Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 16
FATÆKUR OG AUÐUGUR Eftir Nönnu Ólafsdóttur í íslendingasögum má oft lesa þessa lýs- ingu á manni: „hann var ríkur og auðugur" og þýddi að hann var voldugur maður og auðugur. Síðar breyttist merkingin í orðinu ríkur í þá, sem við nú þekkjum, að vera auð- ugur að fé. Það er tungan, sem segir hér sannleikann án vafninga, auður og völd fylgjast að. Auðugur maður leitar valda og kaupir þau með fé sínu. Völdin gefa Iionum enn betri aðstöðn til auðsöfnunar og aukið fé skapar aukin völd. Þannig koll af kolli, þar til örfáir geysilega ríkir einstaklingar hafa öll völdin í þjóðfélaginu. Annað hvort stjórna þessir einstaklingar sjálfir (þó sjaldn- ast) eða láta þjóna sína liafa framkvæmdina á hendi. En víst er, að sú framkvæmd miðar að því að skerða ekki möguleika húsbænd- anna til auðsöfnnnar. Þvert á móti. Þetta er sannleikur, sem þó er aldrei lesinn upp í kirkjum. # í okkar þjóðfélagi liefur Jiegninn völd og aðstöðu samkvæmt fjáreign og fjáreignin er oftast í öfugu hlutfalli við vinnuafköst. Rétt- ur hins ríka eru skrifuð og óskrifuð lög. Völdin eru keypt með peningum hvað sem líður kosningarétti og margrómuðu frelsi til að kjósa þann sem maður vill. # Það er lögmál að aðeins eitt afl — vinnan —skapar auðinn. Þrátt fyrir þetta lögmál ber hinn vinnandi maður, sem stritar myrkra á milli, sáralítið úr býtum. Mestur hluti fólks hefur rétt. í sig og á eða þaðan af minna. Verkamaður eða launamaður, sem vill helzt tryggja sér örugga elli fjárhagslega (og er heppinn ef liann getur það), verður alla æv- ina að láta sér nægja brýnustu lífsnauð- synjar, að öðrum kosti er hann slippur, þeg- ar hann getur ekki lengur unnið. M. ö. o. Iiann nýtur þess aldrei fjárhagslega að hafa lagt fram allt vinnuþrek sitt í þágu samfé- lagsins. Vinna hans skapar auð eftir sem áð- ur, en sá auður rennur í annarra vasa. Þjóð- félagið byggir á Jreirri meginreglu, að ein- staklingurinn hafi möguleika til gífurlegrar auðsöfnunar með ráni á arði af vinnu náung- ans. Öðruvísi skapast auður ekki á hendi einstaklings. Þetta er kallað frelsi, stundum athafnafrelsi, en er raunverulega undirokun mikils meiri hluta fólks. Og svo er blöðum hinna voldugu og ríku fyrir að þakka, að alltof margir gera sér ekki ljóst, hvers vegna ævilangt strit skilar svo litlum arði, sem raun er á. Það er seinlegt verk að seðja gírugustu skepnu jarðarinnar, auðmanninn. Og af því að hún á stjórn landsins, og er fyrirferðar- mikil í löggjöf og réttarfari, og hávaðasöm í mörgum og stórum blöðum, er venjulegunr manni vorkunn, þó að hann sjái illa út fyrir óskajmaðinn. Til Jress er líka leikurinn gerð- ur, að láta kjarna málsins kafna í hávaða. Og aðeins með Jrví móti fæst venjulegur maður til að mala auðkónginum gull, í þeirri sælu sjálfsblekkingu, að einhvemtíma verði auð- jöfurinn saddur og finni hjá sér hvöt til að deila arðinum með sínum fátæka bróður. Þegar áhyggjur og strit leggja þennan fátæka bróður að velli um aldur fram, hefur hann komið upp nokkrum barnahópi, sem jafn fúslega taka til þar sem faðir Jreima bilaði, eins og hann hafði gert eftir sinn föður og moka nú upp gullinu í vasa sinna „velgerð- 44 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.