Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 29

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 29
Fullkomnar almaunatryggingar skapa börnunum öryggi i uppvextinum. izt hlið við lilið. Tekju- og eignaskiptingin er svo ójöfn, að enda þótt heildartekjurnar séu meira en nógar til þess að allir geti feng- ið nægilegar lágmarkstekjur, vantar mjög á að svo sé....Þetta eru þær raunverulegu aðstæður, sem við eigum við að búa í nú- tímaþjóðfélagi, þar sem mikill meirihluti borgaranna lifir af launum og á ekki sjálfur atvinnufyrirtækin, sem hann starfar við. Úr þessu eiga almannatryggingar að geta bætt að verulegu leyti með því að tryggja hverjum borgara, sem vill vinna þegar hann getur það nægilegar tekjur, til þess að hann þurfi ekki að líða skort. Þetta eru lágmarkskröfurnar sem gera verður til þess, að hægt sé að tala um félagsleg öryggi í þrengri merkingu, en vitanlega má tala um það í víðtækari merk- ingu, ef markmiðið er sett liærra en það að forða frá skorti.“ Almannatryggingarnar sameinuðu í eitt heildarkerfi ýmsa opinbera forsjá sem verið hafði áður í höndum ýmissa aðilja. Megin- þættir hennar eru tveir: Tekjutrygging og Jieilsugæzla. Bæturnar eru látnar í té eftir fastákveðnum reglum, en ekki eins og fram- færslustyrkur eftir persónulegu mati í hverju einstöku tilfelli. Tekjutryggingin eða bætur í peningum skiptast í 5 aðalflokka: 1. Elli- og örorkubætur. 2. Bamalífeyrir og fjöl- skyldubætur. 3. Bætur til mæðra, ekkna o. fl. 4. Sjúkra- og dánarbætur. 5. Slysabætur. Og meginatriði lieilsugæzlunnar var það „að tryggingar skuli bæði láta til sín taka lieilsuvernd og sjúkralijálp" sem nái til allra landsmanna. Hefur þessi kafli laganna ekki enn komið til framkvæmda. Kostnaðurinn af tryggingunum er borinn uppi að lang- mestu Jeyti af almannafé, persónulegum ið- gjöldum og sköttum og skiptist milli eftir- greindra aðilja: Iðgjöld liinna tryggðu, ið- gjöld atvinnurekenda, framlög sveitarfélaga, og framlag ríkissjóðs. Lögin gengu í gildi 1. jan. 1947 ogboðuðu nýja stefnu í félagsmálum. Hlutur barna og mæð'ra í lögunum. í Jögunum voru ýms nýmæli sem sérstak- lega snertu sérstöðu kvenna í þjóðfélaginu. Öll meðlög samkvæmt úrskurði voru nú greidd fyrir milligöngu Tryggingarstofnun- ar ríkisins, og í stað þess að áður lrafði verið greitt eftir 7 mismunandi reglum, gilti nú ein og sama regla um ákvörðun meðalmeð- lags eftir verðlagssvæði. Meðlagið var greitt fyrirfram mánaðarlega af Tryggingarstofn- uninni. Með þessu lyfti Tryggingarstofnun- in miklum þunga af herðum fjölda mœðra. Gegn vilja þingmanna Sósíalistaflokksins voru ekkjubæturnar stórlega skertar og mœðralaunin, eitt Irezta nýmæli laganna, felld niður. Konur mótmæltu strax er þær vissu livað til stóð, fulltrúaráð Kvenréttinda- félags íslands, Mæðrastyrksnefnd, Mæðrafé- Jagið og 40 þekktar konur úr öllum stjórn- málaflokkum mótmæltu þessum skerðing- um á réttindum kvenna í lögunum, en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir þetta fögnuðu konur að vonum þeim auknu réttindum, sem Jögin færðu þeim og var eitt af þeim ákvæði um fæðingarstyrk. MELKORKA 57

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.