Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 17
Ave Maria gratia ple.na dominus tecum. (Ur Teiknibókinni i Arna safni). HANDRITA- MÁLIÐ Um kröfu til handritanna úr vörzlu Dana eru íslendingar einhuga. Það sýnir bezt live farsæl lykt þess máls er þeim mikils virði. Þau eru að kalla einu þjóðardýrgripir okkar frá fyrri tímum og bera vitni hámenningu, sem hvaða þjóð sem er gæti verið stolt af. Það er án efa örðugt að gera Dönum ljósa afstöðu okkar til handritanna; það sézt bezt á síðustu lillögum dönsku stjórnarinnar. — Ráðamenn hinnar siðmenntuðu dönsku þjóðar bjóða okkur að Danir eigi handritin að hálfu með okkur. Ekki má láta þetta á sig fá, heldur lialda áfram að skýra málið fyrir Dönum, þar til handritin eru fengin. Þau eru íslenzk — íslenzk — íslenzk, og það getur aldrei önnur þjóð átt slíka gripi en sú sem skóp þá. Ut af þessum tillögum dönsku stjórnar- innar samþykktu Menningar- og friðarsam- tök íslenzkra kvenna eftirfarandi ályktun á almennum fundi 2. apríl s.l.: „Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna ítreka þau einhuga sjónarmið ís- lenzku þjóðarinnar í handritamálinu, að handritin séu eign íslendinga einna og bezt komin á íslandi. Ennfremur leggur félagið á það áherzlu, að ríkisstjórn Islands láti einskis ófreistað að lialda áfram viðræðum við dönsku stjórn- ina um málið, unz það er leitt til farsælla lykta.“ armanna" með aukinni tækni og því feikn- legri afköstum sem lengia líður á það þjóð- skipulag, sem kennt er við auð og liefur arð- ránið að uppistöðu og blinda auðsöfnun að leiðarljósi. Almúginn færði merkingu orðsins ríkur til samræmis við raunveruleika. Eins á hann eftir að leggja réttan mælikvarða á gildi sitt í þjóðfélaginu. Því máli þokar smáttog smátt Mklkorka í rétta átt. Því fleiri sem finna kjarnann í baráttu dagsins, fyrir samvirkum þjóðfélags- háttum, sósíalisma, gegn auðdrottnun, því betra. Því fyrr verður þeirri óáran aflétt, að laun séu í öfugu hlutfalli við vinnuafköst, að örfáir einstaklingar sitji yfir rétti fjöld- ans, að fjármagn drottni á himni og jörðu. N.Ó. 45

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.