Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 1
Grunsemdir Bíllinn var skoðaður ítarlega við komuna til landsins. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Upplýsingar sem Tollgæslan gaf eft- ir rannsókn sína áttu stóran þátt í að lögreglunni tókst á nokkrum dögum að upplýsa ránið í úraverslun Franks Michelsen við Laugaveg 17. október síðastliðinn. Maðurinn sem lögreglan handtók í vikunni vegna aðildar að ráninu kom einn til landsins með Norrænu á silf- urlitri Audi-bifreið 11. október og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins vakti hann strax athygli tollvarða og ákvað Tollgæslan að framkvæma ítarlega leit í bílnum. Ekkert fannst eftir sex tíma leit og var manninum sleppt. Tollgæslan lét lögreglu vita um grunsemdir sínar og sendi myndir af manninum og bílnum. Daginn fyrir ránið fékk lög- reglan einnig í hendur upplýsingar um ferðir bílsins en maðurinn skráði sig inn á gistihús í Kópavogi eftir ferðalagið frá Seyðisfirði. Eftir ránið þann 17. október minnti Tollgæslan lögregluna á manninn og fannst Audi-bifreið hans við gistihúsið. Síð- ar fór fram ítarleg leit í bílnum og í honum fundust öll úrin sl. miðviku- dag, vel falin. »14 Skiptu sköpum  Bifreið vitorðsmanns úraræningj- anna vakti grunsemdir Tollgæslunnar Morgunblaðið/Júlíus L A U G A R D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  254. tölublað  99. árgangur  KENNIR FÓLKI AÐ BÚA TIL ÍS HEIMA Í ELDHÚSI FÁ ÖRUGGT SKJÓL Í KATTHOLTI HETJUR VALHALLAR - ÞÓR TALSETT Á TUGUM TUNGUMÁLA SUNNUDAGSMOGGINN ÞRUMUGUÐINN Í 58 LÖNDUM 46MIKIL FLÓRA Í ÍSGERÐINNI 10 Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli sem höfðað var af hálfu fjöl- margra hagsmunaaðila til að fá neyð- arlögum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde frá 6. október 2008 hnekkt og var niðurstaðan að lögin væri gild. Neyðarlögin kváðu m.a. á um for- gang innistæðna í þrotabú fjármála- stofnana. Verður hægt að byrja eftir nokkr- ar vikur að greiða tryggingarsjóðum breskra og hollenskra innistæðueig- enda út úr þrotabúi Landsbankans vegna Icesave-reikninganna. Í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur hefur nú staðfest, kom fram að ekki hefði verið sýnt fram á að neyðarlögin brytu gegn stjórnarskránni, Mannréttindasátt- mála Evrópu eða EES-samningnum. Héraðsdómur taldi að með setn- ingu neyðarlaganna hefði verið stefnt að lögmætu markmiði, að forða rík- inu frá yfirvofandi greiðsluþroti og samfélaginu frá efnahagshruni. Þáverandi stjórnarflokkar, Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylkingin, studdu, ásamt Framsóknarflokkn- um, neyðarlögin, Vinstri grænir sátu hins vegar hjá. „Mér finnst því bil- legt þegar Steingrímur J. Sigfússon er að hrósa sér af þessu í dag,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra. „Einhvern tíma var nú talað um það í ljóði að „verma sitt hræ við annarra eld“. Það má kannski rifja það upp í sambandi við þátt hans. En þessi löggjöf hefur skipt mjög miklu máli í framhaldinu. Þó að margt hafi misheppnast í höndunum á núverandi ríkisstjórn stendur þetta eftir og verður grundvöllur þess að leysa ýmis vandamál sem eftir eru.“ NEYÐARLÖGIN HÉLDU  Hæstiréttur segir lögin ekki brjóta stjórnarskrá, Mannréttindasáttmála Evrópu eða EES-samning  Staðfestir dóm héraðsdóms um að lögin hafi verið nauðsynleg til að forðast greiðsluþrot og hrun  Hægt að byrja að greiða úr þrotabúi Landsbankans gamla vegna Icesave eftir nokkrar vikur MNeyðarlögin »24-25 Morgunblaðið/Ómar Niðurstaða fengin í Hæstarétti Lögmenn nokkurra hagsmunaaðila takast í hendur í gær eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp dóm sinn um lögmæti neyðarlaganna frá 2008. Um 70 kröfuhafar í þrotabú Landsbankans íhuga að fara með málið fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu. Þeir eru vonsviknir. „Hópurinn hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að löggjöfin sem setur innistæður sem forgangskröfur brjóti gegn grundvallarréttindum sem kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í yfirlýsingu hópsins. „Sú niður- staða Hæstaréttar að staðfesta þessi lög leiðir til þess að kröfuhafarnir telja sig tilneydda að íhuga málshöfðun gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.“ Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, segir ekk- ert benda til annars en að krónan verði áfram gjaldmiðill Íslands. Við upphaf landsfundar VG í gær ítrek- aði Steingrímur jafnframt að stefna flokksins í Evrópumálum væri óbreytt og „það gerðu aðrir flokkar, þar með talin Samfylkingin, rétt í að hafa í huga,“ sagði hann. Í almennum stjórnmálaumræðum gagnrýndi Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. ráðherra, harðlega viðræður við ESB. Ef ekki yrði grundvallar- breyting á afstöðu flokksins myndi VG standa uppi rúin trausti. Hann sagði mál til komið að horfa raun- sætt á stöðuna og þá ábyrgð sem á flokknum hvíldi „í stærsta máli sem þjóðin hefur borið frá því við náðum fullveldi 1918“. Þráinn Bertelsson alþingismaður, sem nýlega gekk til liðs við þingflokk VG, sagðist aftur á móti hafa verið velkominn þegar ríkisstjórnin þurfti á honum að halda og ekki gengi að segja fólki að fara til fjandans með „þessari miklu ESB-andúð“, eins og hann orðaði það. »6 Stefnan óbreytt  Hjörleifur vill hætta að ræða við ESB  „Ekki segja fólki að fara til fjandans“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.