Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Hæstiréttur staðfesti í gær í málinu nr. 340/2011 úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá í vor en þar kærðu tugir kröfuhafa þá niðurstöðu að telja skuli innstæður á Icesave- reikningum forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans. Alls tók rétturinn fyrir ellefu mál er vörðuðu stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008, svokallaðra neyðarlaga. Töldu sóknaraðilar greinina fara gegn eignarréttar- og jafnréttis- ákvæðum Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE)og einnig gegn EES-samn- ingnum. Þá hefði meðalhófs ekki ver- ið gætt þar sem löggjafinn og stjórn- völd hefðu gengið óþarflega langt í aðgerðum sínum þeim til tjóns. Mikill og fordæmalaus vandi Í dómi Hæstaréttar í gær kom fram að sóknaraðilar töldu markmið neyðarlaga óljóst og „rökrænt sam- hengi skort milli tilefnis til setningar þeirra og úrræða, sem í þeim fólust, en lögskýringargögn komi ekki að haldi til að varpa ljósi á það.“ Hæstiréttur sagði í ljósi máls- ástæðna sóknaraðila nauðsyn á að skýra þann vanda sem við var að etja í íslensku hagkerfi í byrjun október 2008 og rakti aðdraganda laganna. Í dómi sínum sagði Hæstiréttur: „Auk stóru viðskiptabankanna þriggja stóðu einnig flest af stærri fjármálafyrirtækjum í landinu fjár- hagslega tæpt þegar þarna var kom- ið. Að virtum þeim mikla og for- dæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið.“ Löggjafanum hafi því borið stjórn- skipuleg skylda til að gæta velferðar almennings. Ekki réttmætar væntingar Hæstiréttur féllst á að kröfurétt- indi sóknaraðila gætu talist eign í skilningi stjórnarskrár og MSE. Hins vegar væri ekki hægt að fallast á að sjónarmið um réttmæti vænt- inga þeirra um aðgerðir löggjafans yrðu þeim ekki í óhag og vísaði dóm- urinn til þess að löggjafinn hefði margoft breytt rétthæð krafna án þess að telja svigrúm til þess tak- markast af stjórnarskrá. Hvað fullyrðingu sóknaraðila um afturvirkni neyðarlaganna varðaði, vísaði Hæstiréttur til þess að lögin tækju til krafna sem stofnuðust á hendur fjármálafyrirtækjum sem slitið væri eftir gildistöku laganna. Kröfuhöfum ekki mismunað Hæstiréttur sagði ljóst að „með lögunum hefði verið ákveðið með al- mennum hætti hvernig skipað skyldi réttindaröð krafna við slit fjármála- fyrirtækja, sem getur raskað rétt- indum mjög margra kröfuhafa ís- lenskra fjármálafyrirtækja en ekki sóknaraðila einna“. Löggjafanum hefði einnig verið skylt að tryggja innstæður að fullu í stað þess að takmarka þær við 21.887 evrur, „en takmörkun for- gangsréttar við þá fjárhæð hefði ver- ið líkleg til að vinna gegn markmið- um löggafans um að skapa stöðugleika og traust á nýju bönk- unum á Íslandi. Að þessari niður- stöðu fenginni var það skylda lög- gjafans að tryggja jafnframt svo sem auðið var að erlendir innstæðu- eigendur nytu sambærilegrar stöðu“. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sú skerðing kröfuréttinda kröfuhafa sem fælist í 6. gr. neyð- arlaga færi gegn stjórnarskrá. Neyðarlögin hvorki gegn stjórnarskrá né EES Morgunblaðið/Ómar Staðfesting Margir lögðu leið sína í Hæstarétt í gær til að fylgjast með þegar fjölskipaður dómur tók afstöðu til þeirra ellefu úrskurða sem kærðir voru.  Hæstiréttur staðfestir gildi neyðarlaga  Innstæður Icesave-reikninga teljast forgangskröfur í þrotabú Landsbanka  Löggjafanum bar stjórnskipuleg skylda til að gæta velferðar almennings Neyðarlögin staðfest í Hæstarétti Fullskipað var í dómi Hæstaréttar, þegar hann staðfesti úrskurð hér- aðsdóms um að innistæður Ice- save teldust forgangskröfur í þrotabú Landsbanka Íslands hf. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar, Garðar Gísla- son, varaforseti Hæstaréttar, Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson og Þorgeir Örlygs- son og Eggert Óskarsson héraðs- dómari og Hjördís Hákonardóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Jón Steinar Gunnlaugsson skil- aði séráliti í öllum þeirra ellefu mála sem tekin voru fyrir. Venjan er sú að þrír eða fimm dómarar við Hæstarétt taki hverju sinni þátt í meðferð máls fyrir dómi. Í dómstólalögum er þó kveð- ið á um að í mikilvægum málum sé forseta Hæstaréttar heimilt að skipa fleiri en fimm dómara í dóm- inn að því gefnu að fjöldi dómara standi á oddatölu. Málin ellefu voru flutt í Hæsta- rétti í september, ýmist skriflega eða munnlega. Sjaldgæft er að mál séu flutt munnlega fyrir sjö manna dómi í Hæstarétti. Síðast var það gert í máli Mótormax í júní á þessu ári og þar áður í þjóðlendumál- unum árið 2004. Sex af sjö dómurum sammála GILDI NEYÐARLAGA STAÐFEST Neyðarlögin sem sett voru 6. októ- ber 2008 veittu fjármálaráðherra, Fjármálaeftirliti (FME) og Íbúða- lánasjóði (ÍLS) geysimiklar heim- ildir til að hlutast til um starfsemi fjármálafyrirtækja. 14. og síðasta grein laganna kvað á um að þau tækju strax gildi, ekki daginn eftir samþykktina á Alþingi, eins og venjan er. Mönnum lá mikið á. Fjármálaráðherra fær m.a. heimild til þess að reiða fram fjár- magn til að stofna nýtt fjármála- fyrirtæki, yfirtaka það eða yf- irtaka þrotabú þess í heild eða að hluta. Veigamikil ákvæði gildandi laga eru tekin úr sambandi þegar ráðherra notar heimildina, m.a. um heimild ríkisins til að eignast virkan eignarhlut í fjármálafyr- irtæki. Nýtt hlutafélag sem fjár- málaráðherra stofnar hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki og FME getur flutt nafn fjármálafyr- irtækis sem líður undir lok á nýtt félag. Önnur grein laganna var sett til þess að ríkissjóður gæti tryggt sparisjóðastarfsemi, t.d. ef eigið fé sparisjóða rýrnaði niður fyrir hættumörk. Ef ráðstafanir FME á grundvelli laga um fjármálafyr- irtæki hafa ekki skilað árangri getur stofnunin afturkallað starfs- leyfi umrædds fyrirtækis. Fimmta grein fjallar um ráð- stafanir Fjármálaeftirlitsins við „sérstakar aðstæður“ sem skil- greindar voru hér að framan, FME er nánast fengið alræðisvald í slíkum tilfellum. M.a. eru starfs- menn þess undanþegnir skaða- bótaskyldu vegna ákvarðana og framkvæmda samkvæmt grein- inni. Þessar ákvarðanir og fram- kvæmdir eru líka undanskildar fjórða til sjöunda kafla stjórn- sýslulaganna. Þeir kaflar fjalla m.a. um andmælarétt, birtingu ákvörðunar, rökstuðning ákvörð- unar og stjórnsýslukærur. Innstæður í forgang Í sjöttu grein segir að við gjald- þrotaskipti fjármálafyrirtækis verði innstæður sparifjáreigenda forgangskröfur. Sjöunda grein veitir FME sömu valdheimildir og fimmta grein, þegar eftirlits- skyldur aðili, annar en fjármála- fyrirtæki, lendir í sérstökum erf- iðleikum. Undir þetta ákvæði gætu lífeyrissjóðir fallið. 8. grein bætir ákvæði inn í lög um Tryggingarsjóð innstæðueig- enda og fjárfesta, hann fær að greiða innstæður alltaf út í krón- um. Einnig að innstæður verð- bréfasjóða, fjárfestingarsjóða, fagfjárfestasjóða, lífeyrissjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skuli ekki vera und- anskildar ákvæðum um trygging- arsjóðinn. Rétt eins og sjötta grein gerir innstæður að forgangs- kröfum í þrotabú yfirtekur Trygg- ingarsjóður innstæðueigenda þær kröfur í búið ef hann borgar út innstæður fólks. Samkvæmt 9. grein verða þær kröfur sjóðsins því jafnréttháar og kröfur al- mennings til innstæðna sinna. Í 10. grein er Íbúðalánasjóði fengið það hlutverk að kaupa upp íbúðalán banka og sparisjóða. kjon@mbl.is Geysimikil völd í hendur ráðherra með lögunum Morgunblaðið/Kristinn Ávarp „Nú reynir á ábyrg og fumlaus viðbrögð. Ég mun nú á eftir mæla fyr- ir frumvarpi á Alþingi sem mun gera ríkissjóði kleift að bregðast við því ástandi sem nú er á fjármálamörkuðum,“ sagði Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í ávarpi 6. október 2008 og átti þar við neyðarlögin. Skannaðu kóðann til að lesa nýjustu fréttir um dóm Hæstaréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.