til konrinn, að hún vegna ástar- mnar á börnum sínum, jafnt sonunr sem dætrunr, láti þögn sinni lokið og taki sér stöðu með fullri ábyrgð í flokki þeirra er ar átti ekki hvað minnstan þátt í því að þetta fyrsta tímarit kvenna Irélt út í lífið. Sú bjart- sýni sem aldrei takmarkast af einhliða gróða- sjónarmiði nútíma vestrænnar menningar, en er í ætt við ,sól og gróanda og því „engin takmörk sett“ eins og komist var að orði í upphafi þessa greinakorns í sambandi við tátgáfu Melkorku. „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóð- anna“. Aldrei lrafa þessi orð haft meira sann- leiksgildi en í dag og Melkorka vildi mega gera þau að sínum orðum um leið og hún ^eggur út á annan tuginn. Aielkorka berjast fyrir réttlætinu — l'yrir rétti hins undirokaða — hvort lieldnr hann er karl eða kona. Grein Rannveigar endar með þessum orðum: „Barátta konunnar gcgn karlmanninum er ekki lengur til, heldur aðeins barátta hennar við hlið hans, fyrir réttlátara þjóð- skipulagi. Á þann hátt öðlast hún fyrst frelsi og fullt jafnrétti." — Tilgangurinn er sem sé: réttlæti og jafnrétti fyrir alla — karla sem konur. Á undan Melkorku hafa verið gefin út nokkur kvennablöð — ekki tímarit — hér á landi. Merkast þeirra er vitanlega Kvenna- blað frú Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Frú Bríet sagði mér sjálf, oft og mörgum sinn- um, að fyrir sér hefði vakað með blaðstofn- uninni fyrst og fremst að ná til íslenzkra kvenna og vekja þær til umhugsunar og skilnings á stöðu konunnar í þjóðfélaginu, og nauðsyninni á því að taka höndum sam- an um réttarbætur henni til handa. En frú Bríet vissi jrað vel, að konur voru ekki al- mennt viðbúnar að hlusta á mikið kvenrétt- indatal og hún hugsaði sér að ná fyrst til þeirra á annan liátt. Kvennablaðið var því í fyrstu einskonar heimilisblað, jrar sem rætt var um húsmæðramenntun, uppeldismál og önnur menningarmál. Þó komu frá byrjun í því kvenréttindagreinar og seinna meir, þegar málið var orðið þekktara, gerði frú Bríet blaðið að fullkomnu kvenréttinda- blaði. Kvennablaðið fékk marga kaupendur, og þegar Bríet loksins neyddist til að hætta að gefa það út, var það ekki vegna Jtess að kaupendatalan væri ekki nógu há á papp- írnum, heldur vegna Jress, hversu treglega 37

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.