Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 36

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 36
tíma. Nú gróðursettu þær í staðinn. Þá nótt dreymdi þær í'lestar skóg í dalnum. Heima á Reykjum var lítill afgirtur reit- ur sem Jófríður liafði fengið til að gróður- setja í. Þar voru hríslurnar liennar. Hún fór þangð oft og liugaði að þeim, bar á þær mykju og vökvaði í þurrkum og þær {Drifust og voru sumar stórar og gróskumiklar. Þegar menn líta yfir dalinn sér lítinn vott um trjágróður. Hæðirnar skjóta beinaberum kryppum, en túnin eru iðjagræn og það eru liverir í dalnum. Þar rýkur allt og sýður eins og í helvíti. Á kvöldin leggur gufur um dal- inn sem blandast reyknum úr hverunum og gufurnar læðast með hlíðunum og stækka, þenja sig, ná stundum um öll túnin, lyfta sér svo alltíeinu og hanga yfir grænum og grýttum dalnum í tætlum, liverfa. Bílar fara oft um dalinn sem hraða sér, finnst lítil fegurð þar og lialda áfram yfir að öræfum, en til að komast öræfin verður að fara um dalinn.Tveir jöklar sjást í fjarska, þeir glampa hvítir í sólskini og eru heim- kynni villtra svana sem fljúga með málm- rödd í háloftinu. Einn dag kom langur hermannabíll og lteygði heim að Reykjum. Afturí sat mikill hermaður sem sagði lialló við húsfreyju og rétti henni bréf án þess að taka í útrétta hönd hennar. Það var frá frænda hennar, sem bað hana að leiðbeina þessnm ameríska hermanni og sýna lionurn jarðræktina, gróð- urhúsin og allan myndarskapinn á bænum. Hún bauð lionum að ganga í bæinn. Sonur bónda var heima. Hann kunni ensku, því liann var alltaf að lesa og nema að dagsverki loknn. Nú kemur enskan þín í góðar þarfir, það héld ég hann pabbi þinn þurfi ekki að skammast meira yfir lestrinum, sagði hún. Ameríkaninn var leiddur inn í beztu- stofu. Bílstjóranum var boðið inn líka. Hann afsakaði sig og sagðist ekki mega vera boð- inn í sömu stofu og yfirmaðurinn, en varð að láta undan. Húsfreyja Iiellti uppá kaffið og bakaði pönnukökur og annað, en þeir máttn dúsa í beztustofu á meðan og þar sátn þeir. Þeir drukku kaffið og fóru síðan út í gróðurhús með syni bónda og skoðuðu það. Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að tala við ameríkana, sagði sonurinn. Hann reyndi að fá gestinn til að tala sem mest við sig, það var sem hann hefði himin höndum tekið að fá loks að tala námsefni sitt frá mörgum kvöldum. Það kom í Ijós að gesturinn kunni ekkert annað tungumál en sitt eigið, ekki einu sinni dönsku. Þeir óku dálítið um sveitina og skoðuðu gróðurhúsin á öðrum bæjum sem risið höfðu upp hjá hverunum, óku síðan heim og var þá kvöldverður fram borinn. 64 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.