Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 32

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 32
Ung stúlka fer í 10 daga ferðalag ViÖtal viÖ flugfreyju Um daginn rakst ég á götu á 22 ára gamla vinkonu mína. Hún er flugfreyja og því fremur sjaldgæft að rekast á hana á jörðu niðri. Hún var brún og eins og dálítið sól- brennd svo mér varð að orði hvort hún væri að koma úr sumarsól hinumegin af hnett- inum. „Nei, síður en svo, ég er nýkomin frá Bandaríkjunum, — ég varð svona brún þegar ég var á ferð í Pakistan í Indlandi í vetur. Ég skrapp nefnilega í ferðalag austur á bóginn um mánaðamótin janúar—-febrúar.“ Ég varð forvitin og fór að spyrja. Pakistan hljómar eitthvað orðið svo kunnuglega í evr- um. Það er ekki svo sjaldan minnst á ólguna þar, óeirðir, Bandaríkin og herstöðvar í því sambandi. „Ég fór frá Noregi,“ segir ferðalangurinn, „flugleiðis til Sviss og þaðan til Rómaborgar og áfram til íran, til hafnarborgarinnar Aba- dan. Fengum ekki að sjá okkur um í borg- inni, allt logaði í óeirðum út af Mossadec og hatur mikið út í Breta, þess vegna var ekki hættulaust fyrir hvítt fólk að láta sjá framan í sig. Daginn sem við komum voru 40 manns drepnir í götuóeirðum. Þá var haldið af stað til Kairo, höfuðborgar hinna frægu Níl- ardætra og fornu Pýramída. Þegar þangað kom blöstu við glæsilegar hallir og ríkidæmi annars vegar ömurlegasta fátækt og tötur- mennska. Gistihúsið sem við gistum á var eitthvert hið íburðarmesta sem ég hef augum litið. Silfurblær og súlur og íburður, himin hátt til lofts í miklum salarkynnum. Ég hafði verið að hlakka til alla leiðina að sjá hina margrómuðu og lofsungnu Pýra mída. Við lögðum af stað þangað um morg- uninn í býti kl. 5. En ef satt skal segja varð ég ekki fyrir neinni sérstakri upphafningu í því ferðalagi. Reyndar var tignarlegt að sjá pýramídana rísa upp úr auðninni. Annað sem fyrir augu bar var einn og einn karl á stangli er teymdi úlfalda á eftir sér eitt- hvað út í auðnina, og svo hreysi fátæklinga í liæfilegri fjarlægð frá pýramídunum og fuglasöngurinn sem við heyrðum var hana- gal og gagg í liænum, og pýramídann, þann sem við ætluðum sérstaklega að skoða að innan, gátum við ekki fengið að sjá, Jiann var nefnilega ekki opnaður fyrr en klukkan 9 — en við höfðum lrraðann á til að komast með flugvélinni til Pakistan. Við flugum svo til Karaclii, sem er frægur flugsamgöngustaður milli Evrópu og Indlands og dvöldum þar í 21/2 dag. Þarna var gott að koma, hitinn aJ- veg mátulegur og þó er þessi árstíð víst vetur á þessum breiddargráðum. Bananatrén voru þakin ávöxtum, alstaðar gróður og blóm. — Gistihúsið var niður við sjóinn og þar var liægt að synda og flatmaga í sólinni. Þarna sat alstaðar fólk flötum beinum á götunum, tannlæknar með verkfæri og á- breiður í kringum sig og drógu tennur út úr tannpínukvöldu mannfólki. Börn og ung- Jingar sátu alvarleg yfir handavinnu, saum- uðu og saumuðu án þess tæplega að Jíta upp, karlar með varning á hverju götuhorni og í þröngum götum sáum við inn í hurðarlaus- ar silfursmíðaverkstofur. Þarna var allt fyrir opnum tjöldum. Mér varð starsýnt á kon- urnar, þær gengu um eins og reifastrang- ar á götunum með þykka blæju fyrir andlit- inu og aðeins op fyrir augun, en þessi op voru reyndar eins og með rimlum fyrir — 60 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.