Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 38

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 38
TOVE DITLEVSEN Eftir Bodil Sahn Frá því um aldamótin síðustu hafa Danir eignazt eigi allfáar skáldkonur en harla ólík- ar. Mætti nefna Thit Jensen, kvenréttinda- konuna frægu, sem skrifað hefur kynstrin öll af sögulegum skáldsögum í ofhlæðisstíl, Ag- nes Henningsen, sem einkum hefur hlotið frægð á efri árum, er hún tók að gefa út mjög bersöglar en listrænar endurminning- ar, og Karen Blixen (dulnefni Isak Dinesen), eina fjölgáfuðustu og torskildustu skáld- konu Norðurlanda, og þótt víðar væri leitað. Bók sú, sem komið hefur út á íslenzku eftir hana, „Jörð í Afríku“, gefur, þótt ágæt sé, mjög ófullnægjandi hugmyndir um skáld- konuna, sem að frásagnargleði og seiðmagni minnir á „Þúsund og eina nótt“. Þessar skáldkonur eru þó allar farnar að reskjast, en unga kynslóðin á einnig fulltrúa á skáldabekk. Tove Ditlevsen er sú skáld- kona dönsk, sem getið hefur sér mestan orð- stír á undanförnum áratug. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari skáldkonur en Karen Blixen og Tove Ditlevsen. Önnur af aðals- ættum, alin upp við menningu, sem óðum er að liverfa, dýrkandi fegurðar og forms, leikur sér að persónum og atburðum, segir sögu sögunnar vegna, en hin kyndaradóttir, fædd og uppalin í Istedgötu, þeirri frægu fá- tækragötu, sem „aldrei gafst upp“, eins og það var orðað á hernámsárunum. Hún leik- ur sér ekki að orðum né persónum, veit, hvað hún ætlar að segja og hvers vegna, hvernig það er sagt skiptir hana ekki mestu máli. Hún þekkir alvöru lífsins og leggur mesta áherzlu á gildi mannsins. Tove er fædd 1918. Sjálf segir hún, að sterk einmanakennd hafi verið ríkjandi hjá Tove Ditlevsen sér í bernsku, enda lýsir hún átakanlega ein- stæðingsskap barna og fullorðinna í bókum sínum. Reyndar var ekki sárasta fátækt á heimilinu, en atvinnuleysið vofði sífellt yfir og öryggisleysið, og telur Tove, að þetta ör- yggisleysi hafi haft í för með sér ævarandi ótta, sem til dæmis gerir vart við sig, hvenær sem á að gefa út nýja bók eftir hana. Á einum stað segist henni þannig frá æsku sinni: „Þeg- ar ég var fjórtán ára, fór ég í vist, og upp frá því hef ég staðið á eigin fótum. Eg fór að yrkja kvæði, en fyrirvarð mig satt að segja dálítið fyrir það. Félaga mínum, sem ég sýndi þau, fannst þau „undarleg“, en að öðru leyti bara sæmileg. Og þessi viðurkenning gaf mér svolítinn kjark, þótt hún væri hálfvolg. Smám saman eignaðist ég nýja félaga og nýja tilveru og varð smám saman fullorðin. Það var reiðarslag fyrir foreldra mína, þegar ég sagði upp starfi mínu á skrifstofu og hugðist hafa ofan af fyrir mér með ritstörfum, en mér var Ijóst, að ég varð að vera frjáls, eins frjáls og orðið getur, þegar alltaf eru fjár- hagsáhyggjur fyrir dyrum.“ Enn blasir við 66 MEI.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.