Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir ekkert benda til annars en að krónan verði gjald- miðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. Við upphaf landsfundar VG á Ak- ureyri í gær sagði Steingrímur að stefna VG í Evrópumálum væri óbreytt; „að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusam- bandsins en innan þess, og það gera aðrir flokkar, þar með talið vinir okkar og samstarfsaðilar í Samfylk- ingunni, rétt í að hafa í huga.“ Hann sagði að mörgum stórum spurningum þyrfti að svara varð- andi framtíðina. Ein sneri að gjald- miðla- og peningamálum og hann teldi að það væru eigin efnahagsleg stýritæki þjóðarinnar, þar með tal- inn eigin gjaldmiðill, „sem eru að duga okkur til að komast út úr kreppunni. Og hvers vegna skyldu þau þá ekki geta dugað vel áfram?“ Eini fyrirvarinn sem Steingrímur sagðist setja við þessa afstöðu væri að til staðar yrðu að vera stjórnvöld sem stýrðu efnahagsmálum af fullu viti. Erum að ná utan um vandann „Hin mikla gengislækkun var ekki án fórna en það voru engar innistæður fyrir hágengi rugltím- ans og ekki skrýtið og engin ráð- gáta að krónan lenti í frjálsu falli eftir hrun og efnahagsóstjórn um langt árabil,“ sagði hann. „Sæluríki evrunnar lítur nú ekki beinlínis vel út um þessar mundir og jafnvel norska krónan, sem ég hef stundum verið grunaður um að daðra við, hefði nú reynst íslenskum veruleika strembin með sínum olíustyrk und- anfarin misseri. Á Íslandi erum við að ná utan um okkar vanda, alla- vega þann sem snýr beint að okkur sjálfum, og höfum lært þá lexíu að við getum til lengri tíma litið ekki eytt meiru en við öflum.“ Steingrímur benti á það sem nób- elsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, sagði í fyrradag á ráð- stefnu í Reykjavík, að krónan hefði hjálpað landinu í gegn um hrunið. „Ég er sannfærður um að atvinnu- leysi hér á landi hefði farið, a.m.k. tímabundið, í háa tveggja stafa pró- sentutölu, ef við hefðum ekki haft okkar eigin gjaldmiðil, úr því sem komið var.“ Formaðurinn spurði svo: „Og er ekki reynsla sumra annarra þjóða að sýna að það er nákvæmlega eins hægt að setja sig á hausinn í evrum eins og krónum? Meira að segja mætti halda því fram, að hið falska öryggi evrunnar hafi leitt margar þær þjóðir sem nú eru í vanda, ein- mitt í þær ógöngur sem þær eru í. Ekkert bendir til annars en að krónan verði gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð með þeim eina fyrirvara að gjaldmiðlamál heimsins alls eru á hverfanda hveli. Allavega er það ljóst, að engin gjaldmiðils- og peningastefna verð- ur mótuð hér á landi, með aðild okkar vinstri grænna, öðruvísi en að krónan verði þar fullgildur val- kostur við aðrar hugmyndir.“ Gróskan er víða mikil Steingrímur sagðist í gær von- góður um að nýjum fjárfestinga- verkefnum, þar með talin verkefni á sviði sjálfbærrar orkunýtingar, færi fjölgandi á næstu mánuðum. „Slíkt skiptir vissulega máli og mun styðja enn frekar við efnahagsbatann. Landsvirkjun er nú þegar í langt komnum viðræðum við nokkra aðila um nýtingu orkunnar í Þingeyjar- sýslu og er að fjárfesta fyrir millj- arða til undirbúnings nýtingu ork- unnar þar.“ Formaðurinn sagði að stór verk- efni á þessu sviði væru vissulega mikilvæg en þó ekki „upphaf og endir atvinnulífsins, eins og ætla mætti af málflutningi sumra. Öflug hagkerfi eru fyrst og síðast drifin áfram af smáum og meðalstórum fyrirtækjum í vexti og almennri grósku. Og gróskan er víða mikil í atvinnulífinu.“ Steingrímur nefndi að mikið starf væri óunnið við að endurheimta trú- verðugleika og traust sem skiljan- lega hefði tapast í hruninu. „Í þeim efnum hefðum við sem ríkisstjórn og meirihluti þurft að ná meiri ár- angri. Okkur er að vísu ekki léttur leikurinn, því þegar traustið er far- ið þá er svo óendanlega auðvelt að gera allt tortryggilegt. Það er svo auðvelt að jafnvel afdankaðir ráð- herrar úr hrunstjórninni sem enn spora gólfið með eigin skítugu skóm, ganga nú fram sem hvítskúr- aðir, vængjaðir englar og bera rakalausar ávirðingar upp á aðra.“ Almannahagur Þetta leysti stjórnvöld þó ekki undan ábyrgð. „Við þurfum að gera betur í að sýna það og sanna með verkum okkar að betri tímar séu gengnir í garð í þessum efnum. Að það sé almannahagur sem sé okkar leiðarljós, að tímar einkavinavæð- ingar, sérhyggju og klíkumennsku séu liðnir. Á sviði upplýsingagjafar og uppbyggilegrar rökræðu þarf þessi ríkisstjórn sannarlega að gera betur. Við verðum að leggja okkar af mörkum til þess að þjóðmála- umræða á Íslandi komist á boðlegt plan og hvorki ráðvillt stjórnarand- staða, skolpræsin úr Hádegismóum né skúmaskot nafnleysis í netheim- um er afsökun fyrir því að gera ekki betur.“ Formaðurinn sagðist aldrei hafa verið sannfærðari en nú um það, að framtíð Íslands væri björt. „Í þess- um sjö milljarða manna heimi okk- ar, þar sem uppdráttarsýki nýkapí- talismans hefur því miður um sinn skyggt á flest annað, hluti eins og geigvænlegar loftslagsbreytingar, loftmengun, vatnsskort, misskipt- ingu gæða, hina siðlausu sóun víg- búnaðar og styrjalda o.s.frv., þá stendur Ísland ótrúlega vel að vígi um leið og við höfum að fullu unnið bug á tímabundnum efnahagsvanda okkar. Svo fremi sem tekist verði á við þessa örlagahluti heimsins með árangursríkum hætti, þá hefur Ís- land allt sem þarf til að hér dafni gott samfélag. Við höfum okkur sjálf, okkar mikla mannauð, við höf- um náttúruauðlindir, mat, vatn, orku, landrými, við höfum gnægð alls þess sem allt of marga aðra skortir í okkar hrjáða heimi.“ Sæluríkið lítur ekki vel út  Krónan verði áfram gjaldmiðill Íslands  Formaður VG ítrekaði að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan ESB en innan  Steingrímur aldrei sannfærðari en nú um að framtíð Íslands sé björt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Formaður Landsfundur VG hófst í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær og stendur fram á morgundag. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s *Í flokki bak við eyra heyrnartækjasem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Minnstu heyrnartæki í heimi* Opið hús Í dag kynnum við ... Í dag, laugardaginn 29. október verður opið hús hjá Heyrnartækni frá 12 - 16. Komdu og kynntu þér Intiga - minnstu heyrnartæki í heimi! Fríar heyrnarmælingar. Kaffi og ljúffengar kökur. Hjörleifur Guttormsson, fyrrver- andi ráðherra, lýsti í almennum stjórnmálaumræðum á landsfund- inum í gærkvöldi yfir mjög mikilli andstöðu við viðræður Íslands við ESB. Þráinn Bertelsson alþing- ismaður gagnrýndi hins vegar mjög sjónarmið Hjörleifs. Hjörleifur spurði hvort VG myndi, ef svo ólíklega færi að tæk- ist að hraða viðræðuferlinu og koma saman samningsdrögum fyr- ir næstu alþingiskosningar, skrifa undir þau ásamt Samfylkingunni og láta málið þannig fara í þjóð- aratkvæðagreiðslu. „Verði ekki grundvallarbreyting á afstöðu og viðbrögðum flokks okkar gagnvart viðræðuferlinu mun VG standa uppi sem tvíhöfða þurs og flokkurinn rúinn trausti. Það er mál til komið að Vinstri hreyfingin – grænt framboð horfi raunsætt á þessa stöðu og þá ábyrgð sem á flokki okkar hvílir í stærsta máli sem þjóðin hefur bor- ið frá því við náðum fullveldi 1918,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son, og að lokum: „Góðir félagar; eigum við ekki að nudda stírurnar úr augunum og líta á efnisatriði þess máls og það sem er í húfi fyr- ir alda og óborna.“ Þráinn, sem gekk til liðs við þingflokk VG ekki alls fyrir löngu, sagðist hafa boðið sig fram í síð- ustu kosningum fyrir flokk sem vildi sækja um aðild að ESB til þess að þjóðin gæti tekið ákvörð- un um það sjálf, hvort hún gengi í Evrópusambandið. Hann sagðist hafa verið velkominn þegar rík- isstjórnin þurfti á honum að halda. „Kjósendur voru líka velkomnir og það er ekki hægt að segja þeim að fara til fjandans með þessari miklu ESB-andúð og vera áfram leppríki Bandaríkjanna.“ „Eigum við ekki að nudda stírurnar úr augunum?“ MEÐ OG Á MÓTI ESB- UMSÓKN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.