Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þessa dagana beinast augu lands- manna að nýju og glæsilegu varð- skipi en á sama tíma leitar hug- urinn til forvera Þórs og nafna, sem bíður örlaga sinna bundinn við Gufunesbryggju. Gamli Þór eða Þór III var keyptur til landsins 1951. Skipið varð sögufrægt fyrir þátttöku í þorskastríðum 20. aldarinnar, en Landhelgisgæsla Íslands hætti að nota það 1985. Síðan hefur skipið marga fjöruna sopið. Fjórir ungir menn keyptu Þór á 10 milljónir króna af Inn- kaupastofnun ríkisins og reyndu að selja það til Noregs. Það gekk ekki, samningunum við ríkið var rift í kjölfarið og skipið selt fyrir 1.000 krónur til Slysavarna- félagsins. Að loknum endurbótum var nafni þess breytt í Sæbjörgu og tók það við nýju hlutverki sem skólaskip Slysavarnaskólans 1986. Þegar Akraborgin hætti siglingum milli Akraness og Reykjavíkur 1998 tók Boggan við sem skólaskip og Þór fékk enn nýtt hlutverk. Skipið var keypt til Húsvíkur, nefnt Thor og breytt í gisti- og veitingaskip, sem var í Húsavíkurhöfn sumarið 1999. Ár- ið eftir var það bundið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn og áfram notað sem veitingastaður og sögusafn. Skipið skipti um eig- endur 2002 og voru uppi hug- myndir um að leigja það til út- landa og nota sem veitinga- eða skemmtistað. Það var m.a. málað í gylltum lit þess vegna, en ekk- ert varð úr frekari notkun skips- ins. Það var við Ægisgarð og síð- ar Skarfabakka þar sem viðleguskuld hlóðst á það. Það var slegið Faxaflóahöfnum á upp- boði, en fyrri eigendur leystu það til sín með því skilyrði að það færi úr höfninni. Skipið var flutt í Gufunes og hefur verið þar síðan, grotnað og gleymst. Reyndar var það notað við gerð kvikmyndar- innar Reykjavik Whalewatching Massacre fyrir um þremur árum. Þá slitnaði það upp í óveðri í Hvammsvík og strandaði en var dregið aftur á flot. Morgunblaðið/Ómar Gleymdur Gamla varðskipið Þór er bundið við Gufunesbryggju og óvíst hvað um það verður, en eigandinn hefur ekki viljað selja það í brotajárn. Gamli Þór grotnar niður í Gufunesi Morgunblaðið/Árni Sæberg 21. öldin Nýja varðskipið Þór kom til landsins sl. miðvikudag.  Merkileg saga og mörg hlutverk  Síðast dreginn á flot í kvikmynd Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar segir það vekja furðu að skóla- og frí- stundasvið borgarinnar hafi ákveðið að taka ekki þátt í Degi gegn einelti hinn 8. nóvember næstkomandi, en sú ákvörðun hafi hvorki komið til umræðu í mann- réttindaráði né skóla- og frí- stundaráði. Þetta kemur fram í bók- un frá fundi ráðs- ins síðastliðinn þriðjudag. Það var borgarstjórn Reykjavíkur sem upphaflega samþykkti á fundi 3. nóvember 2009 að efna til sérstaks átaks gegn einelti og að ákveðinn dag- ur yrði helgaður verkefninu á ári hverju, en mannréttindaráði var falið að gera tillögur um útfærslu verkefn- isins í samráði við menntaráð og leik- skólaráð. Marta Guðjónsdóttir, sem flutti til- löguna fyrir borgarstjórn á sínum tíma og situr nú í skóla- og frístunda- ráði, segir einkennilegt að ákveðið hafi verið að ganga gegn samþykkt borg- arstjórnar með þessum hætti. Ekkert samráð hafi átt sér stað eins og gert sé ráð fyrir í samþykkt borgarstjórnar. „Reykjavíkurborg ætlar að taka þátt í deginum. Það stendur til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn ein- elti í samráði við ríkið og mér finnst það nú bara sýndarmennska ef borg- arstjóri ætlar að mæta og skrifa undir þennan sáttmála en á sama tíma taka skólar borgarinnar ekki þátt í degin- um eins og venjulega,“ segir Marta. Það hafi þeir gert hver með sínum hætti. Marta segir þau svör hafa fengist frá skóla- og frístundasviði að sam- kvæmt sænskum rannsóknum orki það tvímælis að efna til átaks gegn ein- elti á einum degi og það geti jafnvel stuðlað að auknu einelti í ákveðnum hópum. „Ég er gjörsamlega ósammála þessum rökum að það ýti undir einelti að vera með einn dag þar sem fólk er vakið til umhugsunar um alvöru ein- eltis og það hvatt til að vera vakandi og á varðbergi,“ segir Marta. Hún vill að fjallað verði um málið í fagráðum borgarinnar. Skólarnir taka ekki þátt í Degi gegn einelti  Ákvörðunin tekin þvert á samþykkt borgarstjórnar Í annarri bókun mannréttindaráðs á þriðjudag er óskað eftir því að fræðslustjóri skóla- og frí- stundasviðs skýri þá stefnubreyt- ingu að falla frá Olweusar- áætluninni sem forvörn gegn ein- elti í skólum borgarinnar. Borgin hefur greitt um 2,5 milljónir árlega til verkefnisins, sem um helmingur skóla borgarinnar hefur stuðst við. Í svörum frá skóla- og frí- stundasviði kemur fram að skól- arnir muni enn geta unnið sam- kvæmt áætluninni, enda hafi þeir fjárhagslegt sjálfstæði til þess. Hins vegar var 13. október síðast- liðinn hrint úr vör verkefninu „Vin- samlegt samfélag“ en það er sam- vinnuverkefni frístundamiðstöðva, grunnskóla og leikskóla og er því m.a. ætlað að styðja við gerð og þróun virkra eineltisáætlana og viðeigandi verkferla á viðkomandi vinnustöðum. Nýtt verkefni sett á laggirnar EINELTI Í SKÓLUM Stóru bankarnir þrír afskrifuðu rúmlega 10,5 milljarða króna skuld- ir sjávarútvegsfyrirtækja á árunum 2009-2010. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadótt- ur, þingmanns Hreyfingarinnar. Margrét spurði einnig um af- skriftir árin 2008 og 2011. Í svarinu segir að aðeins sé séu til tölur frá tveimur stærstu bönkunum fyrir ár- ið 2008 og nema afskriftir þeirra um 171 milljón króna. Þá búi Fjármála- eftirlitið ekki yfir upplýsingum um afskriftir á árinu 2011, en því var falið að taka saman svör við fyr- irspurninni eftir því sem tök væru á. Þó kemur fram að taka beri upp- lýsingunum með fyrirvara þar sem bankarnir gefi sér hugsanlega mis- munandi forsendur við útreikning á afskriftum. andri@mbl.is 10,5 milljarðar afskrifaðir í sjávarútvegi árin 2009-2010 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um að minning Ingibjargar H. Bjarnason, fyrsta al- þingismanns Íslendinga úr röðum kvenna, verði heiðruð með minnismerki. Er lagt til að því verði valinn áber- andi staður í borginni. Í dag eru liðin 70 á frá því að Ingibjörg lést en hún fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð árið 1868. Fram kemur í greinargerð með tillögunni í borgarstjórn að Ingibjörg hafi tvímælalaust verið meðal merkustu Íslendinga síðustu aldar, hún hafi m.a. barist ötullega fyrir réttindum kvenna og ýmsum fleiri framfaramálum. Ingibjörg lauk prófi frá Kvenna- skólanum 1882 og stundaði fram- haldsnám í Danmörku, Sviss og Þýskalandi, einkum á sviði uppeldis- og kennslumála. Hún lauk prófi sem leikfimikennari 1892, fyrst Íslend- inga og hóf kennslu í þeirri grein í Barnaskólanum eftir heimkomuna og var drifkraftur í ýmsum sam- tökum kvenna. Árið 1906 varð hún skólastjóri Kvennaskólans og gegndi því starfi til æviloka eða í 35 ár. Ingibjörg var í forsvari kvenna sem gengust fyrir því að reist skyldi sjúkrahús sem þjóna skyldi landinu öllu, Landspítalinn. Árið 1922 var Ingibjörg efst á landslista kvenna fyrir alþingiskosningar og náði kjöri 1923. Hún sat á átta þing- um og beitti sér fyrir mörgum fram- faramálum. Grein um Ingibjörgu eftir Kjartan Magnússon borgarfull- trúa er í Sunnudagsmogganum. Vilja minnis- merki Ingibjörg H. Bjarnason  Ingibjörg H. Bjarna- son verði heiðruð Marta Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.