Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 8
Laufey Valdimarsdóttir hin viðsýna for- ystukona hven- réttindamála enn í dag, að vonlaust sé að gefa út málgagn fyrir konur sem ekki hefði að aðalinntaki kross-saums mynztur og létt hjal, sem krefð- ist ekki mikilla heilabrota eða umhugsunar. Tíu ára aldur Melkorku sannar hið gagn- stæða. Hún væri ekki lifandi í dag ef þetta væri réttlátur dómur yfir þroska íslenzkra kvenna. En annað mál er svo það að þetta fyrsta tímarit kvenna á íslandi mundi geta komið oftar út en þrisvar á ári og verið fjöl- breyttara að efnisvali, ef konur almennt sýndu því meiri áhuga, bæði með því að ger- ast sjálfar áskrifendur og útvega nýja, senda greinar um áhugamál sín o. s. frv. — en eigi að síður liefur Melkorka á þessum árum eignast vini og velunnara, er liafa greitt götu hennar og þeim sendir hún í dag beztu þakk- ir og kveðjur. Nöfnin eru of mörg til þess að þau verði talin hér upp. Það verður ekki okkar sem staðið hafa að útkomu ritsins þessi ár að kveða upp dóm um það hvernig Melkorku hefur tekizt fram til þessa að leysa af hendi það hlutverk er henni var ætlað í upphafi, en benda má á að hún hefur aldrei leitt hjá sér að ræða þau vandamál sem efst hafa verið á baugi á hverj- um tíma. Aldrei látið kalda stríðið hræða sig frá að kalla hlutina sínum réttu nöfnum né flytja hlutlægar fréttir af réttindabaráttu kynsystra okkar víðsvegar um heirn og með friðarhreyfingunni í heiminum hefur hún frá upphafi tekið eindregna afstöðu og birt hverja greinina af annarri um þau mál. Er þetta tekið hér fram, því íslenzk blöð, að undanteknum málgögnum sósíalista, hafa sýnt sorglegt tómlæti í þessu efni. Melkorka hefur komið út reglulega, að lieita má öll þessi ár. Af óviðráðanlegum á- stæðum kom ekkert hefti út 1948 og aðeins eitt hefti 1947. En 1949 byrjaði hún aftur að koma út, á vegum Máls og menningar, og hafði Nanna Ólafsdóttir, Svafa Þórleifsdótt- ir og undirrituð ritstjórn á hendi. Svafa Þór- leifsdóttir gekk úr ritstjórninni síðastliðið ár er hún tók við ritstjórn Húsfreyjunnar. Rannveig Kristjánsdóttir giftist Peter Hallberg, háskólakennara í Gautaborg og settist þar að og lét um leið af ritstjórn Mel- korku. Hún andaðist í september 1952 að- eins 35 ára að aldri. En eftir að hún fluttist af landi burt var tryggð hennar og umhyggja fyrir blaðinu æ hin sama og sendi hún því greinar og fréttir svo að segja fram á síðustu stund. Við vinir hennar og félagar tregum það að liafa hana ekki í okkar hópi á þessum afmælisdegi. Minning hennar er björt og heið eins og íslenzka vorið. Bjartsýni henn- Verkefnin sem biðu kvenna við hlið karlmannsins á ný sköpunartímabili lýðveldisins voru óþrjótandi. 36 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.