Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.10.2011, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 Í hjarta þér er yfirskrift óperu- og söngleikjatónleika Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík sem haldn- ir verða á morgun, 30. október, kl. 17 og 20 í tónleikasal Söngskólans, Snorrabúð. Sviðsett verða atriði úr ýmsum óperum, m.a. Töfraflautu Mozarts og einnig atriði úr söng- leikjum, m.a. West Side Story. Þá verður flutt þemalag tónleikanna, „Í hjarta þér“ eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni í útsetningu Kjart- ans Valdemarssonar sem gerð var sérstaklega fyrir sýninguna. Flytj- endur eru 23 söngnemendur við óp- erudeild Söngskólans í Reykjavík en um undirbúning hafa píanóleik- ararnir Hrönn Þráinsdóttir og Kjartan Valdemarsson séð og leika á píanó með söngvurunum. Sibylle Köll undirbjó og sviðsetti atriðin. Óperur og söngleikir Ópera Sibylle Köll sér um undir- búning og sviðsetningu atriða. AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þegar grönsið gekk yfir málm-inn á skítugum skónum fyrirtveimur áratugum var síðar- nefndu stefnunni vart hugað líf. Um tíma tölti hún um dali en náði loks vopnum sínum á ný um og upp úr aldamótum. Síðan hafa málmverjar ekki litið um öxl og svei mér ef þeir eru ekki að ná sögulegum hæðum í haust. Alltént man ég varla aðra eins grósku í áraraðir. Maður hefur varla undan, hver eðalgripurinn rekur annan. Fyrst reis Anthrax upp frá dauðum. Mér er til efs að gömlu þrasshausarnir hafi í annan tíma gert betur en á Worship Music – en þeir fagna þrjá- tíu ára starfsafmæli í ár. Hvort það er Big Four-túrinn eða grái fiðring- urinn er ekki gott að segja. Hverj- um er svo sem ekki sama? Bæði Metallica og Slayer hafa komið með helþéttar plötur á síð- ustu þremur árum og Thirteen með Megadeth dettur í hús eftir helgi. Nýþrassið blómstrar líka. Ein af framvarðarsveitunum, Trivium, er með fína plötu í umferð, In Wav- es. Matt Heafy og félagar kunna að sönnu að taka hljóðfæri sín til kost- anna en einhverra hluta vegna hef- ur herslumuninn vantað – og gerir enn. In Waves er svolítið brokk- geng en þegar best lætur þrassar Trivium af djöfulmóð. Progg- eða slöddskóngarnir Mastodon eru á allt annarri bylgju- lengd en rokka feitt sem endranær einkum þrasshausa, en við föður- lega umvöndun Arnars Eggerts Thoroddsens þeim til handa á síð- um þessa blaðs á dögunum er engu að bæta. Lulu steinliggur!    Með tilraunakenndum verk-um eins og Svörtum söndum, The Hunter og Lulu getur verið gott að hafa ærslamálm við hönd- ina. Ég hélt raunar að kynnum mín- um af sjóræningjarokki hefði lokið þegar Tenpole Tudor sneri upp tánum fyrir þremur áratugum. Öðru nær. Þökk sé Skálmeldingum sem fóru að blogga af spartverskri fimi um skosku sjóræningjamálm- sveitina Alestorm, sem túraði með þeim um Evrópu á dögunum. Fyrst renndi ég í Black Sailes at Midnight frá 2009 og síðan hina spánnýju Back Through Time. Til að gera langa sögu stutta tek ég undir með Skálmöld, þetta lítur skelfilega út á pappírunum en svínvirkar þegar á hólminn er kom- ið. Þrasskennd keyrsla í bland við skoska þjóðlagahefð. Veit samt ekki með þennan keytar (hljómborð í gítarlíki). Sá sem ekki gleðst yfir Alestorm gleðst ekki yfir neinu. Alltént. Svona hefur málm- haustið 2011 verið – til þessa. Hvað er annars að frétta af grönsinu? Málmhaustið mikla Sólstafir Engri sekúndu ofaukið á geggjaðri plötu. á The Hunter, sem er funheit úr pressunni. Ég verð hrifnari af Mastodon með hverri plötunni. Nú eru þeir hættir að kljást við höfuð- skepnurnar (afgreiddu þær eina af annarri á fyrstu plötunum fjórum) en komnir á veiðar í staðinn. Það kemur raunar ekki til af góðu en The Hunter er tileinkuð minningu bróður eins bandingja, Brents Hinds, sem lést við veiðar í fyrra. Hljóðheimur Mastodon er sér- stæður en áhrifin frá Queensryche verða stöðugt skýrari. The Hunter rígheldur manni. Hljóðheimurinn er víðar sér- stæður. Ný plata íslenska málm- bandsins Sólstafa, Svartir sandar, er gjörsamlega mergjað verk. Köld var góð en hér opnast nýjar víddir. Málmvísindi fyrir lengra komna. Svartir sandar hljóta að vera með því besta sem gert hefur verið í dægurtónlist á Íslandi enda þótt ég muni seint teljast til sérfræðinga í þeim efnum. Verkið er um áttatíu mínútur að lengd en engri sekúndu er ofaukið. Í fyrra kom Skálmöld með hinn kynngimagnaða Baldur, nú þetta. Það þarf greinilega ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn. Talandi um læki. Lulu, sam- starfsverkefni Metallica og Lou Reed, rennur eins og lækur um mín eyru. Var að vísu svolítið smeykur áður en ég skrúfaði fyrst frá þessu en efinn hvarf eins og dögg fyrir sólu í öðru eða þriðja lagi. Mér skilst að verkið fari misvel í menn, » Svartir sandarhljóta að vera með því besta sem gert hefur verið í dægurtónlist á Íslandi … Anthrax Gömlu brýnin hafa engu gleymt.Loutallica Rennur eins og lækur um eyru. Mastodon Veiða mann eins og hverja aðra rjúpu. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 2 (950 kr.) - 5 - 8 ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 1:45 (700 kr.) - 5 BORGRÍKI Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10:15 THE THING Sýnd kl. 8 - 10:15 ÞÓR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (1050 kr.) KILLER ELITE Sýnd kl. 10:15 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum „TIL HAMINGJU ÍSLAND“ - H.S.S., MBL HHHHH 15.000 MANNS Á AÐEINS 11 DÖGUM! HHHH - R.E., FBL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU TINNI, TOBBI OG KOLBEINNKAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA. FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON „GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!” -T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT HHHH B.G. -MBL HHHH FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% VARIETY 90/100 - BOXOFFICE MAGAZINE 90/100 - ROTTEN TOMATOES 89% K.H.K. - MBLA.K. - DV “GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!” - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS -K.G., DV Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN “TIL HAMINGJU, ÍSLAND” -Þ.Þ., FT ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 4 - 6 - 8 - 10 7 THE THING KL. 10 16 ÞÓR 3D KL. 2 (TILBOÐ) 2D KL. 2 (TILBOÐ) - 4 - 6 L BORGRÍKI KL. 8 14 -H.S.S., MBL ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 7 HEADHUNTERS KL. 8 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 L BORGRÍKI KL. 10.15 14 MIDNIHGT IN PARIS KL. 3.40 - 5.50 - 8 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.10 12 ELDFJALL KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 3D LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 L BORGRÍKI KL. 8 - 10 14 “STÚTFULL AF FJÖRI OG HASAR!” - IAN NATHAN, EMPIRE! „FJÖRUG EINS OG TRILLJÓN TRYLLTIR TÚNFISKAR Í TRÉKYLLISVÍK“ -Þ.Þ., FT - B.G., MBL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.