Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Það er alltaf nóg að gera! Borgun gerir það eins auðvelt og hægt er. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Komið verður á samtengdri raf- rænni sjúkraskrá fyrir allt landið og þjónustustýringu innan heilbrigðis- kerfisins ef tillögur ráðgjafahóps velferðarráðherra um breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu verða að veruleika. Tillögur ráðgjafahópsins voru kynntar í gær en þær eru byggðar á skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting Group gerði að beiðni ráðherra. Var hópnum ætlað að skoða hvort þörf væri á grundvall- arbreytingum á heilbrigðisþjónust- unni og í hverju þær gætu falist þannig að unnt væri að uppfylla markmið um öryggi og jöfnuð á sama tíma og aðhaldskröfum fjár- laga væri mætt. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins kom fram að bæta þyrfti til muna áætlanagerð og árangursstjórnun í íslenska heilbrigðiskerfinu. Nú eru sjúkraskrár aðeins samtengdar inn- an heilbrigðisumdæmanna sjö en til- laga ráðgjafahóps ráðuneytisins kveður á um að komið verði á sam- tengdri rafrænni sjúkraskrá fyrir allt landið sem tekur til heilsufars einstaklinga frá vöggu til grafar. „Það er ekki spurning um það að það yrði auðveldara að halda uppi hagkvæmri gæðaþjónustu. Dæmi eru um að fólk fer inn í kerfið í Reykjavík og rannsóknir eru jafnvel endurteknar því að það er ekki að- gangur að sjúkraskrám,“ segir Þor- valdur Ingvarsson, forstjóri Sjúkra- hússins á Akureyri, sem átti sæti í ráðgjafahópnum, spurður hvort eitt- hvað sparist með slíkri samræmdri sjúkraskrá. Engin þjónustustýring hér Bent er á það í skýrslu ráðgjaf- arfyrirtækisins að Ísland sé nánast einstakt í því á meðal Evrópulanda þar sem ríkisrekin heilbrigðisþjón- usta er á föstum fjárlögum að hér er engin þjónustustýring á milli heim- ilislækna, sérfræðinga, göngudeilda, sjúkrahúsa og bráðadeilda. Fyrir vikið sé hætta á að þjónusta sér- greinalækna verði ofnotuð. Kostnað- ur vegna hennar hafi aukist um sjö prósent frá 2008 jafnframt sem fjár- útlát til flestra annarra þátta hafa minnkað. Því er lagt til að slíkri þjónustu- stýringu verði komið á í áföngum. Þannig verði öll heilbrigðisþjónusta tengd samtengdu sjúkraskránni og formleg samvinna göngudeilda, sér- greinalækna og heilsugæslu aukin. Þá verði einn tiltekinn læknir, að jafnaði heimilislæknir, gerður ábyrgur fyrir þjónustustýringu sjúklings. Til þess að auðvelda fólki að vita hvert það á að snúa sér innan heil- brigðiskerfisins er lagt til að komið verði á símaráðgjöf með leiðbeining- um allan sólarhringinn um land allt og gagnvirkri heimasíðu með fræðslu um notkun kerfisins. Endurskoða heilsugæsluna Einnig er lagt til að heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu verði endur- skipulögð og greiðslufyrirkomulag verði endurskoðað í þágu sveigjan- leika, hagkvæmni, gæða og skil- virkrar þjónustu. Enginn tímarammi hefur enn ver- ið settur fram um hvenær tillögurn- ar gætu hugsanlega komið til framkvæmda en vinna við að ákvarða hann hefst innan tíðar í ráðuneytinu. Guð- bjartur Hannesson, vel- ferðarráðherra, segist þó vonast til þess að sam- ræmd sjúkraskrá geti komist í gagnið árið 2013. Kerfinu breytt og það bætt  Ráðgjafahópur leggur til að þjónustustýring verði tekin upp í áföngum innan heilbrigðiskerfisins  Samtengd rafræn sjúkraskrá fyrir allt landið lykill að meiri gæðum og sparnaði á næstu árum Heilsugæsla Heimilislæknar yrðu að jafnaði ábyrgir fyrir þjónustustýr- ingu sjúklinga samkvæmt tillögum ráðgjafarhóps velferðarráðherra. Fyrirséð er að sumar tillögur ráðgjafarhópsins eigi eftir að falla í grýttan jarðveg á lands- byggðinni. Bent er á í skýrslu Boston Consulting Group að hugsanlega séu heilbrigð- isumdæmi, heilsugæslu- stöðvar, hjúkrunarheimili, heilbrigðisstofnanir og sjúkra- hús of mörg á landinu. Þá séu margir heim- ilislæknar á vakt á lands- byggðinni og nýting sjúkra- bifreiða misjöfn og jafnvel engin sums staðar. Því leggur ráðgjafarhóp- urinn meðal annars til að lokið verði við sam- einingu heilbrigðisstofn- ana, vaktsvæðum verði fækkað um landið og sjúkraflutningar verði endurskipulagðir. Þá verði hjúkrunar- og sjúkrarými á heil- brigðisstofnunum skilgreind nánar og nýting þeirra greind. Of margar stofnanir FJÖLDI TILLAGNA Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.