Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 14
Ránið og rannsóknin » Um viku fyrir ránið komu ræningjarnir til landsins með flugi og hinn 11. október kom samverkamaður þeirra með Norrænu á silfruðum Audi-bíl. » Tollgæslan framkvæmdi ít- arlega leit í bílnum 11. október og lét lögreglu vita af grun- semdum sínum. Aftur fékk lög- reglan upplýsingar frá Toll- gæslu 16. október. » Hinn 17. október var ránið framið í verslun Michelsen. » Lögreglan fann bíl Pólverj- ans eftir ábendingar Tollgæslu og ítarleg leit fór fram í bílnum 25. og 26. október. Við seinni leitina fundust úrin og þann dag tilkynnti lögreglan lausn málsins. BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Rannsókn og eftirfylgni tollvarða hjá Tollgæslunni áttu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins tölu- verðan þátt í því að lögreglan upp- lýsti á nokkrum dögum ránið sem framið var 17. október síðastliðinn í úraverslun Frank Michelsen við Laugaveg. Maðurinn sem lögreglan hand- tók í vikunni vegna aðildar að rán- inu kom einn til landsins með Nor- rænu á silfurlitaðri Audi-bifreið 11. október sl. og samkvæmt upp- lýsingum blaðsins vakti hann strax athygli tollvarða þegar farið var yfir farþegalistann daginn áður en skipið lagðist að bryggju. Tollgæslan ákvað að framkvæma ítarlega leit í bílnum á Seyðisfirði. Ekkert fannst við leitina, sem stóð yfir í sex tíma, en leitarhundar sýndu bílnum engu að síður mik- inn áhuga, sem tollverðir töldu merki þess að fíkniefni hefðu ein- hvern tímann verið í bílnum. Ótrúverðugar skýringar Var maðurinn, Pólverji á fer- tugsaldri, yfirheyrður á Seyðisfirði og þótti framkoma hans óörugg og skýringar á tilgangi ferðarinnar til Íslands ótrúverðugar. Sagðist hann hafa komið til Íslands til að leita sér að vinnu. Hafði Pólverjinn keypt bílinn í Hull í Bretlandi 27. september sl. og var hann því á bresku skráning- arnúmeri. Hlutir í fórum mannsins og í bílnum vöktu grunsemdir Toll- gæslunnar um að tilgangur ferð- arinnar væri eingöngu sá að koma einhverju ólöglegu inn í landið eða út úr því. Að lokinni leit í bílnum var manninum sleppt en Tollgæslan lét lögregluna strax vita af ferðum hans, eða 11. október, og sendi jafnframt myndir af honum og bílnum. Var hann settur á gátlista Tollgæslunnar og sérstaklega fylgst með því hvort hann færi úr landi, en Pólverjinn átti hins vegar bókað far með Norrænu til baka 19. október. Sú ferð féll síðan nið- ur vegna veðurs en miðað við leit- ina sem framkvæmd var við kom- una til landsins má telja ólíklegt að maðurinn hefði komist úr landi með þýfið. Lögregla var látin vita af ferð- um bílsins í tölvupósti hinn 16. október eða daginn fyrir ránið í verslun Michelsens, en Pólverjinn hafði skráð sig inn á gistiheimili í Kópavogi eftir ferðalagið frá Seyð- isfirði. Grunaðir samverkamenn mannsins komu sem kunnugt er með flugi til landsins viku fyrir ránið en komust úr landi að því loknu og eru eftirlýstir. Úrin fundust í bílnum Strax eftir ránið mánudaginn 17. október minnti Tollgæslan lögregluna á Pólverjann og fannst Audi-bifreið hans við gistihúsið. Ítarleg leit fór fram í bílnum í tvígang og með aðstoð röntgen- myndavéla og tollvarða fann lög- reglan úrin vel falin innan í hurð- um bílsins og innan í farangursgeymslu, alls um 50 úr að verðmæti 50-70 milljóna króna. Þessi þáttur Tollgæslunnar í því að ránið upplýstist svo fljótt hefur ekki farið hátt til þessa, en í tilkynningu lögreglunnar sl. fimmtudag, þegar tilkynnt var um gæsluvarðhald yfir Pólverj- anum handtekna, er Tollgæslu og embætti ríkislögreglustjóra þakk- að fyrir aðstoð við rannsókn málsins. Rannsókn Tollgæslu skipti miklu Bíllinn Audi-bifreiðin sem tollverðir rannsökuðu hátt og lágt við komuna til landsins með Norrænu 11. október sl. Ekkert fannst þá við leitina en síðar fundust úrin í bílnum, sem ætlað var að fara með ránsfenginn úr landi.  Pólverjinn sem tekinn var vegna úraránsins vakti grunsemdir tollvarða við komuna til landsins með Norrænu  Ítarleg leit í bílnum skilaði engu en lögreglan var látin vita  Úrin fundust síðar í bílnum Morgunblaðið/Júlíus Úrin Frá blaðamannafundi lögreglunnar þar sem þýfið úr Michelsen-ráninu var opinberað. Fundust úrin í bílnum hér til hliðar sem kom með Norrænu. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tollgæslan og lögreglan á Seyðisfirði fundu mikið magn ætlaðs þýfis í tveimur bílum við brottför Norrænu í vikunni. Ítarleg leit fór fram í bílunum en þeim var ekið af tveimur Litháum á miðjum aldri sem hafa dvalið um nokkurt skeið hér á landi við ýmiss konar verkamannavinnu. Í bílum þeirra fannst margs konar varningur, sem að langstærstum hluta er talinn vera þýfi úr verslunum hér á landi að undanförnu. Fer lög- reglan nú með rannsókn málsins, en að lokinni yf- irheyrslu var mönnunum sleppt úr landi með Nor- rænu. Alls er um eitt hundrað hluti að ræða sem fundust í bílunum undir hefðbundnum ferðafatn- aði. Má þar nefna fatnað ýmiskonar, snyrtivörur, verkfæri, mótorhjól í pörtum, rakvélablöð í stórum stíl og mikið magn af lýsispillum, sem þyk- ir óvenjulegur varningur þegar ætlað þýfi er ann- ars vegar. Engin fíkniefni fundust í fórum mann- anna. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að við leitum við brottför ferjunnar. Við bæði komu og brottför fer fram mikið eftirlit af hálfu Tollgæslu og lögreglu en okkur vitanlega er ekki mikið um að stolinn varningur fari héðan með ferjunni,“ segir Árni El- ísson, aðstoðaryfirtollvörður á Seyðisfirði, í sam- tali við Morgunblaðið. Tollgæslan og lögreglan höfðu undirbúið meiri viðbúnað en venja er við Norrænu í vikunni vegna rannsóknar á úraráninu sem síðan leystist skömmu áður en ferjan fór úr landi á mið- vikudagskvöld, í sinni síðustu almennu farþega- ferð haustsins. Í vikulegum ferðum í vetur verður fyrst og fremst siglt með vörur til landsins. Með mikið þýfi við brottför Norrænu  Tollgæsla og lögregla fundu m.a. fatnað, rakvélablöð og lýsispillur Norræna Við brottför ferjunnar sl. miðvikudagskvöld fannst mikið magn af ætluðu þýfi um borð í tveimur bílum sem Litháar voru á. Þeir höfðu unnið hér um nokkurt skeið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Maðurinn sem lögreglan handtók vegna ránsins í verslun Franks Mic- helsens hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. nóvember nk. Eins og kemur fram hér til hliðar kom hann á bíl til landsins með Norrænu og var greinilega ætlað að fara með ránsfenginn úr landi. Mennirnir þrír sem rændu versl- unina komust hins vegar úr landi með flugi til Danmerkur daginn eftir ránið. Hafa þeir verið eft- irlýstir og alþjóðleg hand- tökuskipun gefin út. Allt eru þetta pólskir ríkisborgarar á fertugsaldri og ekki talið að þeir hafi áður kom- ið til landsins. Notuðust þeir við þrjá stolna bíla á flótta sínum frá versluninni. Úrin sem þeir tóku, 49 að tölu, þar af 40 Rolex-úr, eru talin jafn- virði 50-70 milljóna króna. Frank Michelsen hefur ekki fengið ráns- fenginn í hendur, þar sem úrin eru enn innsigluð hjá lögreglu vegna rannsóknarinnar. Þau eru að ein- hverju leyti löskuð og rispuð en að sögn Franks er möguleiki að lag- færa þau. Ný sending væntanleg Úrin verða þó aldrei seld aftur á fullu verði. Trygging bætir tjónið að hluta en Frank á von á nýrri sendingu fljótlega af hinum eft- irsóttu Rolex- og Tudor-úrum. Ör- yggismál í versluninni verða öll endurskoðuð vegna ránsins. Einn úrskurðaður í gæslu- varðhald og þrír eftirlýstir Mennirnir sem stóðu að ráninu við Laugaveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.