Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 12
Bessastaðir fannst mér samt, að það mundi ckki skaða að rissa á blað til minnis frásögn Unnar þennan dag, og nú vill Mel- korka skrá þessar minningar. # Frú Unnur er elzt af börnum Skúla Thoroddsen al- þingsmanns og konu hans frú Theodóru, sem er nýlega látin í hárri elli. Þau voru bæð þjóðkunn og ætt þeirra og uppruna er óþarft að rekja hér. I'au eignuðust 13 börn og var heimili þeirra jafnan umfangsmikið. Það kom sér því vel, að þar voru tvær atkvæðakonur að verki, húsfreyjan sjálf og Guðbjörg Jafetsdóttir. Guðbjörg var dóttir Jafets Einarssonar gullsmiðs í Reykjavík. Jafet var bróðir Ingibjargar konu Jóns Sigurðssonar forseta. Guð- björg ólzt að mestu leyti upp í Reykjavík, en var um tíma í Njarðvíkum hjá Ingveldi systur sinni, konu As- bjarnar Olafssonar. Guðbjörg var mjög glæsileg kona og vel gefin til munns og handa. Á milli tvítugs og þrítugs kemur hún á heimili séra Guðmundar á Breiðabólsstað og Katrínar konu hans. Theodóru dóttur þeirra, sem er 9 árum yngri en Guðbjörg, þykir mikill fengur að því að fá á heimilið Reykjavíkurstúlkuna, sem les og talar reiprennandi dönsku, og ber með sér nýjan og hressandi andblæ frá umheiminum. Árið 1884 giftist Theodóra, 21 árs að aldri, og fer þá Guðbjörg á undan til ísafjarðar, til þess að setja heimilið á laggirnar. Ætlað er, að hún verð ungu hjónunum til aðstoðar fyrst í stað, en þegar von er á fyrsta barninu, finnst öllum nauðsynlegt að hún hafi hönd í bagga með fæðingu þess og fyrstu skref- um. Þegar þar að kemur er Guðbjörg orðin nátengd heimilinu, og með hverju barni verða böndin sterkari. Guðbjörg lézt á heimili Katrínar Thoroddsen læknis árið 1944, 90 ára að aldri. , # Vorið 1899 fór Guðbjörg fóstra okkar suð- ur á Álftanes með bræður mína tvo, Þorvald og Skúla, sem þá voru 7 og 9 ára. Fenginn var ráðsmaður, áður bóndi, frá ísafjarðar- djúpi, Gunnar Sigurðsson að nafni, og tvær vinnukonur. Svo var hafinn búskapur á Bessastöðum. Þar var fyrir blindur maður, sem Ólafur hét, virðist hann hafa fylgt staðn- um. Ólafur var skýr og greindur maður og afburða vel að sér í fornum fræðurn. Síðan var fenginn fjósamaður, Guðmundur að nafni, ættaður sunnan með sjó, og svo dreng- ur til snúninga. Auk þess fólk af bæjunum í kring, til aðstoðar þegar þörf gerðist. Um haustið bættumst við Guðmundur bróðir minn í hópinn. „Thyra“ gamla lá fyrir landi og bátur flutti okkur upp að Fiscliersbryggju. Þar var saman komið múg- ur og margmenni og mest áberandi í þeim hóp voru skólapiltarnir með fínu húfurnar sínar. Guðbjörg var þar komin til þess að taka á móti okkur og hún fór með okkur, fyrst til fröken Kristínar Thorlacius, sem lengi var Iijá Jóni Árnasyni þjóðsagnaritara, en Katrín kona lians var ömmusystir okkar. Seinna kom Katrín Magnússon, kona Guð- mundar prófessors, til sögunnar, en hún var dóttir Skúla Sívertsen í Hrappsey, sem var ömmubróðir okkar. Katrín fór út með okk- ur til þess að skoða bæinn. Benti hún okkur á allt bið markverðasta og okkur þótti, sem von var, mikið til koma. Einhvern næstu daga var svo gengið suður Mela, suður í Skerjafjörð og þaðan róið úr Þormóðsstaða- vör beint í Skansinn inn tjörnina. Nú vorum við komin heim að Bessastöðum. Ég sá, að þar var ákaflega fallegt, en ég saknaði fjall- anna. Heima á ísafirði voru þau svo nálægt okkur, en liérna voru þau óralangt í burtu. Ég reyndi að hugga mig við Esjuna og }ök- ulinn. Eitt sinn í svartasta skannndeginu, um jólaleytið, kom ég út og sá sólina. É.g hafði aldrei áður séð sólina um þetta leyti árs, ég stóð hugfangin, eins og kraftaverk hefði gerzt fyrir augum mínum, mér lá við gráti. Þá fann ég það fyrst, að ég gat sætt mig við að sakna fjallanna minna. Að Grími Thomsen látnum hafði lítið verið hirt um liúsið. Það var að mestu í 40 MF.I.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.