Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Ný yfirhafnasending Stærðir 36-52 www.hjahrafnhildi.is Sími 581 2141 Skoðið úrvalið á facebook Ný kjólasending Litur: Svart og rautt Verð 9.900 kr. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað í dag www.rita.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skólavörðustíg 21a, 101 Rvk Yndislegar dúnsængur og koddar úr 100% hvítum gæsadún 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BUXUM FRÁ Laugavegi 84 • sími 551 0756 M A S A I Á komandi hausti stendur fyrirtækjum, stofnunum og starfshópum til boða nýtt námskeið sem hefur það að markmiði að efla og styrkja starfsandann og auka árangur á vinnustað - samhliða því að hver starfsmaður nær betri árangri í starfi og einkalífi. En árangur og vellíðan í einkalífi skilar sér í árangri og vellíðan á vinnustað. Jákvæðni, góður starfsandi og alúð í garð þeirra sem starfað er með og fyrir er sett í forgrunninn. Árangur er mældur í vellíðan starfsmanna og viðskiptavina sem á endanum eykur árangur fyrirtækisins, stofnunarinnar eða starfshópsins. Námskeiðsþættir: 1. Hvað er að ná árangri? 2. Hvað er að vera jákvæður? 3. Er samasemmerki milli þess að vera veikburða, ístöðulítill og vanmátta og þess að vera góður og jákvæður? 4. Aðferðafræði jákvæðninnar. 5. Borgar það sig að setja aðra í forgang? 6. Deilur og hvernig við leysum þær með jákvæðni. 7. Ábyrgð. 8. Hvernig hægt er að breyta um stefnu til þess að ná árangri – með jákvæðni. Nánari upplýsingar á thorhallur33@gmail.com Að ná árangri – með jákvæðni Leiðbeinandi er Þórhallur Heimisson, en námskeið hans, sem hann hefur haldið um árabil eru landsþekkt. Nýtt námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir, félög og skóla Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir vörslu barnakláms. Starfs- menn tölvuverkstæðis fundu barna- klám í tölvu mannsins og kölluðu til lögreglu sem gerði í kjölfarið leit á heimili hans og fann við hana enn meira. Í heild voru þetta 174 ljós- myndir og 166 hreyfimyndir og fundust í fartölvu, borðtölvu og flakkara. Tölvubúnaðurinn var allur gerður upptækur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefur áður gerst sekur um sama brot, árið 2005, og hafði það ítrekunaráhrif. Hins vegar var litið til þess að hann er haldinn geðröskunum af ýmsu tagi frá unga aldri, auk þess sem hann er talinn vera misþroska. Þar sem hann hefur leitað sér aðstoðar og verið í reglubundnum viðtölum hjá sálfræðingi og geðlækni und- anfarna mánuði var ákveðið að binda refsinguna skilorði. Tölvubún- aður tekinn  Aftur dæmdur fyr- ir vörslu barnakláms Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 37 ára gamlan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að ráðast á vinnufélaga sinn, slá í andlitið og sparka í hann. Sá sem varð fyrir árásinni hand- leggsbrotnaði og hlaut fleiri áverka. Þetta gerðist á pítsustað í Breið- holti í mars á síðasta ári. Sá sem varð fyrir árásinni sagði að hinn maðurinn hefði beðið sig að koma út og síðan ráðist á hann. Fram kom við yfirheyrslur að systir árás- armannsins og sá sem ráðist var á höfðu lent í deilum daginn áður en systirin vann einnig á pítsustaðnum. Hafði maðurinn hringt, sagst vera veikur en systirin, sem var þá vakt- stjóri, bað um læknisvottorð. Handleggs- braut mann Fundi strandríkjanna fjögurra, Ís- lands, ESB, Færeyja og Noregs, um makrílveiðar, sem hófst í London á miðvikudag, lauk í gær. Að sögn Tómasar H. Heiðar, að- alsamningamanns Íslands í makríl- viðræðunum, var fundurinn upp- byggilegur en ákveðið var að gera nú hlé á samningaviðræðunum, með- al annars vegna kosninga í Fær- eyjum, og taka þráðinn upp aftur í byrjun desember, Markmiðið með viðræðunum er að ná samkomulagi um stjórn makríl- veiðanna frá og með næsta ári. Hlé gert á viðræðum um makríl Makríll Aftur fundað í desember. Í gær lögðu átta vaskir knapar upp í sex daga ferð frá stórbýlinu Tungufelli, sem er efsti bær í Hrunamannahreppi, að Beinhóli á Kili og var veður með ágætum við upphaf ferðarinnar. Ferðin er farin til minningar um Reynistaðarbræður sem lögðu upp í sína örlagaríku ferð í vetrarbyrjun árið 1780. Líkt og flestum er kunn- ugt urðu þeir bræður úti ásamt þremur förunautum sínum á ferð sinni. Margt hefur verið skrifað um örlög þeirra sem hafa verið ráðgáta allar götur síðan. Það er Sigurður Björnsson, eigandi Riding-Iceland, sem stendur fyrir ferðinni. Gist verður í fjallaskálum í Svínárnesi, Árbúðum og Gíslaskála meðan á förinni stendur. Vert er að geta þess að minningar- og bænastund verður haldin á Beinhól.Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Átta vaskir knapar feta slóð Reynistaðarbræðra á för sinni um íslenska náttúru Sex daga reiðför að Kili hafin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.