Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 23
ÞÚ eða ÞÉR Eftir GuÖrúnu Pálsdóttur frá Hallormsstað í fyrra vetur bar svo við, að allmikið var að því vikið í útvarpserindi einu og lögð á- herzla á, hve rnikill liáski íslenzku máli og nrenningu væri búin með þeim lausalopa- liætti, sem nú væri í þéringum manna í milli. Það tjón yrði naumast bætt nema því að eins, að senr skjótast yrði snúið við blaðinu í þeim efnum. Reisn og yndisþokki móðurmálsins og virðuleiki manna væri hér í veði. Ég reit þá jregar grein til andsvara þessu, senr ]ró var ekki birt. Mal þetta lá svo í Jragnargildi á opinber- unr vettvangi, þar til einn sólríkan dag að áliðnn síðastliðnu sumri, að annar nraður bar fram í ríkisútvarpinu lrið sama efni og að ofan greinir og harmaði mjög í Irvert ó- eliri væri komið í umgengnisháttum fólks nú á dögum vegira jress að þéringar væru svo mjög í hnignun. Sami nraður kvaddi sér svo Idjóðs á Landsþingi Kvenfélagasambands ís- lands síðastliðið lraust og liélt jrar langt er- indi. Kona er sat á þingi þessu og lilýddi á erindið, komst svo að orði: „Hann gat aldrei fundið neinn endi á jrví, sem hann var að segja. Hann bara hætti.“ Það að ímynda sér, að þéringar séu trygg- ing fyrir háttvísi manna í umgengni, er lrin lrreinasta fjarstæða og stangast mjög við stað- reyndir, alveg eins og hitt, að menn geti ekki haldið sér í fjarlægð hver frá öðrum án jreirra. Hér um Jrarf enga skilgreiningu orða. Andlega skildir menn laðast hver að öðrum, hinir ekki. Rök mín í móti þéringum eru þessi: í fyrsta lagi: Það er í alla staði óeðlilegt að foreklrar og uppalendur unglinganna glæði lijá þeim vitundina um það, að þau séu vax- in frá barninu í sjálfum sér, og verði Jrví að breyta umgengnisháttum sínum við aðra menn, leggja niður hina barnslegu einlægni. Ríður mannkyninu á nokkru öðru nú á tím- um, eins mikið ogþví, að uppvaxandi menn, konur jafnt sem karlar, vaxi að vizku og náð með barninu í sjálfu sér, en verði ekki við- skila við Jrað. „Verið sem börn í einlægni en fullorðnir í dómgreind." Þannig hljóða orð Heilagrar Ritningar liér um. í öðru lagi: Málið er mönnum gefið til Jress að Jreir geti tjáð hver öðrum hugsanir sínar, gert sig skiljanlega, en ekki til þess, að þeir auðsýni einum virðingu og öðrum lítils- virðingu. Heilbrigð rök með Jréringum er Jrví hvergi liægt að finna. Þetta skilur og finnur unga fólkið með aukinni menntun. Það væri ófyrirgefanlegt, ef hinir sem eldri eru, rugluðu dómgreindina í Jressum efnum. Hvað er orðið af hugsjónaeldi þeirra manna, sem lifðu á blómaskeiði ungmenna- félagslireyfingarinnar á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar? Muna Jreir ekki eftir litlu lrláu merki með þessum stöfum: U M F í ? Allir sem það merki báru, vissu að þeir máttu Jrúast. Það var ávöxtur Jress skilnings, að bræðralagshugsjónin ein á grundvelli kristindómsins væri þess megnug, að styrkja félagsböndin. Er það nokkuð undarlegt, að kona sem eitt sinn var meðlimur þessarar fé- lagshreyfingar, og nú í tvo áratugi meðlimur sambandsfélagsskapar austfirzkra kvenna, sem hefur Jrað ákvæði innan sinna vébanda að Jrúast, eigi orðið skilning á gildi þess og vilji með oddi og egg berjast á móti and- stöðu gegn jrví, vitandi Jrað að óeinlægni verður hverju góðu málefni að fótakefli. Ekki einu sinni himnafaðirinn getur skilið okkur, nema Jrví aðeins að við nálgumst hann í einlægni, hvernig ættu mennirnir þá að geta Jrað. En til þess að móðurmálið týni engu af orðaforða sínum, er Jrað tillaga mín, að Jrér- ingum verði viðhaldið í fleirtölumerkingu í hátíðlegu máli. MELKORKA 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.