Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 39

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 39
manni, hversu ólíkar aðstæðurnar liafa ver- ið fyrir Tove Ditlevsen og Karen Blixen, er þær leggja út á listabrautina. I veganesti fékk Karen Blixen ekki aðeins ágæta mennt- un og öruggt viðurværi, henni hlotnaðist líka sá styrkur, sem er fólginn í því að vera alin upp á menntuðu heimili, sem mótað var af margra kynslóða siðfágun og listrænum hæfileikum ættarinnar. Hins vegar hafði Tove Ditlevsen enga menntun fengið fram yfir barnaskólamenntun, og í ætt hennar hafði aldrei borið á listrænum hæfileikum fyrr. Aðaleinkenni hennar er líka, að hún skrifar alltaf um mjög venjulegt fólk, dag- leg vandamál þess og áhyggjur. Ekki gerast bækur hennar heldur í fjarlægum löndum eða á liðnum tímabilum mannkynssögunn- ar eins og algengt er hjá Karen Blixen. Bernskan hefur mótað Tove svo sterkt, að segja má, að hún fari sjaldan út fyrir „Götu bernskunnar", enda ber ein bóka hennar það heiti. í þeirri bók hefur hún dregið upp ógleymanlega mynd af þessari götu, sem get- ur verið samnefnari margra slíkra gatna í Kaupmannahöfn og ciðrum stórborgum heims. Hafi menn lesið lýsingar Tove á þess- um fátækrahverfum, er næstum eins og menn hafi sjálfir lifað bernsku sína þar. Hún lýsir götunni á sunnudögum, þegar karl- mennirnir korna út með mjólkurbrúsana, í inniskóm og flibbalausir, staldra við í port- um og rabba við nábúana. Stelpurnar í upp- lituðum silkikjólum, með borða í hárinu, eru að kaupa gamlar rjómakökur, sem seld- ar eru lækkuðu verði í brauðbúðunum. Eða þá á kvöldin, þegar allir unglingarnir flýja þröngu íbúðirnar og öll litlu systkinin og leita á náðir hinna mörgu upj)] jcjmuðu kaffi- húsa. Það er hvíslað og pískrað í stigagöng- um, og á götunni heyrist reikult fótatak. í bókum Tove úir og grúir af þessum ljóslif- andi myndum, sem sýna lesendum, hvernig lífið er raunverulega í þessu umhverfi. Hennar raunsæi er ekki fólgið í því að pré- dika eða benda, þess þarf ekki, því að þau áhrif, sem lýsingarnar skilja eftir, eru auð- Sovétkonan VALENTINA ORLIKOVA skipstjóri á Iwalveiðiskipinu „Stormurinn“ i Suðurhöfum. skilin. En þó að hún sýni, hversu dimmt, þröngt og hættulegt þetta umhverfi er, sér hún það samt í ljóma bernskunnar. Þetta er heimili hennar, ogjarðvegur liennarer stein- strætið. Þó að hún viti, að slíkt umhverfi er ekki mannsæmandi, þykir henni samt vænt um það og fólkið þar. Tove kom fyrst fram sem ljóðskáld með bókina „Meyjarhugur" (Pigesind, 1939), en hún vakti ekki almenna athygli fyrr en tveirn árum síðar, er skáldsagan „Barni var unnið mein“ (Man gjorde et barn fortræd) kom út. Saga þessi tekur til meðferðar við- kvæmt mál, enda þorði stærsta útgáfufyrir- tæki Dana, Gyldendal, ekki að gefa liana út. Ung stúlka, sem vex upp í svipuðu umhverfi og Tove sjálf, hefur orðið fyrir árás fullorð- ins manns, barn að aldri. Þegar hún seinna á lífsleiðinni hittir hann aftur, hefur hún gersamlega gleymt þessu atviki, en skilur ekki þau einkennilegu áln if, sem liann hefur á liana. Öll frásögnin af viðskiptum þeirra og viðleitni hennar til þess að brjóta þetta mál til mergjar er sannfærandi og átakanleg. Samt eru það aðallega raunsæjar lýsingar á lífi æskulólks í þessu umhverfi, sem gefa sög- unni varanlegt gildi. Næsta bók Tove var svo „Gata bernskunnar“ (Barndommens MELKORKA 67

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.