Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 ✝ KristbjörgHer- mannsdóttir var fædd á Hellissandi 22. janúar 1922. Hún andaðist þann 22. október 2011 á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi. Hún var dóttir hjónanna Ágústínu Ingibjargar Krist- jánsdóttur f. 5.8. 1892, d. 17.2. 1979 og Hermanns Her- mannssonar f. 29.7. 1893, d. 7.11. 1979. Þau Ágústína og Hermann eignuðust sex börn og var Krist- björg þriðja í röðinni en þau voru: Verónika f. 23.6. 1918, d. 5.2. 2005, Arnbjörg f. 22.9. 1919, d. 16.4. 2008, Hermann f. 2.10. 1926, d. 22.2. 1997, Kristín, f. 11.8.1930 og Helga f. 16. 3. 1937. Hálfbróðir þeirra systkina var Kristinn Friðberg Hermannsson f. 23.11. 1928, d. 30.7. 1995. Kristbjörg giftist Guðmundi Ólafi Bæringssyni frá Sellátri á Breiðafirði 23. desember 1941. Foreldrar hans voru Bæring Níelsson Breiðfjörð f. 28.7. 1892, d. 23.8. 1976 frá Sellátri og Ólöf Guðrún Guðmunds- dóttir f. 15.3. 1892, d. 5.12. 1980 frá Brennu á Hellis- sandi en þau bjuggu í Sellátri um tíma en síðan í Stykkishólmi. Börn þeirra Kristbjargar og Guðmundar eru: Hermann f. 10.6.1942, maki Sigurlína Sig- urbjörnsdóttir f. 18.5. 1955. Bæring Jón Breiðfjörð f. 9.1. 1945, maki Jóna Gréta Magn- úsdóttir f. 31.12. 1944, Sigurþór f. 12.2. 1946, maki Sigrún Hrönn Þorvarðardóttir f. 12.9. 1949, Kristinn Breiðfjörð f. 12.7. 1951, maki Elísabet Kristjánsdóttir f. 14.8. 1949, Ólöf Guðrún f. 17.6. 1953, maki Jón Halldór Gunn- arsson f. 17.2. 1950 og Ágústína Ingibjörg f. 18.5. 1955, maki Gunnar Gunnarsson f. 10.7. 1956. Afkomendur Guðmundar og Kristbjargar eru nú orðnir 84. Útför Kristbjargar Hermannsdóttur fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, laug- ardaginn 29. október 2011 kl. 14. Kristbjörg eða Bjagga, eins og hún var kölluð á yngri árum, fæddist í Miðhúsum á Hellis- sandi 22. janúar 1922. Aðeins ell- efu ára að aldri fór hún í vist til Kristínar Pálsdóttur úr Hösk- uldsey og Jóns Breiðfjörð Níels- sonar frá Sellátri en þau bjuggu þá í Elliðaey á móti Jónasi Páls- syni og Dagbjörtu Hannesínu Níelsdóttur. Sumarið eftir fór Kristbjörg aftur til Jóns og Kristínar í Elliðaey. Mál æxl- uðust síðan þannig að hún varð um kyrrt hjá þeim hjónum og fluttist síðan með Kristínu í land eftir að Jón fórst í sjóróðri við annan mann 14. desember 1935. Kristbjörg fermdist síðan í Stykkishólmi og aðstoðaði Krist- ínu og dætur hennar eftir bestu getu á erfiðum tímum. Víst er að þau Guðmundur og Kristbjörg vissu vel hvort af öðru og eitthvað skrifuðust þau á eftir að Guðmundur fluttist suður á land í vinnumennsku m.a. að Laugardælum í Flóa. Þegar Kristínu systur hans og Gunnari Ólasyni, sem þá var bú- stjóri, vantaði húshjálp flutti Kristbjörg að Laugardælum. Þar tóku þau Guðmundur saman og stofnuðu síðan heimili í Stykkishólmi haustið 1941. Fyrst leigðu þau á nokkrum stöðum en festu síðan kaup á Jaðri sem lengi stóð við Aðalgöt- una í Hólminum en húsið hefur nú verið flutt að Laufásvegi. Þegar fjölskyldan stækkaði réð- ust þau Guðmundur í að kaupa íbúðarhúsið að Höfðagötu 17 sem heitir Hóll og er fjölskyldan gjarnan kennd við það hús. Kristbjörg hélt alla tíð góðu sambandi við foreldra sína og systkini úti á Nesi. Mörg sumur fór hún í heimsókn með yngstu börnin út á Sand og dvaldist þá í nokkra daga í senn. Þær ferðir voru ógleymanlegar, lærdóms- ríkar og styrktu fjölskyldubönd- in og vináttu ættingjanna. Á tímabili þjáðist Kristbjörg af brjósthimnubólgu sem hún fékk í kjölfar lungnabólgu og þurfti af þeim sökum að liggja langdvölum á sjúkrahúsi. Þá voru gjarnan ráðnar vinnukonur til að annast um heimilið að deg- inum. Þeim hjónum Guðmundi og Kristbjörgu var gefið barnalán enda einstaklega samhent um umönnun og uppeldi barnanna. Þegar barnabörnin komu nutu þau góðs af samvistinni við afa og ömmu og varð Hóll einskonar félagsmiðstöð þar sem litið var inn flesta daga vikunnar. Sú hefð skapaðist að „amma á Hól“ eins og margir af yngri kynslóð- inni kölluðu hana bakaði pönnu- kökur á fimmtudögum og mættu þá barnabörn og vinir þeirra í bakkelsið. Fyrri hluta október bættust þrjú langalangömmu- börn í hópinn og gladdi það hana mjög. Kristbjörg var alla tíð vakandi yfir líðan og velferð afkomenda sinna og fylgdist einstaklega vel með því sem þau voru að fást við hverju sinni. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson. Mikið var nú gott að hún fékk hvíldina. Þetta eru orðin hennar ömmu minnar. Sjálf kem ég ekki tánum í ná- lægð við hælana á henni og læri sjálfsagt seint að sýna sama æðruleysið gagnvart lífinu og hún. Um ömmu gæti ég auðveld- lega skrifað heila bók. Inn á milli yrðu blaðsíður án orða sem samt væru stútfullar af kærleik, skiln- ingi og væntumþykju. Ég á svo ótal margar minn- ingar um hana ömmu mína og allar góðar. Ein þeirra er frá vetrinum þegar pabbi hleypti mér út neðan við Hólinn á hverj- um einasta virka degi. Ég hljóp eins hratt og ég gat í myrkrinu upp brekkuna vitandi það að „afapos“ beið mín og ég gat kúrt við hliðina á ömmu. Þarna undir heimsins notalegustu sæng var ég örugg. Hún amma mín, sem ég vil meina að hafi verið töfrum gædd, las mig eins og opna bók. Eftir dágóða stund undir dún- mjúkri sænginni var tími til að fara á fætur og fá sér graut með afa og ilmurinn af nýlöguðu kaffinu er örugglega ástæðan fyrir því hversu ljúfur mér þykir kaffisopinn í dag. Nær undan- tekningalaust tókum við í spil eftir að afi fór í vinnuna og spil- uðum marías fram að skólabyrj- un. Þetta voru ljúfir morgnar á erfiðum vetri. Amma var mikill húmoristi og þegar hún komst á skrið, sem gerðist alltaf þegar Diddó frændi var nálægt, var kátt á hjalla við kringlótta borðið í eld- húsinu. Eldhúsið var miðpunkt- urinn á Hól. Þar gæddu gestir sér á ömmutertu og ísjökul- kaldri nýmjólk úr könnunni góðu. Á fimmtudögum voru líka um árabil bakaðir staflarnir af heimsins bestu pönnukökum. En henni var meira til lista lagt. Bollalestur var ein af mörg- um náðargáfum sem hún bjó yf- ir, illa sjáandi eða ekki, hún sá það sem beið okkar. Af þolinmæði átti hún amma mín nóg. Hún hafði alltaf tíma aflögu til kennslu og naut ég góðs af því. Ég man eftir mér að prjóna, stoppa í sokka, sauma á gömlu saumavélina hennar og meira að segja var það amma sem hjálpaði mér að leggja upp fyrsta sparipilsið sem ég saum- aði mér. Það vantaði ekki hvatn- inguna hjá þessari merkilegu konu. Hún trúði á sitt fólk og það er henni að þakka að ég kom minni fyrstu hönnun á framfæri. Ég þreyttist seint á að hlusta á frásagnir ömmu um myrku jól- in á Hellissandi þar sem kertin fengu að loga í hverjum glugga. Og hvernig hún sem barn að aldri fékk leyfi foreldra sinna til að fara í sumarvist í Elliðaey. Amma varð „alveg veik af heimþrá“ eins og hún orðaði það sjálf en þrátt fyrir það urðu sumrin fleiri en eitt og fleiri en tvö í faðmi Breiðafjarðar. Leiðir afa og ömmu lágu fyrst saman í eyjunum og eftirleikinn þekkja margir, barnahópinn sem gerði þau að heimsins ríkasta fólki. Þessu fólki vil ég þakka fyrir að uppfylla óskir ömmu um að eyða síðustu æviárunum heima á Hól. Án þeirra, án Ollu frænku, hefði þetta ekki verið hægt. Kæra frændfólk og vinir. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég ykkur öllum. Megi Guð styrkja okkur öll og hjálpa okkur að þakka fyrir það sem þessi stórkostlega kona gaf okkur. Við erum ríkari fyrir vik- ið. Kristbjörg Hermannsdóttir. Elsku amma á „Hól“. Nú sitj- um við bræður saman og hugs- um til ömmu okkar. Minning- arnar streyma fram. Minningin um ömmukökuna goðsagna- kenndu sem enginn gat leikið eftir og fimmtudagskaffið þar sem pönnukökur í stórum stöfl- um voru bornar fram. Mjólkur- kannan var ávallt full af ískaldri mjólk enda passaði amma vel upp á að ekki skorti mjólk og ef í það stefndi fékk maður útsaum- aða leðurveskið og stökk niður í Hólmkjör. Dyrnar uppi á Hól voru alltaf opnar og á móti manni tók bros og faðmlag frá ömmu. Það var oft margt um manninn uppi á Hól og jólaboðin á jóladag sérstaklega eftirminni- leg. Amma var stolt af sínu fólki enda veggir þaktir myndum af afkomendum á tímamótum. Fjölskyldubönd skiptu ömmu miklu máli og þegar maður kíkti við fékk maður að heyra nýjustu fréttirnar af fjölskyldunni og sjá myndir af nýjustu afkomendun- um. Hún hafði gott minni, mundi nöfn og afmælisdaga og vissi upp á hár hvert jólaskrautið átti að fara. Það klikkaði ekki að hún hringdi á afmælisdaginn til að óska manni til hamingju með daginn. Amma var lúmskur húmoristi sem gat skotið föstum skotum að manni þegar maður átti síst von á því. Hún var stað- föst í skoðunum sínum og hrein- skilin. Við erum afar þákklátir fyrir hana ömmu okkar og stoltir. Sérstaklega þótti okkur vænt um að hún skyldi koma í brúð- kaup Rúnars og Laufeyjar í sumar og minningin um okkur öll uppi á Hól um síðustu jól að skreyta jólatréð mun lifa. Amma á Hól var fastur punktur í til- veru okkar og munu sögurnar um ömmu og afa á Hól lifa í huga okkar um ókomna tíð. Uppi á Hól mun mín kanna ávallt standa. Rúnar og Guðmundur Ólafur. Kristbjörg amma eða amma á Hól eins og hún var alltaf kölluð hefur nú kvatt okkur, horfið sjónum en er með okkur í anda. Ég er þess fullviss um að afi hef- ur tekið vel á móti henni enda var hún sjálf sannfærð um nær- veru afa á Hól eftir að hann kvaddi. Amma bjó yfir næmni sem náði út fyrir skilning minn. Hún spáði í bolla og til hennar leitaði fjölskyldan með drauma sína og lífsþrautir, oftar en ekki reynd- ist sannleikskorn í hennar túlk- un. Vitranir hennar gátu t.d. fal- ist í því að ráða manni frá að leggja í sjóferð eða að spá fyrir um kyn ófæddra barna í föl- skyldunni. Draumar voru henn- ar sérsvið og verður erfitt að geta ekki rölt upp á Hól eftir draumsama nótt og fengið ráðn- ingu. Næmni ömmu sýndi sig þegar við áttum von á okkar þriðja barni. Hana dreymdi þá fyrir því að strákur væri á leiðinni. Við vorum með nafnið Bæring Breiðfjörð í huga, í höfuðið á pabba og langafa, löngu áður en strákurinn fæddist. Í fyrrnefnd- um draumi komu báðir þessir kappar fram. Amma hafði það til siðs að kveikja kertaljós ef hún vildi senda fólki styrk og strauma. Þegar próf stóð yfir í skólanum hjá okkur barnabörnunum log- aði ljós á kertinu góða allan tím- ann. Á þessum árum velti ég fyr- ir mér hvort þetta skilaði sér til okkar í betri árangri. Ég er nú fullviss um að a.m.k. sú vitund að amma væri með kveikt á kertinu góða veitti mér ró og ör- yggi til þess að takast á við við- fangsefnið. Hugsunin var, prófið getur ekki annað en gengið vel því amma er með kveikt á kert- inu góða. Á Hól var oft kátt á hjalla og þar áttum við krakkarnir okkar annað heimili og athvarf eftir skóla og milli kennslustunda. Á fimmtudögum voru bakaðar pönnukökur með sítrónudropum og á föstudögum fengum við grjónagraut. Það hefur eflaust verið gott fyrir foreldra okkar að hafa ömmu á staðnum til þess að halda utan um allan hópinn. Þessar samverustundir okkar krakkanna hjá ömmu tengdu okkur sterkum böndum sem nýtist okkur í dag við að halda saman fjölskyldunni. Ég á þá ósk heita að geta haldið jafn vel utan um mína afkomendur og ömmu og afa lukkaðist að gera. Elsku amma á Hól, vaktu yfir okkur öllum og láttu ekki slokkna á kertinu góða, við þurf- um svo sannarlega á því að halda. Magnús Ingi Bæringsson. Kristbjörg Hermannsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HARALDUR BERGÞÓRSSON vélfræðingur, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Guðrún Magnúsdóttir, Magnús Haraldsson, Heiða Pálmadóttir, Björn Haraldsson, Sverrir Haraldsson, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Bergþór Haraldsson, María Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Elsku hjartans rósin okkar, ÍRIS LINNEA TRYGGVADÓTTIR, f. 30. janúar 2003, lést sunnudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Bollebygdskirkju, Svíþjóð, fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þegar lífið leikur sem best þá ertu skyndilega hrifin á brott frá okkur. Tryggvi Leifur Óttarsson, Kristina Andersson, Ida Anita, Tekla og Saga Tryggvadætur, Íris Tryggvadóttir, Óttar Sveinbjörnsson, Anita Andersson, Nils-Bertil Andersson, Ásbjörn Óttarsson og fjölskylda, Júníana Björg Óttarsdóttir og fjölskylda, Karl Magnus Andersson og fjölskylda, Robert Andersson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdafaðir og afi okkar, GÍSLI PÁLSSON aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hverafold 82, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Kolbrún Gísladóttir, Arnþrúður Anna Gísladóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Hafþór Gíslason, Svanfríður Gísladóttir, Maríanna Hlíf og Aldís Anna Jónasdætur. ✝ Okkar ástkæri ERLING B. BJARNASON lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 12. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Eiginkona, móðir, sonur og systkini hins látna. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANA TRYGGVADÓTTIR, Strandvegi 8, Garðabæ, er látin. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00 Ólafur Tryggvi Egilsson, Snorri Már Egilsson, Ásdís Þorvaldsdóttir Guðrún Björg Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuð móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA TRYGGVADÓTTIR, Suðurhlíð 38d, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00 Sigríður Svana Pétursdóttir, Arndís Erla Pétursdóttir, Tryggvi Pétursson, Katrín Pétursdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG SIGRÚN VALGEIRSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að kvöldi fimmtudagsins 27. október. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.