Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 10
AÖalbjörg SigurÖardóttir gekk með innheimtuna. Sama sagan endur- tók sig með „19. júní“, sem gefið var út í allmörg ár af Ingu Láru Lárusdóttur, kaup- endatalan nægileg, en vanskil á árgjaldinu svo mikil, að blaðið bar sig ekki. „19. júní“ var að mestu helgaður réttindamálum og starfi kvennasamtaka lræði hér heima og er- lendis. Kvennablaðið „Framsókn" var gefið út í nokkur ár á Seyðisfirði. Það Iióf göngu sína árið 1894, sama ár og Kvennablaðið en kom þó fyrr út. Ritstjórar þess voru þær mæðgur Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skafta- dóttir. Framsókn var hreint kvenréttinda- blað, skrifað af eldlegum áhuga og mikilli snilld þessara tveggja ágætiskvenna. Mér er Framsókn sérstaklega minnistæð vegna þess að gegnum hana kynntist ég fyrst kvenrétt- indasjónarmiðum, þá barn að aldri, aðeins 7 ára. Vinnukona á heimili foreldra minna lét mig verða áskrifanda að Framsókn, þeg- ar hún byrjaði að koma út, árgangurinn kostaði 1 krónu, og borgaði hun hana fyrir mig. Eg er í engum vafa um, að ég lief alla ævi búið að boðskap þessa blaðs og því út- sýni, sem það vakti, en auðvitað varð Fram- sókn ekki langlíf, boðskapur hennar var of langt á undan tímanum, Iiún fékk ekki nægi- lega kaupendur, ekki einu sinni á pappírn- um, að ég held. Saga kvenréttindahreyfingarinnar hér á landi verður ekki rakin hér, en öll vitum við að mikil breyting er á orðin, bæði í rétt- arstöðu konunnar og öllum hugsunarhætti almennings í þessu ef’ni frá því er fyrstu kvennablöðin byrjuðu að koma hér út. Kvenréttindablað þarf ekki lengur að fara í neinar felur með aðaltilgang sinn. Réttmæti málefnisins er viðurkennt af flestum. En það er nii svo að nýir tímar flytja allt af nýjar hugsjónir. Þeir sem á öldutoppinum eru sjá alltaf nýtt land framundan, og skykla þeirra er að skýra samtímamönnunum frá því sem hinir sjá ekki eða í þoku. Það var þetta sem gerðist, þegar Melkorka byrjaði að koma út fyrir 10 árum. Þeim konum, sem að henni stóðu, varð það svo ómótstæðilega ljóst, að þær gátu ekki þagað, að Melkorka — móðir- in — á syni engu síður en dætur, að hún þarf að flytja frelsis- og réttlætisboðskap sinn öllu þjóðfélaginu jafnt, þarf að sameina börn sín, syni og dætur, í baráttunni fyrir betri lífskjörum, mannsæmandi lífi, frelsi og friði og veita þeim jafnframt leiðbeiningar um leiðina að þessu marki. Þessi var tilgangur tímaritsins, en hvað þá með árangurinn? Fyrt og fremst: Melkorka hefur staðið við stefnumark sitt, hún hefur undanfarin 10 ár samvizkusamlega flutt þann boðskap, sem fæðing hennar var helguð. Hi'm hefur jafn- framt forðast þau blindsker ofstækis og hat- urs, sem slíkar tilraunir og þessi stranda oft á. Hún liefur reynt að veita fræðslu um mál- efni og réttlætiskröfur lítilmagnans, án þess að setja sig í dómarasæti yfir einstökum mönnum.Hún hefur sem sagt talað um mál- efni en ekki menn og tel ég það höfuðkost. Enn fremur hafa frjálslyndar og listrænar konur haft tækifæri til að koma þarna fram og segja frá margbreytilegum viðfangsefn- um og áhugamálum sínum og allur hefur frágangur ritsins verið hinn smekklegasti og fullnægt fegurðarkröfum lesandans. Melkorku hefur tekizt að lifa af barna- sjúkdómana, svo segja má að lífi hennar sé 38 MKLKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.