Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 22
Ásta Ólafsdóttir form. Vcrkakvennafél. Brynju, Siglufirði Antia Sigurðardóttir form. Kvenréttindafélags Eskifjarðar Halldóra Ó. Guðmundsdóttir form. Sveinafél. netagerðarm. með dótturson sinn Siglufirði, 1. apríl 1954. K;era Melkorka. Um leið og ég sendi þér mínar innilegustu heillaóskir á 10 ára afmælinu, vil ég nota tækifærið til að þakka þér ánægjuríka viðkynningu á liðnum árum. l>að má hver íslenzk kona vera stolt af því að eiga þig að vinu, því að þú ert bczt búin og víðsýnust systra þinna, Jreirra er ég lief kynnzt. Megir þú vaxa að vizku og djörfung og verða langlíf í landinu. pjn einlæg Asta Ólafsdóttir Kveðja til Melkorku Með örfáum orðum vil ég senda Melkorku kveðju mína en með meiri þökk en gæti falist í mörgum orðum. Þegar hún upphóf sína raust lýðveldisárið 1944 áttum við netakerlingar 6 ára erfiða baráttu að baki fyrir launajafnrétti og þ.i stóðu sakir þannig, að við samn- ingaumleitanir var hækkun miðuð við hundraðshluta hjá báðum kynjum, sem Jrýddi Jrað að mismunurinn varð æ meiri milli launa karls og konu. Félag okkar „Nót", félag netavinnufólks, sem nú heitir Sveinafélag netagerðarmanna, var fyrst og fremst stofn- að með kröfum um Íaunajafnrétti árið 1938, en Jrað fór þannig að konur fengu að vísu 10 aurum hærri laun cn verkakonur í almennri vinnu á kostnað Jress að karl- mennirnir höfðu 10 aurum lægri laun en verkamaður. Slíka nauðungarsamninga varð maður að mcðtaka þá og í nokkur skipti var tnerkið látið niður falla. Ég gekk í félagið 1940 og krafan var höfð i samnings- uppkasti úr Jrví, en árangurinn var enginn orðinn scm fyrr segir 1944 og stuðningur og trú á sigurinn lítil. Melkorka litla átti ekki hvað minnstan þátt í Jjví að árið 1946 fengum við fullt launajafnrétti í okkar starfi, en að visu á þeim forsendum, að við hefðum réttindi f iðninni, en [rá var starfið líka fyrst viðurkennt sem iðn, þó að Jrað hefði verið bókað sem slíkt um margra ára skeið og aðeins meistarar þegið laun samkvæmt [jví. Ég flyt Jjví Melkorku okkar innilegustu afmælisósk og vænti þess að raust hennar nái til allra íslenzkra kvenna og veiti þeim skilning á, að [reim ber fullt jafnrétti og djörfung til að öðlast jrað. Halldóra Ó. Guðmundsdóttir Melkorka 10 ára Melkorka hóf mál sitt á því vori, sem bjartast er í sögti íslands — 1944 —, þegar íslendingar sameinuðust allir um eina ósk, eina fyrirætlan, þá að verða frjáls Jjjóð, eftir nær sjö alda ófrelsi. Melkorka hóf mál sitt og minnti íslenzkar konur á það, að þær væru enn ekki frjálsar. Melkorka hefur vakið marga konuna til umhugsunar og starfa að þeim hugsjónamálum, sem hún bcrst fyrir: Jafnrétti kvenna og karla, jafnrétti og frelsi allra jarðar- búa, hvort sem hvítir eru eða dökkir og friði milli allra Jjjóða heims. Hve Jjýðingarmikið starf liennar hefur verið, síðan hún hóf tipp mál sitt, verður aldrei sýnt eða sannað með tölum. Með öðrum orðum starf Melkorku er „ómetan- legl“, eins og oft er sagt um störf íslenzkra mæðra. Von- andi kunna konurnar betur að meta starf Melkorku en Jjjóðfélagið störf hinna þöglu húsmæðra. Melkorka er eitt hið vandaðasta tímarit á fslenzka tungu og hún sannar ótvírætt, að konur kunna engu síð- ur en karlar að halda á penna. Ég árna Melkorku allra heilla og færi henni þakkir. Anna Sigurðardóttir 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.