Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 31

Melkorka - 01.05.1954, Blaðsíða 31
Tvœr íslenzkar lístakonur Frú Jórunn ViBar er þegar orðin þjóðkunn bæði sem píanóleikari og tónskáld. Hún hefur haldið hljómleika í Reykjavík við ágæta blaðadóma. Af tónsmíðum hennar má nefna ballettinn „Ólafur reið með björgum frarn", og er uppistaðan í ballettinum hið yndislega þjóðkvæði sem allir kannast við. Einnig hefur hún samið annan ballet sem heitir Eldur og er hugmyndin fengin úr sam- nefndu kvæði eftir Einar Benediktsson, og músikina við barnamyndina Síðasti bærinn í dalnum. Frú Jórunn er borin og barnfædd í Reykjavík. Móðir hennar er frú Katrín Viðar og faðir hennar var Einar Viðar, sonur Indriða Einarssonar. Sjálf segist hún vera komin af innfæddum Reykvikingum í 9. lið. Hún er því ósvikin dóttir hinnar islenzku liöfuðborgar og hefur þegar að nokkru gert garðinn frægan, þótt þroskaferill þessarar mikilhæfu listakonu sé rétt að hefjast. Frú ÞuríÖur Pdlsdóttir söngkona er ein af hinum ungu listakonum okkar, sem vakið hefur almenna hrifningu með söng sínum og er hún ein af okkar allra vinsælustu söngkonum. Hún iiefur stundað söngnám í Englandi og Ítalíu og eftir heimkomuna haldið nokkra hljómleika í Reykjavík við ágæta aðsókn. Hún er dóttir dr. Páls Isólfssonar og fyrri konu lians Kristinar Norðmann. aðeins talin börn látins töðnr. Ekki <n:eitt O með börnum öryrkja eða ellilífeyrisþega og ófeðruð börn algjörlega réttlaus. Benda má á, að konur greiða sitt fulla gjald til Trygg- inganna, og eiga því rétt á að þeirra sérstaða sé metin af löggjafanum, svo börnin þurfi ekki að líða skort eða annan órétt, þó þau séu börn ógiftrar móður, fráskilinnar eða ekkju. Gamalmennum er gert að greiða opinber gjöld af ellilífeyri, og sýnist það fráleitt að gefa með annarri hendinni og taka með hinni.“ Síðan lýkur bréfi Mæðrafélagsins til Kven- réttindafélagsins og liinna pólitísku kvenfé- laga á þessa leið: „Það er von okkar, að Jrið í félagi ykkar takiðöll Jressi atriði til athugunar, og að kon- ur úr öllum stjórnmálaflokkum geti samein- ast um að Itafa áhrif á löggjafann, svo hægt sé að heirnta að nýju rétt barna og mæðra, og skerðingar laganna séu ekki eingöngu látnar skella á lítilmagnanum." Þess er að vænta að ef konur úr öllum stjórnmálaflokkum einbeita sér að þessu Framh. á hls. 61. MELKORKA 59

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.