Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 30

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 30
Á landsfundi kvenna 1948 komu konur fram með ýmsar athugasemdir varðandi lög- in og framkvæmd þeirra og sendu Alþingi tillögur sínar til viðbótar og úrbótar, m. a. um að mæðralaun yrðu tekin upp í frv. aftur og að ekkjur fengju barnalífeyri með börn- um sínum til 16 ára aldurs barnsins, þó að þær gengju aftur í hjónaband. En þennan rétt höfðu ógiftar konur og fráskildar haft frá upphafi lagasetningarinnar. í stjórnar- frv., sem lagt var fram á þingi 1951 af Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknarflokknum var réttur fráskilinna mæðra og ógiftra til barnalífeyris færður niður til samræmis við réttleysi ekkjunnar. Ennfremur var fæðing- arstyrkur gerður jafnhár til giftra og ógiftra mæðra og gerður endurkræfur á hendur barnsföður, sem hann ekki hafði verið áður. Fjölskyldubætuinar, sem voru algert nýmæli hér á landi við setningu laganna voru aðeins greiddar til heimilisfeðra. En fjölskylda var ekki talin einstæð móðir og barn; og stjúp- barn var aðeins talið barn látins föður, en þetta ldaut að skapa misrétti sem var lítt skiljanlegt. Nú um áramótin féll niður barnalífeyrir skv. breytingunum frá 1951, en þær áttu að taka gildi að þrem árum liðnum, og munu þær mæður, sem hér eiga hlut að máli, hafa um 300 börn á framfæri. Mun þetta sam- svara röskri milljón króna. Nú er Trygging- arstofnunin ekki að spara sér eina milljón með þessu, heldur er hi'rn að spara sér erfiðið að gi eiða þessum mæðrum meðlögin, eins og hún hafði áður gert, og sækja meðlögin í hendur sveitarfélaganna, sem vilja helzt losna við að sækja svo aftur meðlögin í hend- ur barnsfeðrum. Hins vegar virðast sveitar- félögin telja mæðurnar geta sótt þetta fé hendur bamsfeðranna eða vera án meðlag- anna ella. En nú segir í tryggingarlögunum: „tryggingarnar eiga að hjálpa til að skapa hin nauðsynlegu efnahagslegu skilyrði til þess, að börnin þurfi ekki að h'ða skort í upp- vextinum, — en því miður hefur skorturinn í þjóðféiaginu einmitt einna mest bitnað á börnum og barnafjölskyldum hingað til. . “ Þessum skerðingum mótmælti á sínum tíma Mæðrastyrksnefnd, landsfundur Kven- réttindafélags íslands 1951, Mæðrafélagið í Reykjavík og fleiri. Þegar Mæðrafélagið átti tal við forstjóra Trygginganna í byrjun marzmánaðar s.l. sagði hann að hann byggist ekki við lagfær- ingu á niðurfehingu barnalífeyrisins, þar sem tekjuhalli Trygginganna næmi nú 4 mihjónum. Hins vegar hefur tekjuafgang- ur ríkisins 1953 orðið nær 90 milljón- ir og væri sæmra að rétta hag Trygginganna svo að sú skömm ætti ekki eftir þingmenn að liggja að ganga meir og meir á rétt þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Nóg er nú að gert samt. Hefur sífellt verið dregið úr ldunnindum af hendi Trygginganna með ýmsum stjórnaraðgerðum, í stað þess að al- mannatryggingalögin gáfu ákveðin fyrirheit um endurbœtur í ýmsu tilliti, er þau voru sett. Vitað er að þessi niðurfehing barnalíf- eyris bitnar sárt á barnaheimilum og sam- þykkti því Mæðrafélagið að beina þeim til- mælum til Kvenréttindafélags íslands og pólitísku kvenfélaganna í Reykjavík, að taka upp baráttu fyrir því að barnalífeyrir falli ekki niður við giftingu móður, hvort sem um er að ræða ógifta, fráskilda eða ekkju. Endurskoðun Almannatryggingalaganna á að fara fram fyrir næstu áramót. Það er því nauðsynlegt fyrir konurnar að taka sín sér- mál til umræðu og gera sér ljóst, hvernig þær bezt geti unnið að því að fá þeim framgengt við Alþingi. í bréfi til áðurnefndra félaga tók Mæðrafélagið fram eftirfarandi atriði iu. a. í sambandi við Almannatryggingalög- in: „Svipting barnalífeyris hlýtur í flestum tilfehum að auka á öryggisleysi barnsins í uppvextinum, og torvelda giftingu kvenna, sem hafa börn á framfæri, og munu allir sjá við athugun að þetta getur ekki verið rétt stefna. Þá koma fjölskyldubætur óréttlátlega nið- ur, eins og t. d. um stjúpbörn, en þau eru 58 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.